Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 2
114 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Þvi er haldið fram, að fullþroska menn og kon- ur nútíðarinnar, séu að jafnaði tveim þumlung- um hærri en afar þeirra og ömmur voru. Pessu er þannig farið urn allan heim. En hinu er neit- að, að þetta eigi sér stað nema öðru hvoru. Nú þegar þykjast menn sjá þess merkí, að munur- inn sé að minka og muni jafnvel hverfa með næstu kynslóð. Það er því alveg óvíst, að þessi vöxtur sé betri lifnaðarhátlum vorra tíma, betra fæði, fullkomnari líkamsæfingum, meiri svefni eða sólarböðum að þakka. Það er mögulegt, að hann eigi sér aðeins stað á vissum tlmabilum mannkynsæfinnar, af ástæðum sem engir enn þekkja. ★ Mannslíkaminn. inniheldur svo mikla. olíusætu, að hún er nægileg sprengihleðsla í stóra fallbyssu. ★ Sinn er siður i landi hverju. i Koreu fær brúð- urin ekki að sjá mannsefni sitt. Tvo daga stend- ur brúðkaupið og á þriðja degi eru þau gefii. saman og þá fær hún fyrst að sjá mann sinn. Áður en brúðkaupið byrjar eru augnalokin límd saman með sterku lími, sem svo er leyst upp í volgu vatni, þegar brúðurin má opna augun. ★ Til eru í heiminum alls 64 brýr, sem eru 1 km. á lengd og þar yfir. Lengsta brúin er 19 km. og er bygð yfir Salt Lake. ★ Ef öllu landrými jarðarinnar, sem er ca 150 miljónir ferkílómetrar, væri skift jafnt niður á 2 miljarða íbúa, sem jörðina byggja, myndi hver okkar fá ca 7 hektara. En aðeins væri hægt aö rækta rúmlega helming þess landrýmis. ★ Veitingamaður einn i borginni Budapest brá sér nýlega á cirkussýningu. En sú skemtun varð honum dýr. Hann hafði með sér veski með mikl- um peningum i og lagði það hjá sér á meðan hann fcorgaði inngangseyrinn. En taniinn fíll kom auga á veskið og greip það með rananum meö svo miklu snarræði, að eigandinn náði því ekki. Dýratemjarinn neytti nú allra. bragða að ná þvi, en ekkert dugði, hann át það' upp til agna og kyngdi með beztu lyst allri seðlatuggunni. Veit- ingamaðurinn fór í mál, en hafði ekkert upp úr því, fíllinn var sýknaður með þeim forsendum, að ekki kæmi til mála a.ð setja fílinn i hegning- arhúsið. ★ Þegai heimsstyrjöldin brauzt út átti þýzki her- inn 21000 bréfdúfur, sem skift var niður á landa- mæraherdeildirnar. Komið getur fyrir, ef dýr eru í of mikilli sói, að þa.u fái einskonar átumein. Sumstaðar í Ástrai- iu hefir komið i ijós, að fé, sem ekki hefir nægi- legt skjól fyrir sólinni, fær þenna sjukdóm, sem venjulega byrjar í eyrunum, þar sem húðin er veikust. ★ Stærsta orðabók í heimi kom út í Lundúnum árið 1928. Hún gefur allar upplýsingar um 414,000 ensk orð, sem notuð hafa verið siðan árið 1200. Fimtíu ár hefir það tekið að semja þessa orða- bók, sem er 12 bindi, og koma henni út. Hún kostar 7500 dollara. ★ Þangað til fyrir hundrað árum síðan keypti England einungis te frá Kína. Um það leyti byrj- aði Indland að framlefcða te, en Ceylon íyrst 1870. Brezkir þegnar drekka, nú 97,500,000,000 teboila yfir árið', eftir þvi sem Englending einum hefir reiknast tifc ★ Á Ceylon er auðvelt fyrir hjón að fá skilnað. Þegar maðurinn segir eða skrifar til konu sinn- ar: »Þú ert skilin«, eru þau skilin, hvort sem henni likar betur eða ver. Þegar kona nokkur nýlega mótmælti skilnaðinum fyrir rétti og hélt því fram, að hún hefði ekkert bréf móttekið, veitti rétturinn manninum fylgi sitt. Fyrst hann bara skrifaði orðin, skifti, það engu rnáli, hvort hún hefði fengið bréfið. ★ I bænum Columbus i Montana-fylki í Banda- ríkjunum, er hver maður, sem ekki tekur ofan höfuðfat sitt, þegar borgarstjórinn gengur fram hjá hoiium á götu, dæmdur í fésektir fyrir ókur- teisi. ★ Við landamæri Persíu búa Selim Agar og kona hans. I'au halda því fram, að þau séu elstu hjón í heimi, þar sem þau eru búin að vera- gift i yf- ir 100 ár. ★ »Eilíf« eldbál þekkjast'víða á yfirborði jarð- ar. Oft.ast stafar þetta af jarðargasi, sem ein- hverntima. hefir af tilviljun kviknað í. 1 Kína fanst »eldbrunnur«, sem brunnið hafði látlausf i 1100 ár og fyrst slokknaði, þegar alt eldfimt efnT var uppbrunnið. 1 suð-vestur Litlu-Asíu er haldið að einn slíkur gasbruni hafi staðið yfir í 3000 ár. Einnig í Kákasus finnast »stöðug« jarð gasbál. í St. Ingbert i Saar-héraðinu hefir minni- háttaj’ jarðgas-bruni logað í 100 ár þrátt fyrir allar slökkvitilraunir. Þetta sama hefir skeð > Pennsylvaniu og Kentucky, þar sem bálin hafa logað síðan 1884 og 1873.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.