Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 6
26 HEIMILISBLAÐIÐ laust haiui-ð áfram gegn þessari eyðingu. Fluga þessi eða öllu heldur flugutegund- ir, því að hér er um fleiri en eina tegund að ræoa, lifir því nær eingöngu þar sem eru ti'é, runnar eða kjörr. I eyðimörkum né á skóglausum gresjum. hafast þær ekki við. Sú tegundin, sem ílytur svefnsýkilinn, á aðallega heima í frumskógabelti Afríku; en sú, sem veldur Naganasýkinni hefst. viö á grassléttunum (Savannas) þ. e. gresjum með strjáh’ngs-trjám og kjarri í Suður- og Austur-Afríku. Margt hefir veriö gert og er verið að gera til að útrýma flugunni. Aðalráðið er að reyna að drepa svo mikið af .henni, sem unt. er, með því að veiða þær með ýmsum ráðum, eyða kjarrinu, þar sem þær hafast helzt við, eða eyðileggja jarð- veginn, þar sem þær leggja lirfur sínar, svo að. þær geti ekki aukiö kyn sitt, og svo enn fremur að fjölga þeim skepnum, svo sem fuglum, sem éta þær eða lirfur þeirra. . Og fy.rir fram gæti mörgum sýnst það óvænlegt að ráðast. í að útrýma, svo aö nokkru verulegu nemi, flugnategendum, sem e’ga heima á þriðjungi af landi Af- ríku, ólÖlulegur grúi. En þá má þó benda á það, að tekist hefir að útrýma mývargi þeim, sem olli hinni cviðráðanlegu Malaria- sýki, ,s\o ógurleg sem sú sýki er. Þýzkum efnafræðingi hefir tekist að framleiða lyf, sem drepið getur sýkilinn, sem svefnsýkinni veldur, ef sýkin er a lágu stigi, auðvitað er það mikil framför. En þá er þess að gæta, að Afríka er víð- áttumikil heimsálfa, að það verða æðifáir af öllum þeim, sem svefnsýkina taka, sem komist geta undir læknishendi á, spítala. Svefnsýkin geysar tálmunarlaust víðar og víðar meðal svertingja-flokkanna, og gegr. Nagana-sýkinni, sem legst á kvikfé þeirra, C"u er.g’n réð fundm. ííi .i.ivaxna, .. ógráa '. seæe fiuga flýg- ur sí g f á ma.ini lil mai ns og frá einni s' epnu iil anrarar og spýr banvænum sýk’um inn í blóö manna og dýra. Er,k M. Pou sen. Lyftu upp krossi þínum, Desús Viltu ekki lyfta upp krossi þínum, Frels- ari minn, svo ég sjái hann aha æfidaga mína? Þegar kærleikur minn til mann- anna, sem er einn þátt.ur spunninn í lífi mínu, kólnar. Þegar trúin, sem er lífakk- eri sálu minnar, örmagnast. Þegar auga mitt, sem á að fagna af Ijósi himinsins, leitar að lágum hlutum jarðar. Þegar von mín, og lífsgleði, sem er ljóskyndill vina minna, fötnar á einni hélunótt, Þegar sand- urinn í stundaglasi lífs míns er að renna út, og iótur minn, gamall, þreyttur og stirður, skrikar í þungum sandi jarðar. Þegar stormarnir æða og bylgjurnar rísa hát.t, cg mér förlast sundið í holskeflum hörmunganna. Viltu þá, Jesú minn og Frelsari, iyfta hátt krossi þínum? Fyrir krossi þínum veröa cll skeyti sálarmorð- ingjans áhrifalaus. Ef ég horfi á kross þinn, fölnar ljómi syndarinnar og ilmur hennar verður andstygð. Ef ég horfi á kross þinn, glæðist og vermist. ljós trúar- minnar, og von mín, lyftir höfðinu frá koddanum. Ef ég kem auga á, krossinn þinn, er ckki nema steinsnar að strönd lífsins og frelsun mín stendur með út- breiddan faðminn á ströndinni. Mibt við andlát augum fyri-r wAnum upp, minn Drottinn, lialtu krossi þínum. Gegmun myrkrið lífsins Ijós ad sjá leyf mé‘\ góði Jesú. Vert mér lijá. Þegar hinn botnlausi dalur dauðans verð- ur barmafullur af rnyrkri og hrolli; þegar hjarta mit.t er að gefast upp og síðustu æðaslögin óma eins og brostinn fiðlustreng- ur; þegar auga mitt, sem ljómaði af feg- urð lífsins. dökknar og förlast og brestíur af blindu dauðans; þegar óttasleginn fótur minn á. að fara að fa"a í langferð um ó- kunna landið; þegar sál mín verður hand- tekin og leidd fyrir dómstól h’fgjafans, tii þess að standa fyrir máli sínu og bíða dóms; þegar lífsstarf mitt allt, orðog gjörð- ir, veróur lagt í gullskálarnar og léttvægt

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.