Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 44

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 44
188 HEIMILISBLAÐIÐ Korpu,s Júris hafði gengið út úr stof- unni, en kom nú inn aftur með kápu og hatt Andreu Margrétar. »Eigum við þá ekki að halda af stað?« spurði hann. »Ætla,r þú ekki að koma með okkur, Emma?« spurði Andrea Margrét. »Ja -— ég veit ekki. Ætlið ]íér að verða samferða, Kristófer?« »Ég er þreyttur«, svaraði Gamli, — »mig langar meir til að sitja heirna hjá foreldrum yðar«. »Kris.tófer er góður maður«, sagði prest- urinn; »hann lætur sér ant um okkur, gamla fólkið. Þið hin hugsið ekkert um ann- að en að spjá.trungast og leika fíflaleiki — við gamila fólkið megum ykkar vegna sitja heima og láta okkur leiðast«. Emma sagðist þá ætla nð vera heima. »Kærðu þig ekkert fyrir þetta«, sagði presturinn; »farðu bara; hig langar hvort sem er svo mikið til þess^. Eh; Emmu virtist ekki langa til að íara með okkur. Hún settist við hliðina á Gamla og ætlaði að fara að taka sér verk í hönd; en þá sagðist Andrea Margrét ekkert fara, ef Emma vrði ekki samferða; lét þá Emma undan, einkum þegar við Korpus Júris lögðum báðir að henni líka. Eg flýtti mér að bjóða Andreu Margréti að leiða hana, en. Korpus Júris varð hlut- skarpari — hann varð líka á undan með tilboð sitt. Mitt hlutsskipti varð því, að leiða Emmu — og ég þurfti ekki að iðrast skiptanna. Það gat varla heitið, að ég hefði talað eitt e'nasta orð um daginn, en nú náði ég mér niðri aftur. Snjórinn marraði undir fótum okkar, og frost var mikið; en v’ð hliðina á henni Emmu gleymdist mér brátt ísinn, kuld- inn og snjórinn. Viðræða hennar var þrung- in mildi og blíðu; hún kom ætíð svo vel orðum að hugsunum sínum, en þær voru hreinar cg fagrar, eins og mánageislarnir. Það var eins og alt, sern hún talaði um, yrði hafið á æðra andlegt ,stig, þar sem öll misklíð og alt. óhreint og lágt hyrfi. Margt benti hún mér á — margt, sem ég hafði aldrei veitt eft:rtekt; áður; og það var ekki aðeins, að ég sæi það; nei, ég sá t það líka í alt öðru ljósi, en ég annars myndi hafa ,séð það. Iiún sá ætíð undir óhrein- um og hrufóttum hjúpnum e'nhvern. gim- stein, sem enginn annar tók eftir. Loksins fórum við að tala um Gamla, og ég undr- aðist, hve innilega cg blíðlega henni lá orð til hans. Gamli hafði ætíð verið eins og álengdar frá. mér; ég hafði eigirlega aldrei gert mér grein fyrir tilfinningum mínum gagnvart honum, eða framkomu hans gagn- vart mér: við voium bræður, og svo var ekkert verið að fást um það frekar. Mér þótti vænt um hann; en ég hafði aldrei orðið var við neitt aðdáanlegt, í fari hans. öðru máli var að gegna, þegar Emma fór að tala um hann; það var því líkast, sem hún héldi, að hann væri einhver æðri vera. Hún ætlaði aldrei að verða búin að dá- sama hann: Hann sæi hið æðsta, og feg- ursta í hverju einu, hann væri stór-ment- aður og hjarta hans væri ætíð reiðubúið f að miskunnai sig yfir þá, ,sem bágt ættu. En ég svaraði og sagði, að þrátt fyrir alla sína góðu kosti, þá væri þó Gamli mesti draumóramaður, og skeytti lítið um um- heiminn. »0g þetta leyfið þér yður að segjak sagði Emma, með slíkum ákafa, að mig rak í rogastanz; »þér fenguð þó sönnun fyrir því í dag, að hann hugsar um yður með ást og viðkvæmni«. »Hvernig þá?« spurði ég. »Eruð þér strax búinn að gleyma í hve mikilli angist, hann var yða,r vegna í kvöld. Og virðið þér einskis gleðí hans yfir þvi, að sjá yöur aftur?« »JÚ, það var nú svo dæmalaust, hátíð- legur atburður«, sagði ég; »hann hélt, að ég væri druknaður, svo það var engin furða, þótt hann gleddist, yfir að finna mig lifandi. Þannig hefði farið fyrir mér í hans sporum; og cettur mér þó ekki í hug, að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.