Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 123 ur í kirkjuna. Þar sat presturinn mjög al- varlegur og studdi hönd undir kinn. »Já — hver sem Ijúfan Guð lætur ráða«, sagði hann, þegar hann sá mig. En það er ein af erfiðustu listum mannanna. Við vilj- um sjálfir ráða, og þessvegna gengur alt á tréfótum. Vér búum til áætlanir: Þetta ætlum vér að gera í ár, þetta að ári og þetta hitt árið; og þegar alt gengur ekki eins og í sögu fyrir o&s, þá verðum vér sár óánscgðir, og oss finst forsjónin vera rang- lát við oss. Kaupmaðurinn ætlar að græða. þetta og þett.a; vitringurinn ætlar að skrifa svo og svo rrargar bækur; stjórnmálamað- urinn ætlar að koma á þessum eða hinum endurbótum — og lánist ekki alt, sem þeir ætla að gera, þá verða þeir óánægðir, og þe:m virðist þeir með réttu geta kvartað undan forsjóninni. Lítið þér nú á: öll þau ár, sem ég er búinn að vera héma, hefi ég einlægt prédikað um þetta efni; og þó er ég alt af sjálfur að byggja mér loftkastala, og ég sjálfur verð óánægc ur, þeg; r ekki gengur alt að óskum, — því að víst get ég prédikað rétt, en ég get ekki breytt eins og mér ber að breyta«., »Já«, sagði ég og fór að hugsa um allar þær áætlanir, sem ég hafði gert um nótt- ina, og sem áttu svo langt í land að kom- ast í framkvæmd; »já, en þó sýnist mér nauðsynlegt, að semja áætlanir fyrir líf sitt, þvi að annars verða öll vor verk unn- in í fumi og aðeins samkvæmt augnabliks- áhrifum«. »Vitanlega er bráðnauðsynlegt, að semja sér áætlanir; — því hefi ég aldrei neitað; en vér eigum ekki að einskcrða þær, að- eins við það, sem vér samkvæmt vorum eigin vísdómi álítum, bezt af öllu. En ein- mitt í þessu birtist einstrengingsháttur vor og einræði. Og í raun og veru eru það ekki vonbrigðin sjálf, sem fylla oss óánægju, heldur hitt, að vilji vor fékk ekki yfirhönd- ina, vér fengum ekki að ráða. Og hvað eru svo allar áæt’anir vorar, þeg,ar öllu er á botninn hvolft? — Heimska og hverfandi hjól; — ekki er alt í heiminum eins og það ætti að vera; en þúsungd sinnum verra yrði það, ef vér ættum einir að ráða. Þao er þessvegna gullvægt, að hann tekur í taumana, þegar honum sýnist, og stillir oss, þegar vér ætlum, að verða alt of ákafir. — Komið nú — nú skulum við halda heim og drekka, tevatnið okkar«. Presturinn stóð upp, og við héldum út úr kirkjunni. Þegjandi gergum við hvor við hliðina á öðrum, eftir litlu trjágöngunum. inn í garðinn prestsins. Við höfðum, báðir nóg rð hugsa. Ég var að hugsa um drauma máha um kvöldið; og svo fór ég að hugsa um, að þeir kæmi ekki vel heim við skoðanir prestsins. En hvao á æskumaðurinn að gera, ef hann má ekki byggja sér loftkastala. Da/lega lífið er alt of- tilbreytingarlítið — það er ómögulegt að ganga svo dag eftir dag og ár eftir ár, án. þess, að fá höfuðsótt, ef menn. mega ekki búa sér til áætlanir fyrir ókomna tím- ann og draga upp myndir af honum í huga sínum. Við héldum heim og inn í dagstofuna. I legubekknum hjá teborðinu, sátu þa.u Korpus Júris og Andrea Margrét; en Emma, prestskonan og Gamli sátu í hvirf- ingu í kringum saumaborðið undir glugg- anum. Um leið og ég kom inn,, bauð Emma mér góðan daginn. Á enni hennar lék sér yndislegur sólargeisli, og friður og rósemi hvíldi yfir öllu andliti hennar. Og allir sem komu nálægt henni urðu heillaðir af þeim frið og þeirri rósemi., Gamli sat við hlið- ina á henni og virtist vera í sjöunda himni. Pípunni sinni hélt hann á, í annari hend- inni, en í henni var auðvitað dautt fyrir löngu; í binni hendinni hélt hann á lykla- kippu og hringlaði stanslaust með henni, eins og hann væri að leika með henni und- irrödd við samræður hinna. Og Korpus Júris virtist vera í bezta sólskinsskapi. Hann spjallaði og hann hló, svo ég var standandi hissa — þetta var a’t annar Korpus Júris, en sá, sem ég var vanur að sjá á morgnana. En þessi morgunn var svo sem engin undantekning — nei — allir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.