Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 22
166 HEIMILISBLAÐIÐ Aðfangadagur jóla var hafinn. María á Grund sat út við gluggann á herberginu sínu og starði út, starði á fannbreiðuna, sem virtist hvergi hafa upptök né endir. Svo langt sem augað eygði sá,st snjór og aftur snjór. Aðeins bæirnir báru við hvíta fannbreiöuna lágkúrulegir, eins og dökkar hrúgur. Hvergi sást maður á ferli. Þetta virtust ætla að verða da,ufleg jól. Sá, sem vissi ástæður Maríu þennan dag hefði ekki undrast það, hve svipur hennar var daufiegur, þar ,sem hún sat, niður- sokkin í sínar þungu hugsanir. Við og við opnaði hún hurðina og leit fram í baðstof- una, leit á stóru Borgundarhólmsklukkuna, sem taldi mínúturnar og klukkustundirn- ar; litli vísirinn færðist alt af neðar á skíf- unai, alt af styttist. til hinnar miklu hátíð- ar, hátíðar barnanna og ljósanna, María stóð á, fætur og ætlaði að fara út úr herberginu, en í dyrunum, sneri hún við og settist aftur við gluggann. Það var eins og hún gæti ekki hætt við að horfa á fönnina. Þrá og kvíði bii’tust í augnaráði hennar. Baldvin hafði farið heim til sín um haustið, þegar vinnutími hans var út- runninn, en síðan höfðu þau skrifast á. I síðasta bréfinu, sem hún fékk frá hon- um gerði hann ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Engin orð geta lýst tilhlökk- un Maríu. Jafnvel þegar hún var barn hafði hún ekki hlakkað jafn ákaft til jól- anna o'g nú. Hún hafði búist við komu Baldvins á Þorláksmeasu, en nú var sá, dagur liðinn og Baldvin ókominn; þess vegna læddist kvíðinn fram í huga Maríu, kvíðinn, þetta hugtak, 'em flestir eða allir kannast of vel við. Vonin er samt alt, af það, sem við, mennirnir, höldum lengst í og svo fór fyrir Maríu Ásláksdóttur að þessu sinni. Hún vonaði og ætlaði sér að vona, að ástvinur hennar væri heill á húfi og að hans væri von á, hverri stundu, Rökkrið færðist nú óðum yfir sveitina og enn hafði enginn orðið nokkurs visari ttm það, hvað gæti tafið komu Baldvins. Veðrið hafði fram að þessu verið kyrt, en nú fór að hvessa, og þar sem mjkil lausa- mj 11 var á jörðunni, leið ekki á löngu þar til byrjaði að skafa. María hélt áfram að horfa gegnum gluggann, þangað til hún sá ekki faðm- breidd fyrir byl og myrkri. Hún varð þess vís að ljós voru kveikt frammi í baðstof- unni og heimilisfólkið safnaðist, saman til þess ,að hlusta á, húslesturinn. Klukkan sló sex högg. Hátíðin var að hefjast. María ,stóð á fætur, opnaði hurðina og gekk fram. Hún fékk sem snöggvast ofbirtu í augun, því að í herberginu hennar var myrkur, en fram í baðstofunni logaði á hengilampa og þar að auki voru kertaljós á hverjum ]'úmstöph, Foreldrar Maríu gátu tæplega dulið áhyggjur sínar, því að þau. viss,u um trúlofun dóttur sinnar og þau vissu einn- ig um ráðagerð Baldvins. Hinn sami ótti, semi þjáoi Maríu hvíldi yfir svip þeirra. Þau óttuðust, að Baldvin hefði lagt af stað um morguninn en orðið fyrir einhverju óhappi eða slysi, sem tafið hefði för hans. María óskaði fólkinu gleðilegra jóla og settist á k'stu, sem stóð innarlega í bao- stofunni. Áslákur bóndi settist við borð, sem ,stóð á miðju gólfi og hóf lestur sinn. María hlustaði á lesturinn. án þess að taka eftir nokkru orði. Hugur hennar hvarf nokkra mánuði aftur í tímann, til sólbjarta, sumarkveldsins, þegar Baldvin játaði henni ást sína. Stormurinn hamaðist, úti fyrir svo það hrikti og brakaði í hverju tré í bað- stofunni, en hugur Maríu var staddur a, túninu á Grund, og hún lifði upp aftur kveldið hugljúfa. Alt, í einu var eins og hún vaknaði af draumi. Hún heyrði hina rólegu, skýru rödd föður síns, og hún fór óafvitandi að taka eftir því, sem hann las. »Sjá, ég flyt yður mikinn fögnuð, eem veitast, mun öll- um lýðnum«. — »öllum lýðnum«; einnig Maríu Ásiáksdóttur á Grund. Orðin berg- máluðu í huga hennar. »Yður er í dag frelsr ari fæddur«. Þessi gamli boðskapur hljóm- aði í sál hennar eins og hún hefði aldrei

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.