Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 4
148
HEIMILISBLAÐIÐ
fólki. Konurnar sátu í stólunum vinstra
megin við miðganginn, en karlmennirn-
ir hægra megin. Fyrir aftan stólana og í
ganginum stóð æskuiýðurinn, svo þétt,
sem þjappað væri síld í tunnu. Kirkju-
gestirnir teygðu sig, hver sem betur gat,
tii þess að reyna að sjá biskupinn, uppi
í kórnum, en vegna þess, hve þröngin
var mikil í kirkjunni, fengu ekki nærri
allir þeirri löngun sinni fullnægt. En þeir,
sem séð gátu biskup, höfðu ekki af hon-
um augun, og flestir kendu í brjósti um
hann. Hann var ekki mikill fyrir mann
að sjá; — til dæmis í samanburði við
prestinn þeirra og sóknarnefndarmenniua.
Þeir voru stórir menn og þreklegir, hert-
ir í stormum og sjóvolki. Biskup lágvax-
inn og burðalítill, lierðarnar skakkar og
hálsinn stuttur. Ekkert var það í svip
hans, sem byði af sér nokkurn myndug-
leika. Þetta var aðeins þreytulegt andlit,
djúpar hrukkur á milli hálflokaðra augn-
anna, nefið stórt og klunnalegt, munn-
urinn falinn undir rauðleitu skeggstrýi.
Biskup rétti úr sér og fór að tala. Rödd-
in var hörð og málhreiraurinn ókunnug-
legur.
•Ykkur, góðir kristnu menn og kon-
ur, vil ég hérmeð í kærleika kunnugt
gera, að vor náðugi herra og konunglega
hátign, hefir mig út sent, til þess, eftir
því að skyggnast, í öllum kirkjusóknum,
hvort kristin alþýða manna fær úti látna
tilhlýðilega andlega fæðu, sér til sálu-
hjálpar«.
Nú kenndi enginn í brjósti um liann
lengur. Það var fullkomlega nægilegur
myndugleiki í röddinni. Það var eins og
persónan stækkaði, með hinum sterku
orðum, sem borin voru fram með rykkj-
um, og þögnum á milli, hvert orð út af
fyrir sig, skýrt og greinilegt, svo að ekki
varð misskilið. Og þetta myndi vera ósvik-
in józka. Það færðist líka fjör 1 augna-
ráð biskups. Augun voru ekki lengur
hálf-lokuð. Þau voru greindarleg, og virt-
ust jafnvel sjá meira, en mörgum þótti
gott. Ymist blossuðu í þeim bjartir log-
ar, eða að fyrir brá í þeim óhugnanleg-
um sorta.
Sóknarbörnunum í Oddasókn var nú
sagt það skýrt og skilmerkilega, liverja
rækt þau ættu að sýna kirkju sinni. Bisk-
up virtist vera alveg ótrúlega athugull.
Kirkjuþakið var gisið og gluggarnir brotn-
ir, svo að snjó og regn lamdi inn í kirkj-
uua. Um þetta þurfti að bæta. Gólf og
stóla þurfti að þrífa og þvo. Góður Guð
stráir blómum um tún og engi, kvað
biskup. Væri það ekki vel til fundið, að
sóknarbörnin týndu handfylli af blómum,
á leiðinni til kirkjunnar, og skreyttu
hana með þeim? Það gæti orðið til þess,
að gera kirkjuna vistlegri. Fram við kirkju-
dyr stæði hinn helgi skírnarfontur hálf-
fullur af úldnu vatni. Væri ekki rétt, að
þrífa skálina og hella í hana volgu vatni,
í hvert skifti, sem barn skyldi skíra?
Saklausum börnunum væri skírnin veitt,
þeim til sáluhjálpai, en ekki til þess, að
þau biðu við hana tjón á líkama sínum.
A altarinu var allskonar skran, kerta-
stubbar og tólgarklessur og sitthvað ann-
að. Þessu ætti að fleygja á sorphauginn,
en hreinn dúkur og tvö kerti, væri til
prýði. Presturinn yrði að boða fagnaðar-
eriudi Guðs, standandi á lágu og Ijótu
hrófatyldri. Hér ætti að koma myndug-
ur prédikunarstóll, svo að prestur og
sóknarbörn gætu horfst í augu.
Biskup hélt áfram »hreingerningunni«
í hinni gömlu kirkju. Hann heimtaði,
að nú væri hafist handa um að færa
hana í nýjar flíkur. En fólkið hugsaði
sem svo, að allt gæti þetta að vísu ver-
ið gott og blessað, en eitthvað af þess-
um umbótum myndi þó kosta peninga,
og livaðan átti að taka þá. Það skoppaði
ekki mikið af aurunum út á Oddann á
ári hverju, og nú hafði verið reitt það,
sem til var, til þess að kaupa nýja klukku.
Gamla klukkan hafði verið sprungin ár-
um saman, og nú liafði nyja klukkan
verið keypt, — eiginlega helzt til þess,