Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 155 Þá hljóðir gengu að helgum rarmi, og hægur ótti leið um hjörtu þeirra, og sagt með sanni en sigurgeislinn beið; þeir horfðu á undrið himins glæsta í heilagleika lá þar barnið æðsta, svo yndisbjart og unaðsblítt svo elskulegt og himinfrítt. En móðir blíð og mæt þar stendur þar mildur sonur lá; þá dreymdi hana um dýrðar lendur, sem Drottins hæðum á, hún skyldi fá að finna og eiga, í friði helgum lífsins vatn þar teyga; hún lítur blíðust ljóssins völd og lífsins fögru liimintjöld. Þeir krjúpa hægt og hljótt að jötu, á lieilagleikans stund, og dýrðarljómans Ijúfir nutu við leifturbjartan fund. Og friðarblómið faðminn skæra það færði þeim í kyrð — þeir áttu að læra að elska fríða frelsarann og faðma heita kærleikann. Þeir heyra þyt um húsið blíða, nú heitur geisli ieið og loftið hófst til himins víða, en hæstur Guð þar beið. Og stjörnuljómans stóra veldi þau stiltu ljósadýrð á fögru kveldi, og þrisvar hefjast húsið vann til himins fyrir kærleikann. Nú hirðar krjúpa heitir, glaðir, svo hljótt við Drottins fót, þeir taka hann og trúarhraðir með tár af hjartans rót. Konan og Kóraninn. »Menn höfðu skorað á lækni að koma með reglulegu millibili til þess að skoða og lækna sjúklinga í Kabylia og nær- liggjandi héruðum*, skrifar J. Townsend í Algier. »Þegar læknirinn kom, voru manneskjur svo hundruðum skifti, með allskouar sjúkdóma, sem komu að leita hans. Samhliða þessu fengu og margir þeirra halsam fyrir ódauðlegar sálir sínar. Dag nokkurn kom maður ofan úr fjöll- unum til læknisins með veika konu síua. Maðurinn var fótgangandi og hafði geng- ið 40 enskar mílur, og borið konu sína alla þessa leið á bakinu. Eftir að lækn- irinn liafði talað við konuna og skoðað hana nákvæmlega, sagði hann að nauð- synlegt væri að skera hana upp, og það væri alt of alvarlegt að gera það, nema að konan nyti fullrar sjúkrahjúkrunar og aðstoðar. En ef maðurinn vildi senda kon- una til Algier, gæti læknirinn lofað hon- um því, að hún skyldi verða lögð á sjúkra- húsið og fá góða hjúkrun. »Hvað kostar þetta?« spurði Kabylinn. »Það fer ekki yfir 200 franka«, svaraði læknirinn, »en verði hún ekki skorin upp, á hún skamt eftir ólifað.« Maðurinn hugsaði sig um nokkra hríð og mælti síðan: »Ég er yður mjög þakk- látur fyrir yðar góðu ráð og leiðbeining- ar. En þetta er alt of dýrt, og svarar ekki kostnaði og fyrirhöfn. Fyrir 200 franlca get ég leikandi keypt mér splunk- urnýja konu.« Og svo tók hann sjúku konuna aftur upp á bak sér og hélt heimleiðis með hana. Hér er ljóst dæmi um mismuninn á því að lifa undir áhrifum Guðs orðs eða kenningu Kóransins. Þeir kystu blítt hinn bezta soninn þá barst að hjarta glaða trúin, vonin; þeir færðu gjöf að fornum sið, það fagurt var — hvað gefum við? Runólfur Guðmundsson.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.