Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 121 um, að ég varð alveg hvumsa við. Ég gat ekki horft í augu honum, en áður en ég leit undan, sá ég þó, að gletnisbrosi lék um varir hans. — Virt:st mér það ætti aö þýða: »Þér eruð þá svona, herra minn sæll!« »Ef þér getið haldið yður saman, skal ég segja yður leyndarmál, og það er það, að þegar kvenfólkið er annarsvegar, má það mieð engu móti heyra, að okkur þyki vænt um það — það þolir það ekki. En þetta lærið þér alt saman, þegar þér eruð búinn að eignast konu og börn«. Svo sneri hann sér .sncgglega við og hélt áfram. Morguninn var yndislegur. Lágu pílvið- argöngin, sem náðu upp að prestssetrinu voru lítilfjörleg ásýndum á sumrin, en nú voru þau hátt og lág't, klædd sínum dýrð- lega vetrarbúningi, og þúsundfalt geisla- brot sólarinnar lék á hvítri hélunni, sem huldi allar greinar og alla kvisti. Sólin var komin nokkuð hátt á loft ög baðaði frosna fjörðinn í geislaflóði sínu. »Opnið nú augun, herra minn, og lítið í kringum, yður, og þakkið þér Drotni, sem gaf yður augun, og mér, siem skipaði yð- ur, að opna þau. Lítið þér nú á«. — Og presturinn benti með hendinni út yfir snævi þaktar hæðir og frosinn fjörðinn. Dýrðlegt var útsýnið að vísu, en þó virtist mér, að heima á prestssetrinu, hlyti þó að vera þúsiund sinnum dýrðlegra. Þar gæti ég í ró og næði, talað við Emmu og Andr- eu Margréti. Eg drap líka á, að veðrið væri fremur svalt ennþá; það væri sjálfsagt miklu betra, að geyma gönguförina þang- að til um hádegisbilið — þá væri sólin bú- in að verma loft og láð. »Hádegi!« sagði presturinn; »já, það er alveg satt. Ég var alveg búinn að gleyma því, að þér voruð á dansleik og skoppara- kringluskap 1 nótt. Já, máske yður þókn- ist að rölta heim aftur, og leggjast í bólið. Við getum farið út að ganga kl. sjö í kvöld, og skírt það morgungöngu; og þegar það er búið getum við svo snúið heim aftur og farið að dapsa »Júlía-Hop,sasa«. Jú, það er bæði unaðslegt og skemtilegt, að halda jólin á þenna hátt«. Mér þótti lítið koma til þessarar ræðu, 0|g, vegna þess, að ég kærði mig ekki um, að presturinn héldi lengra út í þessa sálma, flýtti ég mér, að fullvissa. hann um, að ég væri mjög glaður yfir, að vera svona snemma á ferli — morgunin væri, þrátt fyrir alt, fegursti tímj davsins — þá væri alt svo framúrskarandi dýrðlegt og fagn- aðarríkt. »Þetta er viturlega mælt«, sagði prest- urinn; »það er að vísu þvert á móti því, sem þér sögðuð fyrir augnabliki síðan, — en það gerir nú ekkert til«. Við vorum nú komnir niður að íirðinum. Meðfram honum, lá gangstígur, og uxu heslihneturunnar beggja vegna stígsins. »Hérna er nú La.ngalína«, sagði prest- urinn; »og fyrri hluta dagsins getið þér venjulega hitt hér spjátrunga Hnetubús. það er að segja, konu mína, og dætur. öll- um öðrum íbúum borgarinnar þykir það óleyfilegt óhóf, að ganga sér til skemtun- ar«. Við fórum fram hjá dálitlu húsi, mjög fornfálegu. Skyndilega sneri presturir.n sér að mér, og spurði mig hvort ég væri bændavinur. »0-jú, svona ao vissu leyti«, sagði ég dræmt; því að þrátt fyrír allar til.rau.nir Korpus Júris, var ég alls ekki viss um hvoru megin ég stóð í stjórnarbaráttunni. »Jæja, þér vitið það þá ekki sjálfur. Ann- ars get ég sagt yður það í trúnaði, aö .í húsinu þvi arna, býr yðar andlegi bróðir Pétur Sörensen. Hann er mesti stjórnmála- maður sveitarinnar; og lonum mundi verða það hjartanleg ánægja, að halda fræðandi fyrirlestra fyrir yður um það, að það ætti að búa til vörupoka úr háskóla- bókasafninu, háskólakennarnir ætti að verða lífverðir konungs og prestarnir ættu að verða gæsasmalar«. Þegar við vorum að ganga spclkorn með fram firðinunii snerum við til annarar handar, yfir akrana, og komumst með því

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.