Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 6
118 HEIMILISBLAÐIÐ Það var kvöld. Meðferðis hafði hann stóra tösku, hún var þung og fyrirferðamikil; í henni voru bækur. Hann var bóksali. Þeir menn eru ekki alt af vel liðnir, mörgum geðjast oft betur að einhverju öðru. En hann var nú einu sinni kominn þessi mann-aumingi, og einhversstaðar varð hann að fá náttstað. Það hafði ætíð verið gamall vani að vísa öllum ókunnugum; ferðamönn- um til Víkur. Engin undantekning varð í þetta skipti. Hann var unglingspiltur, inn- an við tvítugt; útlit hans var ve klulegt, eins og þeirra sem alast upp við skort og vesaldóm. Augu hans, er voru dökkblá, höfðu angursfullan glampa og svo djúpan að þau vöktu athygli margra er í þau horfðu. Gunna gamla, sem var eitt af vinnu- hjúunum í Vík, kom til dyra, þegar hinn ungi gestur barði þarað dyrum. Hún virti piltinn fyrir sér með elli'hrumu augnaráðí, er úr skein dvínaður neisti frá iiðnum tím- um, þegar skarpleiki hennar var meiri. Er augu hennar höfðu horft dálitla stund á piltinn, sagði hún: »Fari það og veri, einhverntíma, hefi ég séð svipinn þinn áður, skinnið mitt. Æ, já, hún Gunna gamla veit nú sitt af hverju, baxa að minnið væri ekki svona bágborið. Hvaðan ber þig annars að, tefrið, ertu hérna. úr nágrenninu?« »Nei, frá Reykjavík«. Síðan heilsuðust þau með handabandi. SVo fékk Gunna gamla aftur orðið: »Henni Reykjavík, ekki spyr ég að, alt kemur þaðan, jú jú, alt þaðan«. Hún hætti þótt hún auðsjáanlega væri ekki næstum því búin að tala út, en þessi ókunni mað- ur vakti meiri athygli en venjulegir gestir. En brátt fékk hún málið á nýjan leik: »Þú hefir þó ekki, vænti ég, komið hing- að áður«. »Nei, aldrei, ég er að ferðast um með bækur til sölu«. »Svo, nú þú ert þá einhver bannsettur lappalúðinn, og það er agnar taska þetta, auminginn«. »Hún er nokkuð stór«. »Það má nú segja. En þú munt, vænti ég, ætla að biðja um gistingu hérna í nótt?« »Já«. »Ég skal skreppa inn til húsfreyjunn- ar, hún mun ekki úthýsa þér, fremur en öðrum«. Og Gunna gamla haltraði inn göngin; von bráðar var hún aftur komin fram í dyrnar: »Komdu inn góði«, sagði hún. Og ferða- langurinn gekk á eftir gömlu konunni inn í bæinn. Hann heilsaði Þorkötlu, hún stóð á eldhúsgólfinu, þur og þegjandaleg. »Gott kvöld«, og hann rétti henni hend- ina að sveitasið. Þorkatla tók viðbragð. Hún fann til óþæginda í höfð nu og spurn- ingar vöknuðu í huga hennar. Hvaðan kom þessi rödd, úr gröfinni, eða var hún frá þessum ungling er stóð þarna? En bráð- lega áttaði hún sig á veruleikanum og tók ávarpinu. Síða,n sagði hún: »Hvaðan kemur þú og hvað heitir þú?« »Frá Reykjavík. Geir Sigurðsson«. »Geir Sigurðsscn, einmitt það, já, en hvað hét hún móðir þín?« Pilturinn leit hissa til húsfreyjunnar, en hann saddi þó þegar forvitni hennar. »Hún hét Rósa Eymundsdóttir. Mér hef- ir veiið sagt, að hún hafi verið ættuð ein- hversstaðar héðan úr Hverfinu eða ná- grenninu, þó veit ég þetta ekki með neinni vissu. Hún dó svo ung«. — I rödd hans brá fyrir leyndum söknuði, er hann talaði seinustu orðin. Það var eins og rifjaðist upp fyrir honum, angurvær hverfulleiki. En Þorkatla endurtók nafn móður hans, kanske mun oftar heldur en hans nafn: »Rósa, Rósa, Rósa«. Hún fölnaði og ónota titringur fór um líkama hennar. Hugsanirnar skýrðust smátt qg smátt; ljósi brá yfir alla huluna. Þetta var nafnið hennar., Hún var viss um það. Og þessi piltur var sonur hennar, hún var amma hans. Kuldalegir drættir kipr- uðust saman um munnvikin. Svo brosti hún. Um hugann liðu gamlir atburðir, er hún óskaði sér að löngu væru gleymdir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.