Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 19
 HEIMILISBLAÐIÐ Pílagrrímur á ferð um Island. Jc'hann Baptiste Miiller heitir hann þessi einkennilegi ferðalangur. Hann er frá Ros- enheim í Bæheimi, var þar bóndi, varð fyrir þeirri þungu sorg' að missa konu sína, hann yfirgaf þá búskapinn, og tók þátt í stríðinu 1914—1918. Helgaði síðan líf sitt heilögu málefni. Hann tókst ferð á hend- ur til Landsins helga, með trékross, sem vóg 33 pund á herðum sér, vildi hann ,sýna með þessu að enn væru til pílagrímar, sem vildu taka upp sinn kross og ferðast til Land&ins helga. Þangað kom hann og reisti krossinn á fjallinu Tabor. Hann telur nú heimili sitt. í Jerúsalem. Hann hefir víða um heim ferðast. og ber á, brjósti sér mörg minnismerki frá þessum ferðum. Hér á Is- landi hefir hann dvaljð í nokkra mánuði og mun hafa í hyggju að ferðast eitthvað hér, hefir þegar farið austur að Geysi. Hann er 64 ára gamall, og ætlar að koma til Jerúsalem úr þessu ferðalagi árið 1950. Héðan mun hann ætla til Bretlandseyja. Fylgi honum blessun Drottins hvar hann fer. 39 Ei líkur honum ueinn. Eftir Philip biskup Brooks. Hann var fæddur í litlum og lítið kunn- um bæ. Sonur fátækrar konu. Hann óx upp í smáþorpi og vann á trésmiðsverkstofu þar til hann var þrjátíu ára, og s.vo var hann umferðakennari í þrjú ár. Hann skrif- aði enga bók og var aldrei í launuðu em- bætti. Hann átti aldrei neitt. hús, var ekki fjölskyldumaður og gekk heldur ekki á neinn skóla. Hann ferðaðist aldrei tvö hundruð mílur frá, fæðingarstað sínum og hann framkvæmdi hsldur ekki neitt af þeim verkum sem í vanalegum skilningi eru til mikiLmenna talin. Meðmæli hafði hann frá engum nema sjálfum sér. Hið eina sam- band hans við heiminn var hinn guðlegi manndómur hans. Þegar að hann var enn á unga aldri snerist almenningsáþtið á móti honum. Vinir .hans yfirgáíu hann og einn þeirra vildi ekki við hann kannast. Hann var færður í hendur fjandmanna sinna. Látalætis yfirheyrsla var haldin yfir hon- um. Hann var negldur á kross á milji tveggja óbótamanna. Á meðan að hann háði dauðastríðið, köstuðu böðlarnir hlut- kesti um þann eina mun sem hann átti — kirtilinn hans. Þegar að hann var látinn var hann tekinn niður af krossinum og lagður í gröf, sem einn af vinum hans lán- aði af vorkunnsemi. Síðan þetta skeði, hafa nítján langar ald- ir komið og farið. En i dag er hann hjarta- pupktur vona vorra, og leiðtogi fegurstu hugsjóna mannanna. Það er langt frá, að ég taki of djúpt í árinni þegar ég segi, að allar stríðsfylkingar, sem til orustu hef- ir verið stefnt, öll herskip, sem smíðuð hafa verið, öll löggjafarþing, sem saman hafa komið og aílir konungar, sem að ríkjum hafa setið, hafa ekki til samans haft eins m,ikij áhrif á líf mannanna eins og þessi eina persóna. »Sameiningin«. J. J. Bíldfelí. Amtsbókasafnið á Akurevri 1111 II 08 013 643

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.