Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 18
162
HEIMILISBLAÐIÐ
mælti konun<j,ur, »en hvers vegna gerðir
þú þetta, hvers vegna fórstu ekki með hin-
um?«
»Þekkirðu m'g ekki?« sagði gamli mað-
urinn, »ég hafði stolið og átti að deyja,
en þú sást aumur á mér, af því að ég bað
þig, og þú þyrmdir lífi mínu«.
Konungurinn, sem verið hafði, stóð einn
eftir. Hugur kans var fullur af hatri til
allra manna, þeir skyldu fá að kenna á
því. Þó var eins og hlýr andblær léki um
sál hans, er hann minntist gamla þjónsins,
en um það vildi hann, ekki hugsa.
Hann settist að við eyðimerkurröndina.
Þegar friðsamir ferðamenn komu, þreyttir
og örmagna, þóttust vera sloppnir úr helj-
argreipum sandauðnarinnar, sat hann fyi-
ir þe'm ng réðist á þá, eins og hungraður
úlfur, og hann var jafn grimmur. Þjófar
og ræningjar komu til hans og hann varð
foringirn, af því að hann var grimmastur
og þeir óttuðust hann allir, en enginn elsk-
aði hann. Hann var kaldur og einn, og
sársaukinn varð enn sárari.
Tíminn leið. Ferðamennirnir fundu aðr-
ar leiðir. Ræningjarnir, sem óttuðust hann,
urðu enn hug a -.kari cg heimtuðu bráð,
og yfirgáfu hann að ickum. Og aftur varð
hann að reika um, hungraður og heimilis-
laus, cg nú var hann ekki ungur lengur
og í sálu hans bjó ennþá hatrið til mann-
anna. Hann var jafnvel búinn að gleyma
gamla þjcninum. Þrátt fyrir þetta varð
hann að nálgast bústaði mannanna, þar
var þó helzt mat að fá. Nú ráfaði hann
með fram þjóðveginum mikla, en til hvers
var þ:ð? Það jók aðeins gremju hans, að
sjá alla umferðina, sem eins og ögraði hon-
um með vanmætti hans.
Þarna uppi í fjallinu var dalverpi og þar
skein sólin á snjóhvít húsin. Þar var svo
kyrlátt )g friðsælt. Nazaret var þarna í
dalverpinu, alveg eins og hún væri að bíða
eftir einhverju cg hlustaði á: meðan eftir
fótataki veraldarinnar, sem hraðaði sér
fram hjá, einsog hún gerir enn í dag. Um-
hverfis borgina lágu víngarðar og akrar
og lengra burtu, ofar, s' ein á hvíta bletti,
það voru fjárhirðar með hjarðir sínar.
Gamli ræninginn beygði fra þjóðveginum
og hélt áleiðis í áttina til borgarinnar,
ekki þó eftir neinum vegi, en upp brekkur
og gil. Har n mætti engum og bjóst við að
gela komist inn í hús í útjaðri borgar-
innar, ef fólkið væri á akri eða í víngörð-
um. Sólin var ekki lengur hæst á lofti,
og því var dálítið svalai a. Alt í einu heyrði
hann mannamál skamt frá sér. Það var líkt
og talað vari í gæluróm. Hann skreið ofur
varlcga á hljóðið. I þurru gili sá hann
stúlku, á að gizka 10 ára. Hún kraup á
kné hjá litlu, snjóhvítu lambi, sem hafði
sýnilega fest í'ótinn milli steina, og nú var
hún að reyna að losa það og talaði undur
blíðlega til þess á meðan. En steinarnir
voru stórir, svo að tilraunir hennar voru
árangurslausai'. Við hlið hennar stóð
karfa, sem hún hafði lagt frá sér, er hún
fann lamb ð, cg það var við þessa körfu,
sem augu læning'ans staðnæmdust. Lík-
lega var hún full af mat. Hann varð að
n,á í körfuna, og það var líka hægðarleik-
ur. Ilann þurft' ekki annað en að kasta,
steini í höfuð stúlkunnar. Iiann var viss
um að hitta hana, því að hann var kom-
inn, fast að henni, án þess að hún yrði hans
vör, og hann beygði sig til þess að taka
upp stein, Alt í einu leit stúlkan upp og
beint framan í hann. Honum féllust alveg
hendur, — shk augu hafði h?nn aldrei áð-
ur séð, svo undur sakleysisleg og blíðleg,
eins og í þe'm byggi nógur kærleikur og
fyrirgefning hanj’a öllum heimsins ræn-
ingjum. Hún brosti svo g’aðlega. Honum
hafoi aldrei dottið í hug, að nokkur gæti
brosað við sér.
»Friðui’ sé með þér, góði faðir«, sagði
hún og stóð upp. »Drottinn hefir sent þig
til þess að hjálpa mér. Ég get ekki losaö
þetta 1 tla, lamb, en þú ert svo sterkur«.
Hún benti honum ?ð koma nær, og hann
gat ekki annað en hlýtt henni, og von bráð-
ar var hann búinn að velta burtu stein-
inum, losa lit’a lambiði, og sat nú og þerr-