Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 14
126 HEIMILISBLAÐIÐ En.Emma var ekki sein á sér, að taka málstað pílviðanna. »Marga kvöldstund hefir afi okkar gengið sér til skemtunar í göngunum þeim arna; og margt fagurt sólskinið hefir hann séð héðan — og nú vilt þú endilega láta höggva upp blessuö trén okkar«. »Já, en ef við ættumi að hlífa öllu, sem er frá tíð afa okkar, þá veit ég ekki hvern- ig við sjálfar ættum að komast fyrir á pres'.ssetrinu, fyrir gömlum trjám og göml- um húsgögnum, sem þú vilt geyma og geyma. Er þetta ekki satt, Friðrik?« »Jú — náttúrlega«, sagði hann, um leið og hann sleit upp pílviðai nýgræðing; — það var líkast því, að hann vildi sýna í verkinu, að honum væri alvara með að ryðja hinu gamla á braut., — »Náttúrlega; en því miður er alt of mikið dálæti á hinu gamla alstaðar í kringum okkur. Við höld- um alt of hægt áfram; slóðaskapurinn loð- ir enn þá, alt of mikið við okkur. Oft verð ég að taka. undir með skáldinu: xHvenær vald hins forna fýkur: fornir kubbar, slitnar bríkur?« En bíðið þið bara! Nú er unga kynslóðin að búast í bardaga, og þá verður annao uppi á teningnum; — hún hefir fólgið í sér aflið til að — til að-------« »Til að skrifa blaðagreinar«, sagði Gamli þurlega, og- var þó beiskjuhreimur í rómn- um. Korpus Júris var nú eiginlega ekki á því, að láta Gamla fara svona með sig: án þess að svara; en til allrar blessunar vorum við komin að skólameistarahúsinu, og á meðan við vorum að reyna skautana, gleymdist misklíðarefnið. Um leið og við komum niður að firðin- um, sáum við hvar stór fugl ílaug yfir höfðum okkar. »Máfur! — nei — máfur!« hrópaði And- rea. Margrét, »Nú-ú, er það svq merkilegt?« spurði ég. »Nei, það er ekkert merkilegt; en það var gaman. Ég sé aldrei máf, svo ég öfundi hann ekki«. »Hversvegna öfundið þér hann?« »Af því að geta flogið — það væri þó yndislegt, að geta flogið, eins, og hann — langt — langt á braut og séð ókunnar sveit- ir og fjarlæg lönd«. Og sál Andreu Mar- grétar fylgdi fuglinum, þangað til hann hvarf. Löngu áður en við Korpus Júris vor- um búnir að rannsaka, hvaðan bezt væri að renna sér frá landi, voru þær systurn- ar komnar langt út á spegilsléttan. ísinn. Það var auðséð á öllu, að þær voru vanai á skautum. Þær skrefuðu svo liðlega og fagurlega, að okkur Korpus Júris fór að hitna um hjartaræturnar, þegar við fór- um að hugsa um okkar eigin fimleika á skautunum. »Nú skal ég rista nafnið mit,t«, kall- aði Andrea Margrét til okkar; og áður en okkur varði, var hún búin að rista fullum stöfum á svellið: Andrea Margréi — »og nú ætla ég að rista nafnið yðar líka«, kallaði hún til Korpus Júris; og um leiö var hún búin að rista: Friðrilc, við hliðina, á sínu eigin nafni. »Viljið þér ekki líka búa til nafnið mitt?« spurði ég. »Þér getið nú sjálfur komið og rist það«, sagði hún; »þér ætlið þó víst ekki að s'anda uppi í fjöru allan daginn!« Reyndar hefðum við bræðurnir helzt kosið að vera kyrrir á landi, og var hvor- ugur okkar farinn að setja á sig farar- snið. Gamli var seztur á stein, og var mjög rólegur. — Hann hafði, heldur aldrei sagst kunna á skautum. Korpus Júris fór að ráði sínu eins og hygginn hershöfðingi: hann otaði mér af stað, og sagðist skyldi koma mér til hjálpar, ef eitthvert slysið skyldi henda mig. Ég, fyrir mitt leyti, hugs- aði sem svo, að það væri ekki til neins, að vera að tvínóna við þetta og fór að spenna á mig .skautana. Frh. Litli drengurinn (við frænku, sem ætlar að fara með næstu áætlunarferð): >:P.i þarft ekkert að flýta þér, frænka. Pabbi er nýbiiinn að flýta klukkunni um neilan klukkutíma«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.