Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 23
^unvor Hákansson
Jólaeplið, sem ekki var hægt að eta upp
Ævintýri fyrir börn
Agrenitré skósmiðsins
hékk jólaeplið og snerist
brlllS eftir hring á þræðinum,
Sein það hékk í. Það var rautt
fallegt, og það var enginn
blettur á því.
k ^úálfurinn kom auga á það,
gar hann fór sína venjulegu
e tirlitsferð um húsið seint á
Jolanóttina.
^etta er nú epli, sem segir
6X' sagði hann. Svona rautt
°S fallegt!
Ht:
0
g svo beit hann úr því svo-
j 11111 bita. Hann gat ómögu-
eSa stillt sig um það.
ið
Það er svo gott á bragð-
ag uraður vildi helzt óska,
vbað stækkaði um helming
.' bvern bita, sem maður biti
0Vl> sagði búálfurinn.
þá skeði það! I sama bili
0» l 1
, ann sleppti orðinu galaði
nani
AJú!
an glu,
langt í burtu: Kíkelikí!
Sagði vindurinn fyrir ut-
ggann, sneri við og blés
11 a Hinn húsvegginn.
j ~~~ Haninn galaði og vindur-
álfn breytti um átt, sagði bú-
sv Urinn og varð hugsandi á
sk'P*nn ^æja’ þú það! Konan
áre'StTll^SlnS fleygir eplinu
lðanlega
snemma í fyrra-
1 ’ begar hún sér, að ein-
ElNílLlSBLAÐIÐ
hver hefur bitið í það, tautaði
hann.
Húsmóðirin varð fyrst til að
taka eftir eplinu morguninn
eftir.
— Þetta er rautt og fallegt
epli, sagði hún. Það lítur út
fyrir að vera gott, þetta epli.
En hvað er að sjá þetta, ein-
hver hefur bitið í það!
Og svo beit hún líka í það.
I sama bili stækkaði eplið um
helming.
— Mér hlýtur að hafa mis-
sýnzt, sagði hún. Ég sá ekki
betur en eplið stækkaði!
Svo beit hún aftur í það. Þá
stækkaði eplið aftur um helm-
ing.
— Pabbi, kallaði hún,
komdu hingað og sjáðu. Hérna
er jólaepli, sem verður því
stærra því meira sem borðað
er af því.
— Hvaða bull er í þér,
mamma, sagði skósmiðurinn.
Er það nú vitleysa! Og svo beit
pabbi líka bita úr eplinu, og
þá stækkaði það enn um helm-
ing. Nú var það orðið eins stórt
og stærstu kálhöfuð.
— Annað eins og þetta hef
ég aldrei séð, sagði pabbi. Við
skulum bjóða heim nágrönn-
[203]
um okkar, en fyrst skulum við
bera eplið út í húsagarðinn.
Svo báru þau eplið út í húsa-
garðinn og buðu öllum ná-
grönnunum í eplaveizlu, og nú
var mikið borðað og hlegið í
húsagarðinum.
— Hafið þið nokkurn tíma
séð annað eins epli? spurðu
nágrannarnir, Heyrðu, skó-
smiður, ertu viss um, að það
hafi hangið á jólatrénu þínu?
Þekkirðu það fyrir sama epli?
Skósmiðurinn horfði á þetta
risavaxna, rauða epli. Hann
var farinn að verða skelkaður.
— Hættið öll! æpti hann.
Við verðum að velta því út á
torgið. Það er orðið allt of
þröngt um það hérna inni í
garðinum.
Og það voru sannarlega síð-
ustu forvöð. Það munaði engu
að eplið sæti fast í garðshlið-
inu, og það braut stykki úr
húsinu, er það rakst á það í
veltunni. Skósmiðurinn þorði
ekki að hugsa til þess, sem
skeð hefði, ef fleiri hefðu bitið
í eplið meðan það var inni í
garðinum. Þá hefði það sjálf-
sagt mölbrotið húsið!
Nú lá það úti á torginu
miðju. Fréttin um töfraeplið
breiddist út mann frá manni.
— Hafið þið heyrt það, haf-
ið þið heyrt það? sagði fólkið
hvert við annað og hljóp af
stað niður á torgið, til þess að
fá sér bita.
Og eplið stækkaði og stækk-
aði. Það var orðið eins stórt
og hús og huldi verulegan hluta
af torginu. Fólkið hafði tekið
saman höndum og var farið
að dansa hringinn í kring um
eplið.
— Nú eru aftur komin jól,