Heimilisblaðið - 01.03.1948, Page 14
46
HEIMILISBLAÐIB
eftir því, að svefnherbergisdyr mínar væru
opnar!
Ég liratt upp glugganum — skarkalann, sem
varð við það, yfirgnæfði rigningarofsinn —
og stökk ofan í garðinn. Ég æddi af stað
eins og ótal árar væru að elta inig, og þetta
tvennt hafði ég í hyggju: að bjarga sjálfri
mér og teborðbúnaði þingmannsins.
Á sokkunum og holdvot komst ég til lög-
reglustöðvarinnar. Ég reyndi að tala, en gat
ekki komið upp nokkru orði. Maður nokkur
kom með stól lianda mér.
Þá heyrði ég allt í einu einhvern segja:
En þetta er einmitt unga stúlkan, sem
ekur gömlu frúnni í völtrustóhxum.
Við þessi orð náði ég mér aftur.
— Hún er ekki nein kona, -— hún er karl-
maður! æpti ég með hásum róm. Hún hef-
ur stolið teborðbúnaðinum í Gartangsbúð.
Það eru eintómir þjófar, sem eiga heima í
Beach Cottage! Ég er komin hingað til að
bjarga mér og skýra ykkur frá þessu.
Þá fór mig að svima og allt liringsnerist
fyrir augunum á mér. Það síðasta sem ég
man eftir, áður en leið yfir mig, var, að her-
mannlegi maðurinn, sem ég sá á götunni stóð
fyrir franian mig og horfði á mig með vel-
vild ■ og meðaumkun. Svo tóku mig tveir
sterkir armar upp. Ég man ekki eftir fleiru.
Þegar ég raknaði við aftur, varð ég þess
vör, mér til mikillar gleði, að móðir mín
sat við rúmið mitt. Hjá henni var öldruð
kona, móðir herra Rhylstons, .en hann hafði
falið móður sinni að sjá um mig nóttina
hræðilegu, fyrir viku síðan.
Seinni hluta dags í októbermánuði, þegar
ég í fyrsta sinn heimsótti frú Rhylston, sagði
sonur hennar mér frá því, hvernig liann og
liðsmenn lians liöfðu skriðið inn um glugg-
ann, sem ég liafði skilið eftir opinn, og komu
þjófunum á óvart og handtóku þá.
Ég gat ekki að því gert að brosa, þegar
mér datt í hug, að nú mundu þeir tæplega
skoða mig sem „sæta litla sakleysið“.
V. Þ. þýddi.
SMÁPISTLAR
Fyrsta manneskjan, sem jörðuð var í gainla kirkja-
garðinum í Reykjavík var Guðrún Oddsdóttir, fyrrl
kona Þórðar Sveinbjarnarsonar háyfirdóniara í Lands-
yfirréttinum. Sú athöfn fór fram 23. nóv. 1838, að
viðstöddu fjölmenni.
Oddur hét maður. Ilann var kallaður „hundsharki ,
af því að honum hafði verið gefin af hrekk hunds-
harki að eta.
Oddur var böðull og sótti ]iing eins og emhættis-
menn í þá daga. Eftir eina þingferðina sagði hann.
„Þunnt þing lijá okkur emhættismönnunum í ar’
Enginn hengdur, enginn flengdur, engri drekkt,
skitna 14 dali fékk ég fyrir ferðina“.
Alþýðuvísa.
Þeir sem lielzt nú hreyfa kropp
herrar eru slíkir,
Arni stórson, Einar slopp
og Guðiiuindur kíkir.
Til dæniis uin réttarfar 19. aldarinnar er það, a®
1830 var Gísli Jónsson, nnglingur á Litlalandi í ölfu91’
dæmdur til 12 vandarhögga hýðingar fyrir þjófnað a
hálfri spcsíu og einni svartbrauðsköku.
Sá alþingismaður, af þeim sem nú sitja þing, sen’
lengst liefur gegnt þingmennsku, er Pétur Ottesen.
Hann liefur verið þinginaður Borgfirðinga síðan 191®-
Næstir honum að þingsetu Jónas Jónsson, síðan
Ásgeir Ásgeirsson, Bernharð Stefánsson og Jóhann
Jósefsson liafa setið á þingi síðan 1924.
Hellnahólar heitir hýli undir Eyjafjöllum. Heflir
það verið í eyði um langt skeið. Á þeirri jörð vorn
þau álög að önnur hver húsfreyja þar skyldi ann®
hvort verða brjáluð eða farga sér. Þótti þetta mj°?
sannast.
Svo bar til á hæ einuni í Ölfusi, að þar voru fj°ra
konur, sem allar háru nafnið Guðrún. Gamall niaðr,r’
sem var á hænum, átti illt með að aðgreina þes9ar
konur, þegar liann talaði um þær. Meðal annars k
aði liann eina þeirra Litlu-Gunnu stóru.
Hjálmar goggur hét karl sein var uppi á
Vestuf-
landi á 19. öld. Hunn var liákur mikill og fékk
því nafnið. Þegar hann átti ekkert neftóbak tók han^
rullu i nefið, þannig, að hann skar sér smábut
rullunni og stakk síðan endum hans upp í hvora n