Heimilisblaðið - 01.03.1948, Page 10
42
H EIMILI S B L A ÐIÐ
eða svaraði lit í liött. Einu sinni var hann
krafinn um verzlunarskuld, en liann lézt ekk-
ert lieyra livað sklildheimtumaSurinn sagði,
en fór að strjúka sig aftan við annað eyrað
og sagði: „Almáttugur, ég er stórmeiddur
liérna, Guð gefi að þetta grói fljótt“.
1 annað sinn stal Ólafur potti í verzlun
og fór með liann heim til sín. En verzlunar-
þjónamir sáu til lians og veittu honum eft-
irför. Þegar þeir luttust, átti Ólafur ekkert
orð yfir þessi mistök: „Almáttugur, skrifuðuð
þið ekki pottinn, eins og ég hað ykkur nú
um það“.
Einu sinni var Ólafur beðinn um að prjóna
nærklukku á liúsfreyju eina í Hálsasveit. Var
það að liausti til. Líður svo veturinn, að
ekki kemur klukkan frá Ólafi. En um vorið
átti bóndi húsfreyjunnar leið fram á Skaga,
og liittir þá Ólaf, sat karl þá úti á túni og var
að prjóna sokka úr bandi því, sem ætlað
hafði verið í klukkuna.
Ólafur heilsaði bónda hlíðlega og spurði,
livemig konunni hans liði. En þegar bónd-
inn fór að ganga eftir klukkunni, heyrði Ólaf-
ur ekkert, og fór um það mörgum orðum,
hvað það væri nú hagalegt fyrir sig að lieyra
svona illa. Loks sá bóndinn, að ekkert þýddi
að tala við Ólaf um þessa hluti, og spurði
hann að síðustu, hvað liann væri nú að prjóna.
En ólafi fannst hóndi liafa staðið nóg yfir
sér og var lieldur ekki um nærveru hans
gefið, fékk því hóndinn ekkert annað svar
en þetta: „Upp í klof á Kastor, upp í klof
á Kastor“. Fór bóndinn við svo búið. En
svo var málum háttað, að Ólafur var að
prjóna sokka á skipstjórann á fjártökuskip-
inu Kastor, og áttu sokkarnir að ná upp
fyrir mitt læri.
Viðumefni sitt fékk Ólafur af talshætti,
sem hann notaði oft: „Látum það bara gossa,
skal ég segja þér“. Var því síðan breytt í
„gossari“.
Mikla andstyggð hafði hann jafnan á kven-
fólki, enda var liann víst aldrei við kven-
mann kenndur. Einu sinni frétti liann, að
kunningi hans væri trúlofaður stúlku, sem
Ólafur liafði litlar mætur á. Um það sagði
liann: ,JÉg get sárvorkennt honum, skal ég
segja þér, að dragast með þetta danðans
endemi fyrir Drottins altari“.
HUGSAÐ HEIM
17. jtlNl 1946
Vakti mip af vökudraumi
vorsins blœr, er lék um brár;
loftiS fylltist gleSi og glaumi;
glóSu á velli daggar tár
-----ESa var þaS nióSur mundin
mjúkt er strauk um hár og kinn?
Vildi hún enn þá. örmum bundinn,
aS sér vefja drenginn sinn?
Kenni eg ilminn klæSa þinna,
kenni eg vögguljóSin þín.
Allt vill mig nú aftur minna
á œskuleiki og gullin mín.
Töfrum slíkum minning magnar
Mína sáln þessa stund;
lyftir upp úr legi þagnar
IjóSi til þín. feSra grund.
Heitar eins og Hjálmars bœnir
hjartans óskir flyt ég þér;
vötnin þín og vellir grœnir
veiti friSi skjól hjá sér;
sel þú ei viS gullsins gróSa
gæfu þinnar lyklavald;
ber þú hátt á þingum þjóSa
þinn Iiinn hreina, hvíta fald.
,.Hei-mskringla“. E. A. Kristjansson■
Sögurnar, sem hér hafa verið sagðar nnl
Ólaf, eni þjóðsögur. Þær mega lifa, engu síð-
ur en aðrar þjóðsögur, og þær eru hvorki
æruskerðandi fvrir minningu Ólafs eða sagS'
ar Iionum til lasts. En eins og sögurnar u,n
hann eru, svo lifir liann í liugum þeirra ?el"
þekktu hann. Helgi Kristinsson•