Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15
^®stin. Síðan setjumst við í
^inn. Hver maður er á sín-
^ stað og hefur sitt verk að
v«ina.
^ir farþegar, sem á fótum
ru’ byrpast upp á efri þiljur.
Uftlir æpa af æsingu, því að
geta ekki ímyndað sér, að
. sé að athafna sig á báti
Pvíliku veðri.
Aður en eg sezt víð stýri
oatsins
Pall
kc
as. geng ég upp á stjórn-
°g tilkynni, að allir séu
0ninir í bátinn. Kruse skip-
°ri gefur síðustu fyrirskip-
^ftlr sinar. Reyna á að festa
atftum við hlið hins nauð-
113 skips og ná mönnunum
^°rð. Við tökumst í hend-
Gerið það, sem þér getið.
lftdurinn stendur nú af
"ftorðvestri. Það gengur á
j 6 kagléljum. Á milli þeirra
Ve®rið nokkuð.
en ^ Ver^um strax holdvotir,
j. begar þannig stendur á,
ftftUr enginn fyrir kulda né
vaatu.
gi . .
^ KlPm eru stundarkorn að
Ulfta Ser fyrir á umsaminn
ftatt t>i
' lft þess þarf mikla skips-
ag0rftarkunnáttu og reynslu
. ^ytja stór skip til á ákveð-
þg1 ^att 1 Þvílíku veðri sem
mega ekki rekast
a’ 6tl yerða þó að liggja eins
jj ri 0ftkur og unnt er, til
Ss að auðvelda okkur förina.
tólf11 6r klukkan nákvæmlega
’ °g þá er stundin upp-
rilftftin.
Leysið böndin af bátnum!
Látið bátinn síga!
Sj^ ra bátaþilfari niður að
j, Varíletinum eru 18 metrar.
þeF. 6gar °g áhöfn horfa stein-
gjandi á eftir okkur, unz við
í myrkrið.
I,£iM1liselaðið
Skipið tekur tvær veltur
meðan við sígum niður. Bát-
urinn skellur upp að skipshlið-
inni, og við grípum dauða-
haldi í það, sem hendi er næst.
Báturinn skellur aftur upp að
skipinu, og ef hann hefði ekki
verið eins traustur og hann
var, mundi hann alls ekki hafa
þolað slíka árekstra.
í næsta augnabliki ríður
alda undir kjöl bátsins. Köðl-
unum er krækt úr stefni hans
og skut á svipstundu, því að
ef einhver töf hefði orðið á
því, hefði bátnum sennilega
hvolft. Blokkirnar í kaðalend-
unum sveiflast til rétt við höf-
uð okkar, en til allrar ham-
ingju hitta þær engan.
Nú grípur okkur voldug alda
og slengir okkur svo harkalega
upp að skipshliðinni, að við
höldum, að för okkar verði
ekki lengri.
Þegar okkur tekst að átta
okkur, sjáum við, að hinn góði
bátur okkar er enn sæmilega
vatnsheldur, þótt hann hafi
skemmzt nokkuð.
Þá fyrst get ég gefið fyrstu
fyrirskipun mína: — Snúið
bátnum frá skipinu! Það verð-
um við að gera tafarlaust, ef
okkur er annt um líf okkar.
En það er hægara sagt en gert,
þótt okkur sé öllum lífið kært.
Vegna þess, hve skipið tek-
ur á sig mikinn vind, ber það
stöðugt upp að bátnum. Við
höfum þegar brotið báða báts-
hakana og tvær árar. Okkur
virðist ekki ætla að takast að
leggja út árar og ná stjórn á
bátnum.
En á stjórnpalli skipsins
hafa menn gert sér grein fyrir
örðugleikum okkar. Kruse
skipstjóri lætur skipið taka
aftur á. Okkur virðist líða heil
eilífð, þangað til það skríður
hægt aftur á bak frá okkur.
Við rekumst enn einu sinni
á skipið, en næsta alda fleyg-
ir okkur framhjá stefni þess í
fáeinna þumlunga fjarlægð.
Loksins erum við lausir við
skipið. Við andvörpum af feg-
inleik, er við sjáum svartan
skipsskrokkinn hverfa aftur á
bak út í myrkrið.
Nú næ ég brátt stjórn á
bátnum. Til allrar hamingju
höfðum við varaárar með okk-
ur, svo að ræðararnir átta geta
allir setzt undir árar.
Ég gef í snatri nauðsynlegar
fyrirskipanir, og þeim er hlýtt
fljótt og nákvæmlega. Allir
gera sitt bezta, því að þeir vita,
að nú er ekki aðeins um okk-
ar líf að tefla, heldur einnig
starfsbræðra okkar sextán,
sem nú byggja allar vonir sín-
ar á okkur og eiga sér engrar
bjargar von, ef okkur mistekst.
Nú kemur glögglega í ljós,
hve mikill árangur hefur orðið
af hinum tíðu björgunarbáts-
æfingum áhafna þýzku skip-
anna. Mennirnir beita árum
sínum með hugarrósemi, eins
og þetta væri ekki annað en
æfing.
En þrátt fyrir það erum við
hálftíma að komast til nauð-
stadda skipsins, sem „Europa“
og „New York“ beina nú ljós-
kösturum sínum að. Mér var
sagt síðar, hversu lengi við
hefðum verið á leiðinni. Við
höfðum enga hugmynd um
tímalengd, meðan við vorum
á bátnum. Við gættum þess
eins að missa ekki sjónar á
„Sisto“, að bregðast ekki hin-
[195]