Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 12
32 HEIMILISBLAÐIÐ sæti, Kristófer?« sagði Andrea Margrét, og velti fi'am smjörkvarteli. Og' þar sett- ist Gamli iafn alvarlega og hátíðlega, eins og honum hefði verið boolið til sætis í gló- andi gullstól. Emma hað okkur að flýta okkur, svo við gætum komist inn aftur sem allra fyrst. »Nei, Kristófer verður að fá sér eitt mjaðarg]as«, sagði Andrea Margrct. Og við bræðurnir undum okkur svo dæmalaust vel þarna, að allar áminningar Ernrnu, urðu árangurslausar. Og svo settist Emma líka og kærði sig kollót.ta. »Já, ég held að þér líði bærilega Kristiv fer«, sagði Korpus Júris; »þú lest og lest og lofar okkur að skemmta gestunum«. »Þegar samræðan getur hvorki orðið til gamans né gagns«, sagði Gamli; »þá er bezt að þegja og bjarga sér, eins og bezt. geng- ur«. »Já„ það er líka dagsanna«, sagði Andrea Margrét. »Ég vildi að Kjeldborgsfjölskyld- an hugsaði svona; þá væri aumingja fólkið ekki að heimsækja okkur, og þá væri eng- in hætta á, að kvöldið yrði leiöinlegt, eins og nú lítur út fyrir, að það verði«. »Þetta máttu ekki segja«, sagði Emma; »þetta er bezta fólk, þegar það er at.hugað frá rétt.um hliðum«. »Jæja, þá hefir mér aldrei tekist að at- huga það frá réttuir. hliðum, því að mér hefir ætíð fundist það voðalega leiðinlegt fólk; og í kvöld tekur þó steininn úr — er það ekki satt, Nikolaj?« Ég samþykkti það í hjartans einlægni; en Emma hélt áfram: »Þér er þó kunnugt. um, að það eru fá.ir eins góðgjörðasamir við fátæklinga, eins og Kjeldborgsfólkið; og þegar ógæfan steðjar að einhverjum aum- ingjanum, og pabbi er í ráðaleysi með aö hjálpa, þá þarf hann. ekki annað en að snúa sér til Kjeldborgs — þar er hjálpin ævin- lega viss. Hann lætur aldrei neinn synjandi frá sér fara«. »Já, þetta er nú allt gott og blessað; en aumingja fólkið verður ekkert skemmti- legra fyriv það, ef það hefði vit á að sitja lieima, eöa að minnsta kosti, kæmi ekki hir.gaðj, þegar aðrir gestir eru komnir til okkar«. »Og svo ættir þú að hugsa um það, hvc annt þau láta sér um okkur, og hve inni- lega þau taka þátt í sorg okkar og gleði. Ertu búin að gleyma því, þegar þú lást, í fyrra vet.ui — þá sendu þau. á hverjum degi til að vita hvernig þér liði. Ég held annars, að það sé sjaldgæft, jafn innilega brjóstgott fólk, eins og Kjeldborgsfólkiö«. Mér fannst ég enn þá finna innileikann í lófat.aki bóndans, og mér fannst hálft um hálft, að Emma hlyti að hafa á réttu að standa; og ásetti mér að reyna hvað ég gæti t.il. að fjörga fólkið. I sama bili kom prestskonan. »Nei — nú hefi ég aldrei vitað annað eins á æfi minni!« sagði hún; »þið sitjið þá ölj hérna frammi i búrinu! Og þið líka Emma og Andrea Margrét! Já — það er dálagiegt. — og' nú situr pabbi ykkar einn inni hjá fólkinu«. »Já — við komum — við komum«, sagði Andrea Margrét. — Og svo héldum við aft- ur inn í stofu. Þar var þögn — dauðaþögn. Bóndinn var orðinn uppgefinn af því að tala um hest- ana og presturinn var orðinn uppgefinn af tilraunum sínum, að reyna að snúa sam- ræðunum í aðra átt. Þeir sátu báðir stein- þeg'jandi og púuðu og púuðu, eins og þeir ættu lífið að leysa. Dæturnar sátu hreyf- ingarlausar, eins og kóngsdæturnar, þegar þær voru orðnar að steinum, í æfintýrinu um töfrahöllina. »Nú — þá komið þ’ð loksins þarna!« hróp- aði prestui'inn, þegar við komum. »Hvaðan komið þið? Þið hafið þó vænti ég ekki, aft- ur farið að leika ykkur í hæn---------«. »Ég var að snúast í ýmsu, frammi í eld- húsi«, greip Andrea Margrét fram í fyrir pabba sínum, og flýtti sér mikið. Síðan var tevélin látin á borðið og við fengum öll te. Eg varð teinu óvanalega feginn — sá, tími liði þó einhvernveginn. En, allar tilraunir mínar til að fjörga fólkið, urðu gersamlega >

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.