Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 18
38 HEIMILISBLAÐIÐ 9 Smávegis um Sumarid 1889 hittust þeir fyrst Mark Twain og’ Rudyard Kipling. Kipling, sem þá, var orðinn alþekktur sem rithöfundur, var á ferðalagi kringum jörðina, og á leiö sinni. gegnum Bandaríkin heimsótti hann Mark Twain. Heimsókninni lýsti Mark Twain síðar í eftirfarandi orðum: >>Kipling dvaldi fáeina tíma hjá mér, og endaði það með, að ég gerði hann næstum eins undrandi, eins og hann mig. Ég held, að hann hafi vitað meira en nokkur ann- ar maður, sem ég hefi nokkurntíxna hitt. og ég vissi, að hann vissi, að ég vissi, minna en nokkur annar maður, sem hann hafði nokkurntima hitt - þrátt fyrir það, að hann segði það ekki, sem ég bjcst hekíur ekki við, að hann mundi gera . . . Hann e: mjög merkileg'ur maður, og þaö er ég líka. Við deilum milli okkar allri mannlegri vizku. Hann veit yfii'leitt allt, sem maóur getur vitað, en ég veit hitt«. ★ Hinn kunni enski stjórnmá'amaður Lloyd George er þekktur fyrir f.yndin tilsvör í ræðustóli. Á kosningafundi í stóru fundar- húsi skeði það- einu sinni, að kastað var múrsteini inn um gluggann, einmitt er Lloyd George hélt ræðu. Án þess að hika beygði hann sig niður, tók múrsteininn upj og sagði: »Sjáið, herrar mínir! Petta eru einu röksemdir andstæðinga vorra!« Á öðrum kosningafundi talaði Lloyd Ge- orge um. sjálfstjórnar-hreyfinguna. »Ég vil að England hafi sjálfs,tjórn«, sagði hann, »Skotland hafi sjálfstjórn, Wales hafi sjálf- stjórn og Irland hafi sjálfstjórn«. Þegar hann hafði sagt jxitta hrópaði einn áheyr- endanna: »Já„ og að helvíti hafi sjálí- stjórnk »Rétt!« svaraði Lloyd George und- ir eins, »hver maður vill hafa sjálfstjórn fyrir sitt land!« lannaðsinn greip andstæðingur Lloyd George fram í fyrir honum, í eyndi aö ha ða hann og sagði: »Þér skuluð ekki reyna að gera yður breiðan. Faðir yðar ferðaðist um merka menn. með kerru, sem hann beitti asna fyrir og seldi grænmeti«. »Já«, svaraði Lloyd Ge- orge, >-þaö er satt, að faðir minn var mjög fátækur maður. Vagninn er nú fyrir löngu orðinn ónýtur, en ég ,sé, að asninn er enn þá. á meðal vor!« ★ Það er í frásögur fært, aö hinn kunni enski herforingi, Roberts, lávarður, heim- sótti einu sinni klúbb í Lundúnum, og þekkti hann fæsta meðlimina. Meðal þeirra var mjög hár maður, sem hélt sig vera mjög fyndinn, og notaði því hvert tækifæri til að gera gys að meðbræðrum sínum. Þegar hann var kynntur Roberts lávarði hneigöi hann sig djúpt og sagði: »Eg hefi oft heyrt yðar getið. en —« nú skyggði hann fyrir augun með annari hendinni, rétt eins og hin.n frægi herforingi væri svo lítill, að aöeins. með erfiðismunum væri hægt að sjá hann, »en ég hefi aldred séð yður fyrr!« — »Ég hefi séð yður, herra minn«, svaraði Roberts lávarður, sem aldr- ei varð orðfall, »en ég hefi aldrei hevrt yðar getið!« ★ Fyrsti Þýzkalandskeisari, Vilhjálmur I., var mjög uppstökkur; en hann kunni að bæta fyrir það, eins og eftirfarandi saga sýnir. Eitt sinn við heræfingar reiddisi keisarinn höfuðsmanni einum vegna ein- hverrar yfirsjónar hans, stökk á eftir hon- um með stafinn í hendinni til að lemja hann. Höfuðsmaðurinn var Iró fljótari og hljóp sína !eið. Næsta dag tilkynnti óber.st- inn að viðkomandi höfuðsmaður hefði sent lausnarbeiðni sína. »Ég vil gjarnan, tala við hann«, sagði keisarinn. Þegar hinn vandræðalegi höfuðsmaður kom, varð hann ekki lítiö undrandi, er keisarinn sagói: »Góðan daginn, herra majór. Ég vildi segja yður frá upphefð yðar í gær; en þér hlup- uð svo hratt, að ég' gat ekki náð yður. Góð- an dag'inn!«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.