Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 9
egar amma var komin , tók ég aftur fram í fyrir henni: ' Amma, hvers vegna vildi r°ddstafurinn ekki meiða manninn? En amma svaraði 6kki sPurningu minni, en hélt afram sögunni. "Nú kom maðurinn til hjarð- mannsins og sagði við hann: Ai) hjálpaðu mér og lofaðu f1,®1" að fá dálítið af eldi hjá r- Kona mín hefur nýlega harn, og ég verð að fá eld, a® hita upp hjá henni og Utla barninu. ^ ^jarðmanninn langaði mest að segja nei, en þegar hann agsaði til þess, að hundarnir °fðu ekki getað unnið mann- aura mein, að kindurnar höfðu ® ki styggzt við hann, og að r°ddstafurinn hans hafði ekki djað hitta hann, varð hann Utldarlega smeykur og þorði ekki að neita honum um það, a. sá era hann bað um. , . Páðu þér eins mikið og . Parft, sagði hann við mann- . eldurinn var nærri því Uth . runninn, enginn köggull, e^ iogaði í, aðeins mikið af f °®> °g ókunni maðurinn hafði a^°rbi eldskóflu eða reku, til bera glóandi viðarkolin , egar hjarðmaðurinn ,j,etta> endurtók hann: — q9 tu °ins mikið og þú þarft! ^ hann kættist yfir því, að ,a^Urinn gat samt sem áður 1 f®ngið neinn eld. , n maðurinn laut niður, araði saman viðarkolaglóð UpK * Ur öskunni með berum g.0lldunum og lét hana á kápu ^ a' Og glóðin brenndi ekki tlclur hans, þegar hann snerti ^^MlLlSBLAÐIÐ hana, og sveið ekki heldur káp- una, en maðurinn bar glóðina burtu, eins og það hefði verið hnetur eða epli.“ En nú var tekið fram í fyrir sögukonunni í þriðja sinn: — Amma, hvers vegna vildi glóðin ekki brenna manninn? — Það skaltu fá að heyra, svaraði amma, og svo hélt hún áfram að segja frá. „Þegar nú hirðirinn, sem var svo vondur og geðillur, sá þetta allt saman, spurði hann sjálfan sig undrandi: — Hví- lík nótt er þetta, þar eð hund- arnir bíta ekki, kindurnar styggjast ekki, spjótið drepur ekki og eldurinn brennir ekki? Hann kallaði til ókunna mannsins að koma aftur til sín, og sagði við hann: — Hví- lík nótt er þetta? Af hverju stafar það, að allir hlutir sýna þér miskimnsemi? Þá svaraði maðurinn: — Það get ég ekki sagt þér, ef þú get- ur ekki séð það sjálfur. Og hann flýtti sér af stað, til þess, eins fljótt og hægt væri, að hita upp hjá konunni og barn- inu. Hirðirinn hugsaði með sér, að hann skyldi ekki missa sjón- ar af manninum fyrr en hann væri búinn að fá botn í, hvað allt þetta hefði að þýða. Hann reis því á fætur og fylgdi eft- ir manninum, þangað til hann var kominn þangað, sem mað- urinn átti heima. Þá sá hirðirinn, að maðurinn hafði ekki einu sinni kofa til að vera í, heldur hafðist kona hans og barn við í hellisskúta, þar sem ekkert var nema berir grjótveggirnir. En hirðirinn hugsaði með sér, að vesalings saklausa barn- ið mundi ef til vill frjósa í hel í hellinum, og þótt hann væri harðlyndur maður, komst hann við og hugsaði sér að hjálpa baminu. Tók hann þá malpoka sinn af öxlinni, og upp úr hon- um dró hann hvítt og mjúkt sauðskinn, fékk ókunna mann- inum það og sagði, að hann skyldi láta barnið sofa í því. En um leið og hann sýndi, að einnig hann gat verið miskunn- samur, opnuðust augu hans, og hann sá það, sem hann hafði áður ekki getað séð, og hann heyrði það, sem hann áð- ur hafði ekki getað heyrt. Hann sá, að hringinn í kringum hann var hópur af litlum englum með silfurhvítum vængjum, og sérhver þeirra hélt á strengja- hljóðfæri í hendinni, og allir sungu þeir hárri röddu, að í nótt væri Frelsarinn fæddur, hann, sem ætti að frelsa heim- inn frá syndum sínum. Þá skildist honum, hvers vegna allir hlutir voru í því há- tíðaskapi á þessari nóttu, að þeir vildu ekki gera neitt illt. Það var eigi aðeins að engl- arnir stæðu í kringum hirð- inn, alls staðar, hvert sem hann leit, sá hann þá. Þeir sátu inni í hellinum, þeir sátu fyrir utan á fjallinu, og þeir flugu í loftinu. Þeir komu gangandi eftir veginum í stórhópum, og þegar þeir komu móts við hell- isskútann, námu þeir staðar, til að líta á barnið. Það var svo óumræðilega mikill fögnuður og gleði og söngur og hljóðfærasláttur, og allt þetta sá hann í náttmyrkr- inu, þar sem hann áður gat Frh. á bls. 201. [189]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.