Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 16
36 HEIMILISBLAÐIÐ bjuggum við í stóru og skemmtilegu húsi. Allt var þá svo blítt og indælt. Mér eru æ í barnsminni jólin. Þá höfðum við jóla- tré með 100 ljósum, og þá var glatt og margt um manninn hjá okkur. Eg gekk glöð og ánægð kringum tréð með öðrum jafngömlum börnum. — Þar voru einnig margir fulloronir. Ó, þeir gieðidagar!« Inga stundi. »Svo breyttist allt í einu vetfangi. Pabbi reri til fiskjar á útlíðandi vetri. Bát- urinn komst upp undir lendinguna. Vio mamma stcðum báðar á sandinum. Brim- hljóðið var ægilegt. Ég sá, pabbá veifa okk- nr'. Hann hafði séð og þekkt okkur frá öll- um hinum, sem voru þar. En þá kom alda. Ö, Guð! Enn þá get ég ekki talað um þetta, þótt 14 ár séu nú síðan. Seglið hvarf og kom ekki upp aftur. Mamma varð einmana ekkja, en ég föðurlaus. Svona liðu nú 8 ár. Ég var orðin 18 ára. Fólk sagðj, að ég væri heldur myndarleg eftir aldri. Við urðum að selja húsið okkar og leigðum aðeins tvö lítil herbergi. Hvað var nú orðið af öllum vinunum okkar? Þeir voru horfnir, og allir gleðidagarnir einnig«. Inga þagnaði. Sæunn rétti henni hend- ina. Þær héldust í hendur. Hitastraumur fór um Ingu fram. í hverja taug. Vinfasta, sterka handtakið hafði haft sín áhrif. Eins og tvær elskandi sálir sameinast í ljúfum dra'umi, þótt langt sé á milli, eins nálg- uðust hjövtu beggja þessara göfuglyndu kvenna bvort annað, þótt önnur væri barn kaupstaðarins, en hin barn náttúrunnar, Eftir langa stund hélt Inga áfram sögu sinni: »Mamma várð allt af lasnari og hrumari, en þá gerbreyttist líf mitt. Ungur maður kom til kaupmannsins og var við verzlun- ina. I fyrsta sinni er ég áyá hann, elslíaði ég hann. Hvað ég var bæði sæl og vansæl! Hann fór að venja komur sínar til okkar, og ástúð hans og lýtalaus framkoma töfr- aði mig, en mamma var kvíðandi. Ég hélt engu leynuu fyrir henni. Hún vissi um ást rnína, Ijúfa og he'ta. Það hryggði mig inni- lega hve bágt hún átti með að trúa því, að hann væri mér einiægur. Jæja, ég vil nú ekki dvelja við hvert atvik, en eftir lítinn tíma vorum við trúlofuð. Ég gaf hon- um glöð hönd mína og' hjarta. Ég heimsk- inginn, hugði, að sál hans væri hrein og hvít sem mjöll, en hún var svört — svört, sem bik. Síðan fór hann til Reykjavíkui. um haustið. Þar sagðist hann eiga hús og bjarta framtjo. Oft höfðum við setið sam- an, og lýsti hann þá ást sinni með mörgum fögrum orðum, svo hrífandi og seyðandi, aö cg gleyjndi öllu öðru og lá alsæl í faðmi hans. Hérna er mynd af honum. Líttu á!« Sæunn leit á, myndina. »Hvað er þetta, Inga mín?« sagði hún, »það er mynd af piltinum henanr Bjargar sálugu«. »Já, það er hún«, sagði Inga, »pilturinn hennar Bjargar og engillinn rninn voru einn og sami maður. Líttu neðan undir myncl- ina. Hér stendur, 13. september, það er dagurinn sem hann kvaddi mig, og á hinni myndinni stendur líka 13 september, að- eins tveggja ára munur. Því tók mig svo sárt, þegar ég sá myndina og vissi að hann var faoir Dóra litla. Hefði mér þó mátt á sama standa, því löngu var hann mér tap- aður, en það er ekki allt. búið enn þá«. Inga þagnaði. Sæunn starði á klettabelt- in fram með hömrunum. Hún var eins og utan við sig. Að eyrum Ingu barst þýður klukknahljómur. Hún reyndi að gera sér grein fyrir hvaðan hljóðið kæmi, en gat ekki greint það. Allt einu heyrðist henni sungið, rétt hjá sér með mörgum röddum: »Skín á himni skír og fagur hinn skæri hvítasunnudagur —« o. s. irv. Inga greip í Sæunni. »Hvað er þetta?« spurði hún undrandi. Það var sem Sæunn vaknaði af draumi. »Æ, góða!.Við skulum ganga, heim«, sagði Sæunn, »það er synd að tefja hér lengur, enda getur heyrst. til okkar«. »Hér i þessari einveru?« ték Inga fram í. »Gerðu það fyrir mig að tala, ekkert«, sagði Sæunn hvíslandi og’ leiddi Ingu af stað. »Ég’ er skygn. Láturn fólkið segja hvað

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.