Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 14
34 HEIMILISBLAÐIÐ Inga Ijósmóölr, Eitir Hcnriettu frá Flatcy. VII. ÆskuratmSr. sVmdraums að njóta, meini maður enj;'i, því i.ior’gunrósar blómatið er naum, vort hugar-Eden, h.iminsœlu gengi, er horfið burt með þessum fagra draum . (Stgr. Th. þýddi). Ing'a var búin að vera fimm vikur á HyrningsstöSum. Margréti heilsaðist seint, og Sæunn beiddi Ingu að vera hjá sér sem lengSit. Heim féll svo vel hverri við aöra, og samlíf þeirra hjónanna var svo gott. og blítt að það breiddi vorblæ yfir heimilið. Eitt kvöid um háveturinn sátu þ.rr tvær einar inni í rökkrinu, því Stefá.n var með bezta móti og var úti við gegningar. Barst. þá talið að Dóra litla og mcður han,s. Sagði Sæunn Ingu margt um það efni, sem hún aldrei hafði minnst á áður við, nokkurn mann. »Eg á inynd af föður hans«, sagði Sæ- unn, »þaó var hið eina sem Björgu tókst að bjarga, þá er hún braut liamingjufley sitt, — og hárlokkur. Veslings saklausa stúlkan! Hún hugði sig vera heithundna þessurn manni, og fórnaði honum öllu, jafn- vel því, sem okkur öllum er helgast, og' svo reyndist hann, svo lúalegur óþokki aó neita henni, þegar henni lá mest á hjálp hans, og gat ekki lengur unnið fyrir sér. Var hún svo send blásnauð og vanvirt á arma hreppsnefndarinnar hérna. — Já, sá tók nú tillit til, ástæðna og tilfinninga! Skrattinn fjærri mér! — En nú skal ég sýna þér myndina«. Sæunn gekk út úr herberginu. Inga beið. Öljós grunur læsti sig' um sál henrar, veik- ur að sönnu, en þó sló hjarta hennar hrað- ara venju. Sæunn kom með myndina,. Inga teygði sig út að glugganum t.il að sjá. betur. Hún leit augnablik á myndina. Allt hring- snerist fyrir augum hennar, og. svo leiö yfir hana. Þegar hún raknaði við lá hún upp í rúm- inu, en Sæunn sat á rúmstokknum með áhyggjusvip. »Lío'ur þér nú betur?« spuröi hún. Inga reyndi að á.tta sig. »Mér er að verða svo fjarskalega heitt á höfðinu«, sagði hún. Hún hálfsettist upp. Blóðio steig henni til höfuðsins. Hún varð eldrauð í framan, og tók báðum höndum um höfuð sér. Sæunn vætti klút í sýru og lagði á enni hennar. Við það lótti henni mikið í höfðinu, en hún var alveg utan við sig, og gat ekki fest hugann við neitt annað en það að mvndin var af sama manninum og hún átti mynd- ina af, og sama skriftin, aðeins var ártalio tveimur árum áður. Þau höfðu þá bundist heit.um, Þetta var cþolandi. Hann, sem hafði svarið þess dýran eið, að hún væri hin fyrsta og eina, er hann hefði elskað, og myndi elska. Iíún studdi hönd á enni sér og stuncli af ofraun. »Ertu lakaíi?« spurði Sæunn. Rómurinn var hvellur. Hún var að komast í geðshrær- ing af meðaumkvun. / Halldór litli hafði læðst inn. Hann kom nú að rúminu, lagði litlu hendina sína á vangann á Ingu og sagði blíðlega: »Er þér illt, el,sku Inga mín?« Honum var farið að þykja vænt um hana. Inga lirökk upp að þili. Rómurinn. var svo líkur rómi föðursins. »Lát,t,u stúlkuna vera, Dóri minn! Farðu fram fyrir«, sagði Sæunn, alvarlega. Tár komu í augu Dóra. »Get ég þá ekk- ert gert fyrir þig, Inga mín?« sagði hann, »vantar þig ekki eitthvað? Á ég að sækja þér að drekka?« Inga sneri sér til hans. Hún tók um hönd drengnum, og kyssti hann á ennið. Svo

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.