Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 10
122 HEIMILISBLAÐIÐ móti í námunda við þorpið. Hvít húsin stóðu þétt saman; hingað og þangað lagði reyk- ina upp í loftið. Á otfurlitlum hól í miðju þorpinu stóð hús úr ttfgulsteini; gulir vegg- írnir glömpuðu í sólskininu og skar það vel af við hvítu húsin í kring. »Það er víst skólinn þarna?« spurði ég og benti upp á hólinn. »Það er háskólinn«, svaraði presturinn. »Þarna kemur einn af sonum vísdómsgyðj- unnar, ungur og upprennandi vitringur«. Og hann fcenti á f jögurra ára strákhnokka, sem kom á móti okkur og var að naga stórt epli. »Góðan daginn, drengur minn«, sagði presturinn við hann. »Gerðu svo vel og taktu ofan fyrir prestinum þínum. Kurteis- in fer þér svo dæmalaust vel, engu síður en öðrum æskumönnum«. Drengurinn þreif ofan húfuna og glápti á okkur, með húfuna ;í annari hendinni, og eplið í hinni. »Hvernig líður honum föður þínum? Er hann orðinn frískur aftur?« Dreng.urinn ansaði engu. Hann var ann- að hvort svo hissa, eða hræddur að honum var ómögulegt að skifta um stellingar — þarna stóð hann í sömu sporum og ein- blíndi á okkur. »Við skulum ekki trufla hann«, sagði presturinn og tók í handlegginn á mér og dró mig af stað. »Eins og þér sjáið, þá er hann sokkinn niður í stjórnarfarslegar hugleiðingar; hann er vafalaust, að hugsa um, hverjum breytingum kosningalögin þurfa að taka, til þess að vera tímabær. Sannið þér til — það býr ráðgjafi í strákn- um þeim arna — eða jafnvel blaðamaður. Hann er tveggja handa járn — pilturinn sá. En lítið þér upp maður! Þarna kemur hann sjálfur, hinn mikli skólameistari«. Og urn leið benti hann á háan og horaðan mann, sem í þessu vetfangi kom út úr skól- anum. Frakkinn hans var alveg lóslitinn, og nefið var rauðblátt. — »Hinn eini lim- ur mannsins, sem er í einkennisbúningi, er nefið, eins og þér líklega sjáið«. »Drekkur hnan mikið?« »Ekki meira en nauðsynlegt er, til þess, að vekja hans háfleyga anda, þegar hann þarf að inna embættisverk sín af hendi — eins og hann segir sjálfur«. 1 sama bili. ko<m skóiameistarinn til okk- ar. Heilsaði hann og bauð mér síðan, að sýna mér skólann. Og það var íljótgert. Presturinn bað hann síðan um kirkjulyk- ilinn, svo hann gæti sýnt mér kirkjuna. Kirkjan var í útjaðri þorpsins, og kirkju- garðurinn var áfastur við garð prestsins, með dálitlum trjágöngum. — Svo virtist sem kirkjugarðinum væri vel við haldið, en glögglega sást það þó ekki umi þetta leyti ársins — snjórinn fól alt undir feldi sín- um, nema einstaka, kross eða minningar- mark, ssm stóð upp úr sköflunum. Kirkj- an sjálf var heldur ekki neitt sérstaklega einkennileg; hún var eins og allar aðrar þorpskirkjur okkar. Þó rak ég augun í otf- urlítið orgel; og spurði prestinn, hvort svólameistarinn léki vel á það. »Hann leikur alls ekki illa á það«, svar- aði presturinn; en þó hefir hann talsverða ástríðu í þá átt að búa til ýmsar óeðlilegar trillur. En það sem er allra, einkennilegast við kirkjusiðina okkar er klukknahringing- arnar. Við hverja jarðarför, hringir iiringj- arinn fjörlega og glaðlega »dinga-linga- ling, dinga-linga-ling«; en við hvevja hjónaví slu hringir hann hægt og alvar- lega: »bi-im, bi-im, ba-am, bi-im, bi-im, ba-am«. »Hvers vegna hringir maðurinn svona?« spurði ég. »Hann er nú spekingur, maðurinn sá«, svaraði presturinn; »hann er búinn að vera í hjónabandi í átján ár; og hringingarnar eru ávöxtur lífsreynslu hans«. Mér datt í hug að reyna Oirgelið, og fór upp á loft; en presturinn sett'st- í eitt sæt- ið niðri. Jafnvel þótt, orgelið væri lítið, hljómuðu tónarnir þó í fegurð og samræmi út um kirkjuna. Ég lék fáein gömul siálma- lög, og seinast lék ég: »Hver sem ljúfan Guð lætur ráða«. Síðan hélt ég aftur nið-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.