Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 5
HEIMI LISBLAÐIÐ 25 hafa aukist. stórum, bæði meðal svertingj- anna sjálfra og sömuleiðis milli svartra manna og hvítra og með þeim hætti hefir sýkin breiðst út með sýktum svertingjum. I fyrri daga gat enginn svert.ingi yfir- gefið ættbálk sinn og gengið inn í að'ra ætt- bálka; átti hann þá annað hvort á hættu að vera etinn af mönnum eða gerður að þræli. Af þessu sambandsleysi milli ætt- bálkanna leiddi það[ að sýkin var tak- mörkuð. En nú eru fjörugar samgöngur orðnar milli svörtu ættbálknanna og sömu- leiðis hafa hvítir menn mjög tekið svarta menn í þjónustu sína og ferðast víðsvegar með þá. Petta tvennt. hefir mjög greitt fyrir út- brei. slu rýkinnar úr einu héraðinu í annað. Menningin hefir því í þessu tiiliti reynst tvíeggjað s.verð. Svefnsýkin er aðallega í Mið^-Afríku. En hin sýkin, Nagana, sem sami sýkill veld- ur (trypanosom), og Tsetse-ílugan. ber rneð sér, er sérstaklega útbreidd í Suðaustur- Afríku. Þær skepnur, sem sýkjast, svo sem hestar og búfénaður, megrast ákafa fljótt, og verða svo máttvana, að þær geta varla hreyft sig og verða lama í öllum útlimum, fá bólur og kýli og deyja éftir fáar vikur, þó að lífið geti stundum treinst svo mán- uðum skiptir. Hestar drepast allt. af, sem fá sýkina, en naut og sauðir læknast miklu fremur, þó að margt farist. Fyrst varð vart. við þessa tæringu í Suð- ur-Afríku. Hún stefndi þar stigu fyrir landnámi bæði svartra manna og hvítra. Hestar [eirra, og búfénaður allur hrundi niður. Olh það einatt hungursneyð hjá svertingjum, er búfénaður þcirra stráfél] úr sýkinni. Það var þá þegar kunnug't, að Tsetse- flugan var hér að verki með milligöngu .sinni; forðuðust menn því að leggja leið sína urn kjan sk.'gana fram meö fljótun- um, því þar átti broddflugu-fjári þessi sér- staklega heima; urðu ferðamenn því aö fara matga og langa króka og tafði það mjög farir þeirra, stundum svo mánuðum skipti. Tsetse-flugan og Nagana-sýkin voru hinir miklu og óyfirstíganlegu þröskuldar í vegi fynr framrás menningarinnar í Suð- ur-Afríku. En 1896 kom þar upp ógurleg kvikfjárpest; dóu þar naut og sauðir s,vo milljónum skipti. En ekki var það Nagana-sýkin. En þegar sú fjárpest var um garð gengin, þá urðu hvítir menn þess varir gér til mikillar undrunar og gleði. að Ts.etse-flugan var farin og Naganasýkin um leið. Síðan hefir Suður-Afríka verið laus við þá sýki. En enginn veit. neitt með vissu um það, hvers vegna broddflugan hvarf á þessari pestaröld; því að vel gat hún sogio blóð úr villidýrum, þó að búféð dræpist. En Naganasýkin gengur um Zúiuland, Rhodesíu, og lönd Portúgala og Englend- inga í Austur-Afríku, allt norður til Abess- iníu og er það svæði mörgum sinnum st erra en öll Norðurálfan. I Tanganyika — nýlendunni, sem er f jór- um sinnum stærri en England, eru tveir þriðju partar undir plágunum hvoru tveggja, Naganasýki og svefnsýki og flug- an er allt af að breiða þær plágur þar víðar út. Svertingjarnir þar, sem búfjárrækt hafa, eru svo hræddir við Naganasýkina, að þeir reka búfé sitt til annara héraða; en á einu ári er landið, sem þeir flýðu, kjarri vaxið á ný og frumskógi. Svo er gróður- magn jarðarinnar mikið í Afríku. 1 Aust:- ur-Afríku er jafnstórt svæði og Pýzkaland óhæfilegt til kvikfjárræktar, sakir Nagana- sýkinnar. Og svona mætti lengi telja. En af þessum sökum ætlar það að reyn- ast. nærfelt ókleift að hagnýta þriðjung af ræktunarlendi Afríku. Hvergi hafa Norð- urálfumenn átt við meira ofurefli að etja í landnámi sínu og í Afríku. Því að þrátt fyrir allt, sem gert hefir verið til að eyða flugunni cg diepa sýklana, með lyfjum, þá má þó segja, að heldur hafi miðað aftut á bak en afram með að .stemma stigu frrir þessari landplágu. En baráttunni er lát-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.