Heimilisblaðið - 01.10.1938, Page 36
180
HEIMIL'ISBLAÐIÐ
inn við leikhúsið til fjögra vikna. Þar
söng hann meðal annars í Rigoletto eft-
ir Verdi, og leysti það hlutverk svo vel
»af hendi«, að hann var síðan ráðinn til
Cairo, mánaðartíma, fyrir sex liundruð
líra, en það fanst honum, í þá daga,
geysilega mikil upphæð.
Nú hélt hann, að alt ætlaði að fara
að ganga að óskum. 1 Cairo söng hann
aðalhlutverkið í mörgum söngleikjum,
við góðan orðstír, og þegar hann kom
heim til Neapel aftur, var honum strax
boðinn samningur við leikhús þar vetr-
arlangt, með góðum launum. Ekki var
þó andstreymið enn úr sögunni. Ein-
hverra hluta vegna, sennilega helzt fyrir
það, að enn kom það fyrir, að fyrir brunnu
hjá honum háu tónarnir, náði hann ekki
hylli söngdómaranna. Þeir heltu sér yf-
ir liann miskunnarlaust, og hann varð
að hverfa frá leikhúsinu, áður en liðinn
var ráðningartíminn.
Leið nú langur tími svo, að hann fékk
hvergi fasta stöðu. Og honum ltið illa.
Hann var altaf að glíma við háu tón-
ana, og nýr kennari, Lombardi að nafni,
sem hann stundaði nú nám hjá, lagði sig
allan fram um að sigrast á þeim erfið-
leikum sem það olli Caruso, að verða
öruggur á þeim. Alt, sem vitað var um
andardráttar-»teknik», var reynt á Caru-
so. Og með fádæma elju og þrautseigju
af beggja hálfu, kennara og nemenda, tókst
loks að vinna hug á þessum kvumleiða
ágalla. En Caruso liélt þeim hætti alla
æfi, þegar hann var að syngja á söng-
eða leiksviði, að hann bjó sig undir háa
tóna þannig, að hann stóð gleitt á leik-
sviðinu og laut höfði, en um leið og tónn-
inn myndaðist, hreinn og öruggur, kast-
aði hann aftur höfðinu, og horfandi liátt
fylti liann síðan salinn hinum dýrðleg-
ustu tónum, sem nokkurntíma hafa heyrst
úr karlmannsbarka.
Eftir þetta erfiða tímabil, komst Caru-
so loks að leikhúsi í Livorno, og taldi
hann, að þar hafi hann fyrst notið sín
og þar byrji listamannsferill hans, sem
er einhver hinn glæsilegasti, sem sögur
fara af. Tónskáldið Puccini hafði þá ný-
lokið við söngleik sinn »La Boheme« og
þar fengu notið sín allir beztu liæfileik-
ar hins unga söngvara, — og þar kynt-
ist hann konu þeirri, er síðar varð eig-
inkona hans, Ada Giachetti, sem var einn
leikandinn.
Upp frá þessu fór Caruso að ganga vel.
Hann vann hvern stórsigurinn á fætur
öðrum, söng sem gestur á leikhúsum víðs-
vegar á Ítalíu og atvinnutilboðum rigndi
yfir hann. öfundsýki og ýmiskonar and-
úð af skyldu tagi, átti hann við að stríða.
En með dásamlegum söng sínum, ágæt-
um leikarahæfileikum og ekki sízt með
dæmafáu glaðlyndi og glæsilegri og ljúf-
mannlegri framkomu, óx hann fljótlega
upp úr allri andúð og öllum smásálar-
skap þeirra, sem höfðu hug á því, að
draga úr vinsældum hans. Meðal annars
fékk liann tilboð frá Rússlandi um sex
þúsund líra þóknun á mánuði, fyrir að
syngja á keisaralega söngleikahúsinu í
Pétursborg.
Hann lagði ákaflega mikið á sig og
varði öllum stundum til þess að læra
ný og ný hlutverk. Hann var glaðvær,
eins og áður segir, og mjög látlaus 1 allri
framkomu, svo að aldrei varð þess vart,
að hin mikla frægð hans stigi honum til
liöfuðs.
Næst ber það til tíðinda, að hann ræðst
1 söngferðalag til Suður-Ameríku, — og
nú er þóknunin komin upp í 45.000 líra
á mánuði, — og í Buenos Aires lá við
að hann ærði fólkið.
Þegar hann kom heim aftur, til Italíu,
var honum fagnað vel og söng hann nú
um skeið í ýmsum leikhúsum, en alltaf
hélt hann áfram að bæta við sig hlut-
verkum og er sagt, að þegar hann hætti
að syngja, hafi hann haft á söngskrá sinni
rúmlega sextíu stór óperuhlutverk, og er
það fádæma mikið, og ekki var nóg, að
geta sungið ítölsku textana, heldur varð