Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 33

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 33
HEÍMILISBLAÐIÐ 177 ENRICO CARUSO Eflip Theodór Árnason. Caruso — þetta nafn þekkist um alian heim, jafnvel upp 1 afdölum á íslandi, kemur það kunnuglega fyrir og lætur vel í eyrum (og það er eitt af mörgu, sem útvarpinu ber að þakka). Mönnum finst vera einhver sérstakur hljómur og dásamlegur í þessu nafni. Nafnið er þó, í sjálfu sér, ekki svo sérstakiega einkenni- legt, en ástæðan er sú, að þegar vér heyr- um það nefnt, setjum vér það ósjálfrátt í samband við fegursta og glæsilegasta sönginn, sem vér höfum heyrt. Og hvað er það þó, að heyra í útvarpið »Caruso- plötu«, hjá því að heyra til hans sjálfs og sjá hann, meðan hann var á lífi. Og svo er annað. Ég er að vísu ekki nægi- lega vel að mér, til þess að ég geti far- ið með fullyrðingar, en mér er nær að halda, að ekki njóti sín rödd hans, nánd- ar nærri til fullnustu, á þeim plötum, sem vér heyrum nú, í samanhurði við plötur hinna nýrri söngmanna, sem sung- ið hafa á þær eftir að upptökuaðferðirn- ar voru endurbættar. Caruso-plöturnar voru allar gerðar með gömlu aðferðun- um, sem nú eru orðnar úreltar, og þær plötur, sem þannig voru teknar, eru mikl- um mun lélegri, en hinar nýrri. Nú hafa þessar eldri plötur að vísu verið »tekn- ar upp« aftur, með nýju aðferðunum, þ. e. gömlu plöturnar hafa verið »spilaðar yfir« á nýjar plötur. En ég kem því ekki fyrir í kollinum á mér, að slíkar plötur verði sambærilegar við hinar, sem söng- mennirnir syngja á sjálfir og »teknar eru upp« með nýjustu aðferðum. Það er þess vegna, sem ég held, að hlustendur fái tæplega rétta hugmynd um það, livílík- ur afburða söngmaður Caruso var — hvað hann var guðdómlegur, ef svo mætti að orði komast. Caruso og Kreisler eru þeir inenn, sem mér verða minnisstæðastir allra þeirra manna, sem ég hefi séð og heyrt til á æfinni, og þau fáu augnablik, sem ég naut dásamlegrar listar þessara manna, eru unaðslegustu augnablikin, sem ég hefi lifað. Kreisler lifir enn, ferðast land úr landi og gleður menn og göfgar með undrafögrum fiðluleik sínum. Caruso er löngu dáinn (hann lést 2. ágúst 1921), en það eigum vér að þakka Edison og öðr- um hugvitsmönnum, að hann hættir aldr- ei að syngja. Enrico Caruso fæddist 1 Neapel á Ita- líu, 27. febrúar 1873. Foreldrar hans eign- uðust 21 barn, og var Enrico átjánda barnið í röðinni. En seytján börnin, sem fæðst höfðu á undan honum, höfðu dá- ið á unga aldri, svo að hann var ein- birni í nokkur ár. Og það lá við, að for- eldrum hans þætti það furðu sæta, þeg- ar það kom í ljós, að Eurico litli virtist ætla að verða sprækur og dafna vel. A bernskiíiárunum átti Caruso við svip- uð kjör að búa og önnur fátæk börn í borgum á Ítalíu. Hann var ástundunar- samur í barnaskólanum, en skaraði ekki fram úr að neinu leyti. En það er um hann sagt, að hann hafi verið frábœri- lega góður sonur og að hann hafi jafn- an sýnt foreldrum sínum dæmafáa um- hyggjusemi. Ungur varð hann að taka á herðar sér alla umsjá heimilisins, því að faðir hans var drykkfeldur og liélt sig mest á veitingahúsum. Enrico var móð- ur sinni ákaflega góður og hjálpaði lienni á alla lund, þvoði fyrir hana þvotta, og létti undir með henni við önnur hús- verk og fékk lienni svo að segja hvern pening, sem honum áskotnaðist. Sagt er, að það, live mjög þau hafi verið samrýmd, mæðginin, liafi mjög mót- að viðkvæint lundarfar drengsins. Sam-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.