Heimilisblaðið - 01.10.1938, Page 45
telja mis neitt betri mann fyrir því. En
þér ættuð að kynnast honum hversdags-
lega: þá ei hann vís til að ganga um gólf
tímunum saman, án þess, að tala orð frá
munni«.
»Og eru það þá ætíð beztu og mestu
mennirn r, sem mest masa? Haldið þér, að
orðm tlgm skapi auðugt hjarta?«
»Nei, það held ég nú reyndar ekki, en
mér finst, að einstaka sinnum sé þó hægt
að tala saman, án þess að samtalið þurfi
að veia svo djúpsætt. Annars gætu menn
auðveldlega freistast til að steinþegja allan
daginn. Og ef hann ber svo mikla vizku
innanbrjósts, eirxs og þér hyggið — því
miðlar hann þá ekki okkur hinum dálitlu
af henni? öll hans vizka er þá ekki annað
en dauður og ávaxtalaus fjársjóður. ef
hann lætur engan njóta góðs af honum«.
»Hafið þ'r nokkurntíma farið fram á
þetta við hann, og hann neitað yður?«
Ég var nærri því orðinn hræddur um,
að ég hefðr gert Emmu reiða. Mér hafði alls.
ekki í fyrstu komið til hugar, að ráðast
svona, á Gamla; eni það er nú svona: þegar
vér heyrum einhverjum: hælt mjög mikið,
þá hættir oss við, að malda í móinn, benda
á lýtin, ef nokkur eru, og gera, meira úr
þeim, en vér í fyrstu ætluðum oss.
Nú vorum við komin út að kirkjugarð-
inum; cg við vorum, búin. að ganga, víst
tvisvar í kringum hann, án þess að ég tæki
eftir því. Rg staonæmdist og fór að horfa
í kringum mig; og Emma hefir máske hugs-
að, að hún hefði verið of áköf í hrósinu um
Gamla, því að hún stanzaði líka.
Andrea Margrét og Korpus Júris komu
á móti okkur hlæjandi og masandi. Þau
voru auðsæilega í kappræðu um eitthvað,
en þó í mesta bróðerni, því að þau hlóu
eins mikið og þau mösuðu. Eftir stundar-
korn voru þau komin svo nálægt okkur,
að við gátum heyrt orðaskil.
»Já, það átti hún að gera«, sagði Andrea
Margrét með ákafa; »ég myndi hafa gert
það sama í hennar sporum«.
»Hvaö?« spurði ég, því að þau voru nú
komin til okkar og stönzuð.
»Friðrik var að segja mér sögu um unga
fagra riddaradóttur, sem bjó í gömlum
kastala liinum megin við fjörðinn, og neit-
aði sjö biölum«.
»Nú — hví var hún að því?«
»T,1 þess að sýna þeim, að hún væri sjálf-
stæð, og g eti valið um biðlana. Eg myndi
hafa gert, það sama«.
»Svc-o«, sagði cg, cg dró það á eftir mér;
ég gat ekki annað; og svo þagnaði ég.
Við snerum nú baki að kirkjugarðinum
og héldum heim á leið. Svo sagði ég eftir
dálitla þögn: »Kannist þér ekki við kvæðið
»Rósasmá og Rosumamma«?«
»Jú, víst kannast óg við það«, sagði
Andrea Margrét, án þess, að gi una hvers-
vegna ég spyrði að þessu.
»Viljið þér ekki syngja það fyrir okkur?«
»Jú, með mestu ánægju«, svaraði Andrea
Margrét og var hálf h ssa á. þessari bæn
minni. En þegar hún var nærri því búin
með kvæðið, og ég tók undir hendinguna:
»Rósa varðsvo rjóð, eins og rennandi blóð«,
þá skyldi hún loksins, hvert ég hafði stefnt.
Samt, stansaði hún ekki, heldur söng kvæð-
ið á enda, og sagði svo: »Yöur likar víst
vel við þann herra Pétur?«
»Já«, svaraði ég hugsunarlaust.
»Því get ég vel trúað; en kannist þér þá,
ekki vió kvæðið um, hann Pétur vesaling?«
»Nei, það kannast ég ekkert við«.
»Jæja, þá skal ég syngja það fyrir yö-
ur«, — og hún söng þessi erindi:
»Hann Hans og hún Gréta dansa svo dátt
eftir diílandi h,ljómafalli;
en vesaíings Pétur læðist lágt
Líkur kríl. á vangann, á palli.
Hann Hanp og hún Gréta eru brúðhjón blíð
I blikandi fögrum klæðum.
En Pétur — hann nagar nöglur í gríð
1 nístandi betlaraslæðum«.
Síðan sneri hún. sér til mín og sagði:
»Hvernig lizt yður á þenna Pétur?«