Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 24
168 HEIMILISBLAÐIÐ „QUEEN ELISABETH“ HLEYPT AF STOKKUNUM -Heimilisblaðið- hefir getið um hið hraðskreiða skipsbákn, »Queen Mary«, sem lileypt var af stokkunum 26. sept- ember 1934 og brunar nú fram og aftur um Atlanzhaf, á tæpum hálfum fimta sólarhring hvora leið, milli Evrópu og Ameríku. Þegar þetta skip var fullgert? voru skrifaðar um það langar greinar, í öll lieimsins .blöð. Það þótti hið mesta furðuverk, enda höfðu þar að verki ver- ið hinir snjöllustu hugvits- og liagleiks- menn — og listamenn, og húið skipið öllum hinum nýjustu og fullkomnustu lækjum og þægindum, svo að langsam- tega þótti bera af öllu, sem áður þekt- ist. »Queen Mary- vann »Bláa bandið« og enn er oft minst á þetta mikla skip í blöðum. En nú er annað skip komið á flot, enn stærra, og það á líha að verða enn fullkomnara. Þessu skipi var hleypt af stokkunum á sama stað og »Queen Mary«, á skipasmíðastöð á Clyde-bakka, skamt frá Glasgow, nákvæmlega fjórum árum siðar, eða 27. september síðastliðinn, að við- stöddu íjölmenni. En Elízabeth Englands- drotning, sem skipið er heitið eftir, stýrði athöfninni og flutti þar ræðu. Og þó að ekki séu nema fjögur ár á milli þessara skipa, þá hafa orðið til svo miklar og merkilegar nýjungar á þessu stutta tíma- hili, að þetta þykir stórviðhurður í ver- aldarsögu tækninnar. Þetta nýja skip verður 85.000 smálest- ir að stærð (»Q. M. 81.000) og á »inu- réttingunni« að vera lokið á tveim árum. Það er raunar erfitt, að gera sér grein fyrir því, hve ferleg þessi skipshákn eru. Sá, sem þetta ritar, var að leggja af stað til Yesturheims frá Glasgow, fyrir rösk- um 25 árum. Hann var farþegi á 20 þús- und tonna skipi, og var siglt, sem leið liggur, niður ána Clyde, en á bökkum hennar eru hinar miklu skipasmíðastöðv- ar, þar sem þessi tvö skipsbákn eru bygð, sem hér getur um. En í þetta sinn, fyr- ir fjórðungi aldar, stóð á þurru, fullgerð- ur og tilhúinn að renna í sjó, skipsskrokk- ur einn ferlegur sem þá átti að verða stærsta og fullkomnasta fieyta heims og heita »Aquitania«. Tuttugu þúsund-tonna dallurinn, sem ég var á, var eins og smá- kæna, í samanburði við »Aquítaniu«, þeg- ar við rendum fram hjá skut hennar. Þetta var fyrsta furðuverkið, sem ég sá í þessari för, og það furðuverkið, sem mér er einna ógleymanlegast, — mér þótti jafnvel meira um það vert, að fá tæki- l’æri til að sjá þetta hákn, heldur en að sjá skýjakljúfana í New York og Chícago. Og þetta skip var þó ekki nema 55 þús- und tonn, — en nú eru þau orðin 30 þúsund tonnum stærri, skipin, og svo eru allar tækni-nýjungarnar, sem síðan hafa orðið til að auki. Hér skal nú reynt að lýsa nokkuð »fyr- irferð* þessa nýja skips, með fáeinum tölum: Lengd á milli stefna, 1030 fet, lengd »prómenade«-þilfars 724 fet, breidd 118 fet, dýpt (frá kili og upp undir þak þilfarsskála) 120 fet, en milliþilförin eru fjórtán. Framfaranna, sem orðið hafa á síðast- liðnum fjórum árum, á sviði skipabygg- inga, gætir ef til vill mest á þeira mikla mun, sem er á útliti þessara tveggja skips-skrokka. Þessi útlitsmunur er svo mikill, að tæplega er hægt að segja, að hér sé um »systurskip« að ræða, þó að það sé gert. Maður rekur strax augun í

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.