Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 34
178
HEIMILISBLAÐIÐ
vizkusemi, stundvísi og reglusemi í hví-
vetna, voru listir, sem liann lærði á þess-
um árum og mótuðu síðar alt líf hans.
A götunni og í skólanum var hann
kátur og kotroskinn, og fann upp á ýms-
um brellum. Einkum mun hann oft hafa
reynst söngkennaranum í skólanum erf-
iður. Hann var þá með allskonar dutl-
unga. En það er svo einkennilegt, að á
slíkum dutlungum har aldrei, eftir að
Caruso fór að eiga mök við leikhússtjóra
og aðra þá, sem um hljómleika hans áttu
að sjá. En það er þó mjög títt, að söng
menn og söngkonur, sem mikið þykjast
eiga undir sér, eru mestu kenja-kindur
Fyrsti kennarinn, sem hann naut einka
tilsagnar hjá í söng, var Alessandro Fas
anaro, sem hrátt varð þess var, að dreng-
urinn hafði prýðilega rödd og taldi lík
legt, að hann myndi líka vera gædd
ur leikarahæfileikum. Þetta vakti svo
áhuga kennarans, að hann gaf móður En-
ricos eftir kenslugjaldið, 5 líra á mánuði
Caroso kom sér vel vegna þess, hve
prúður hann var í framkomu, og með
stakri ástundun tókst honum að vekja svo
á sér athygli, að hann varð fremstur ein
söngvari í kirkjukórnum. Sagt er að kenn
arinn lians hafi verið nískur maður, en
þó hefði það oft komið fyrir, að hann
véki að Enrico fáeinum lírum, að lokn-
um samsöngvuin.
Caroso var ekki nema tíu ára gamall
þegar liann varð að i'ara að vinna fyrir
heimilinu. Hann varð að hætta í skólan-
um og réðist sem lærlingur á vélavinnu-
stofu. Kaupið var tvö soldi á klukku-
stund.
En þó að hann yrði nú að vinna erf-
iða vinnu og hefði langan vinnudag, gaf
hann sér tíma til að halda áfram söng-
náminu, og sýndi þá þegar nokkuð af
því fádæma vilja- og vinnuþreki, sem
liann var orðlagður fyrir á fullorðinsár-
um. Hugur lians og hjarta var helgað
söngnum og hljómlistinni, og syngjandi
var hann seint og snemma.
Öðru hvoru var hann fenginn til að
syngja í veizlum eða við hátíðaliöld í
kirkjum. Hann átti í sér liinn heilaga
eld listamannsius, og aldrei var hann svo
þreyttur að loknu erfiðu dagsverki í
smiðjunni, að liann hafnaði slíkum tæki-
færum.
Hann var ákaflega glaðlyndur, svo að
jafnan geislaði af honum glaðværðin, hvar
sem hann var, og þó að hann ætti það
til, að vera dálítið kenjóttur, eins og áð-
ur er sagt, þegar söngurinn var annars
vegar, þá var hann mjög umgengnisgóð-
ur, og forðaðist jafnan stælur og illdeil-
ur, og þetta voru einkenni hans alla æfi.
En ákaflega var hann viðkvæmur fyrir
dómum manna. Það var þá og ein ástæð-
an til þess, að hann lagði sig altaf all-
an fram, lagði sig aldrei niður við kák
eða hroðvirkni, og gilti hann einu, hverj-
ir voru áheyrendurnir. Þetta er dygð,
sem mörgum væri liolt að taka sér til
fyrirmyndar og eftirbreytni.
Með söngnum áskotnaðist honum nokk-
ur aukageta, sem kom þeim mæðginum
í góðar þarfir. En það var fjarri því, að
líf hans væri leikur, og engum kom til
hugar þá, — lionum sjálfum ekki held-
ur, — að söngmentun hans leiddi til
þess, að hann gæti gert sönginn að lífs-
starfi sínu. Það voru hendingar, sem virt-
ust ráða örlögum Enricos, og alvöru-
þrungin var sú stund, sem úrslitunum
réði.
Hann hafði verið beðinn að syngja við
helgiathöfn 1 Neapel, 1. júní 1888. Car-
uso kom ekki og söngstjórinn þaut lieim
til lians, til að grenslast um, hverju það
sætti. Hann hitti drenginn grátandi og
sárhryggan. Móðir lians hafði veikst
skyndilega og hann vildi ekki fara frá
henni. En liún taldi hann sjálf á að fara
og drengurinn fór hágrátandi til kirkj-
unnar. Og síðar sagði hann, að þá hefði
hann sungið Guði lof og þakkargjörð af
hug og hjarta fyrir það, að hann hefði
gefið sér svo góða móðui. Og víst er það,