Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 20
40 HEIMILISBLAÐIÐ Æskuvorið. Æskuvorið flýr svo fljótt fyrir kaldri hélunótt, áhyggjan með' öllum þunga ótta slær á fólkið Wiga, lamar allan lífsins Iyrðtt. Æskusyndir scetar valda, sárt við megum þeirra gjalda. Ungi vinur, hvert skal halda, hvert er gegn því bóli ráð? Eitt, sem dugir: Drottins náð. Gef I>ig ungan Guði þánum, Guð er trúr og jijáipar sírnm, svo að æskan eigi bliknar eða fyrir þrautum kiknar heldur eykst tii enda dags —- œvi þinnar sólarlags. 1 ríki Guðs er eilif œska, æskan er hans — föðurgæzka. B. J. Ellimörk æskunnar. ÆsJculýður ellimóður, eins og sölnuð strá -— slíka œsku, Guð minn góður, grátiegt er að sjá. — B. J. Skrítlim Þjónn (kemur inn): »E>að er betlari hérna uti fyrir, sem segii að sér sé kalt«. Húsbóndinn: »ó, aumingja maðurinn. Kg veit. ekki, hvað við geturn gert fyrir hann. Viltu ekki reyna að siga á hann h,undunum, svo að hann fái. sér hlaupasprett og hitni við það?« A. (mælir fyrir minni kvenna. í fjölmennu sam- sæti): »Og nú vil ég benda ykkur á að líta á veggina i j.essum stóra sal, sern við erum stödd í. Þar eru margar og fagrar myndir. En hvað eru þau málverk i samanburði við þau, sem sitja hér á meðal okkar við borðin«. 1. skipstjóri: xl-Ivei-s vegna léztu skipið þitt heita, í höfuðið á konunni þinni«. 2. skipstjóri: »Ég gerði það af.þvi, aö það er svo margt líkt með þeim. Skútan er skrambi iagleg að sjá, en það er illt að stjórna henni«. Bóndi nokkur kom til málafærslumanns, bar sig mjög hörmulega. og mælti: »Hér hefir viljaö til mikið slys: mannýgt naut, sem ég á, hefir stangað einn af hestunum yðar til bana. Hvernig á ég að fara að bæta yður þennan skaða?« »Þér eigið að láta mig fá einn af yðar h.estum i stað- inn«, svaraði málafærslumaðurinn. »Já, það er ekki nerna rétt og sanngjarnt«, mælti bóndinn. »En — mér varð mismæli áðan. Það var yðar na.ut, sem drap einn af heslunum mínum«. »Nú — já«, svaraði málafærslumaðurinn og kom hik á hann og fát nokkurt, »það gerir nú stryk i reikninginn; ég verð að rannsaka það betur, og ef — og ef --«. »Og ef —«, greip bóndi fram í, »ég held að ekkert »ef« hefði þurft að komast hét að, ef þér væruð eins fús á að gera öðrum rétt og þér eruð fljótir til að h.eimta það af öðrum«. Tveir kunningjar mættust á föinum vegi. »Hvers vegna' liggur svona illa. á þér?« spurði annar. »Það er full ástæða til þess«, svaraði hinn; »einn af beztu vinum mínum var hengdur hérna um daginn«. Fyrir hvað?« spurði hinn fyrrnefndi. »Ja, það var nú ekki fyrii mikið«, svaraði hinn. »Hann gerði ekki nema það, sem bæði ég og þú og h,ver annar hefði gert í hans sporum. Hann fann beizli á förnum vegi og tók það upp«. »Hvað þá? Ekki annað?« spurði hinn fyrrnefndi. »Það er hart að vera hengdur fyrir það, þó maður taki upp beizli«. »ójá, víst er það, kunningi. En ef ég á að segja þér eins og er, þá var víst bund- inn hestur við annan endann á beizlinu«. Anna (eftir deilu við mann sinn): »Þú sagðir oft, áður, þegar við vorum nýgift, að eg ætti engan minr. líka meðal kvenna,«. Árni: ».Já, og ég hef þá skoðun enn, þótt í ann- ari merkingu sé«. Húsfreyin (við mann sinn): »Skárri er það nu frekjan! Favinn að kyssa vinnukonun?. fyrsta dag- inn, sem hin er í vistinni!« Maðurinn- »Það er betra að hafa fyrra fallið á því, því að enginn veit, hvað lengi hún tollir í vistinni hjá þér!« Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.