Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 27
S°ldam, ég þarf að tala við yður örfá orð, áður 6n tér farið. ^erða hrökk við. Hún var að kQ c°ttia út úr fatageymslunni, 6®ar ungfrú ' Værner, eig- andi ar“ > ar ungfrú ' Værner, i > Vélritunarskrif stof unn- Lrópaði þessi orð til henn- Segnum hálfopnar dyrnar einkaskrif stof unni. Ég er alveg að koma, Stru Værner, svaraði Gerða 0 dam vélrænt. Hún litaðist r 1 stóru skrifstofunni. Þar engan að sjá, og búið var ^reiða yfir ritvélarnar. Hún Vaj, , nmrri því alltaf sú síðasta, Var með vilja gert. Hún 1 ógjarnan verða starfs- ^strum sínum samferða, því qQ L jj.voru svo mikið yngri. j 1111 Var á allt annarri bylgju- ngó. Það vissu bæði þær og aUn . sl>frú Værner leit upp úr u iólunum. Hún sneri stóln- g. ^iftursnöggt og stöðvaði u‘g með því að spyrna fótun- Up1 í gólfið. Hún leit g, ^reif af sér gleraugun og a Gerðu gráum, kulda- .ugm„. L'rú Skov hringdi, sagði 6 11 ^isklega. Þér hafið ekki nPú farið þangað, Soldam ' ' • ®g vil ekki heyra neinar HeiMilisblaðið afsakanir. Mér er kunnugt um, hvernig ástatt er fyrir yður . . . og þess vegna vildi ég út- vega yður aukavinnu núna rétt fyrir jólin. Þess vegna fór ég einmitt til yðar, en þá nennið þér ekki að fara þangað. Sé það þess vegna, skuluð þér fara þangað nú þegar — og þá þessa þrjá tíma fyrir hádegi á morg- un! Ef til vill nennið þér ekki að vinna nokkurn skapaðan hlut, þér viljið auðvitað frek- ar fá peningana gefins. — Afsakið, ungfrú Værner, en frú Skov . . . er hún ekki gift forstjóranum fyrir verk- takafélaginu? — Jú, það er hún. Ungfrú Værner reyndi að neyða sig til að brosa. Þér þurfið ekki að hafa minnstu áhyggjur af laununum. Þau verða ábyggi- lega greidd. Vitið þér ef til vill eitthvað ósæmilegt um Skov- fjölskylduna? . . . Ef til vill eru það gamlir vinir? . . . Ung- frú Værner snarsneri stóln- um til baka og sneri bakinu að Gerðu og sýndi með því fram á, að hún ætlaði að ljúka samtalinu með eftirfarandi orðum: — Þér farið tafarlaust til frú Skov, því hef ég lofað. Gerið þér það ekki, þá hef ég ekki meiri vinnu fyrir yður. Svo vitið þér það, að það þýðir ekki fyrir yður að biðja um leyfi oftar. Gerða Soldam anzaði engu, því að hún vissi, að þetta var skipun. Hún vildi ekki heldur hugsa, því að það var tilgangs- laust. Hún hljóp við fót í gegn- um bæinn. Hún gekk álút, því að stórar, þungar krapaflygs- ur féllu jafnt og þétt niður yfir borgina, þar sem allir búð- argluggar voru uppljómaðir af jólaskrauti og hvers konar freistingum. — Ég tek ekki sporvagn, sagði hún upphátt við sjálfa sig. Ég hef gott af því að ganga spölkorn. Auðvitað kem ég seint heim, en það væri víst lítil hjálp í því . . . Hún stóð lengi fyrir framan stórar útidyrnar, áður en hún hafði kjark til að þrýsta á dyra- bjölluna. Hún heyrði ekki í bjöllunni. Hún horfði upp eftir þessu reisulega húsi, sem var nærri því eins og höll. Það sveif í gegnum huga hennar, að Skov forstjóri hafði orðið milljóna- mæringur á síðastliðnum tíu árum, eftir því sem sagt var. Hún greip í snerilinn og gekk inn. — Hvers óskið þér? Dyravörðurinn — fyrirferð- armikill maður með grátt yfir- skegg — teygði höfuðið fram yfir borðið, sem hann sat við. — Ég átti að tala við frúna. Ég er frá skrifstofunni ,,Stabil“ . . . Ég heiti Soldam — Gerða Soldam. — Komið þér eftir beiðni? . . . Dyravörðurinn teygði sig letilega í innanhússímann. — Já, frúin á von á mér. Meðan dyravörðurinn talaði í símann, grandskoðaði hann [207]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.