Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 2
r HeiftiliAklaíii Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Ábyrgðarmaður: Brynjúlfur Jónsson. Blaðiö kemur út annan hvern mánuð, tvö tbl. saman, 36 bls. Verð árg. er kr. 25,00. í lausa- sölu kostar hvert blað kr. 5,00. Gjalddagi er 14. apríl. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastr. 27, pósthólf 304, Rvík. Sími 4200. Prentað í Prjntsmiðju Jóns Helgasonar. ^ _____________________________J EFNIs Hermann Freyberg Injuna, drottnari frumskóganna. Anton Tsékoff Gleði, saga J. H. Skálholtshátíðin. Eyþór Erlendsson För í Þjórsárdal, ferðasaga. Kristján Guðlaugsson Loftleiðir 10 ára. Hjalmar Bergman Prinsessan, sem skrifaði á rósar- blaðið, ævintýri. A. J. Cronin Manndómsár, framhaldssaga. Of ástúðlegur eiginmaður, gaman- saga. Kalli og Palli, myndasaga. Dægradvöl barnanna, Krossgáta, Skrítlur, Skuggsjá. PÓSTKRÖFURNAR hafa borgazt vel inn. Fyrir það vill Heimilisblaðið þakka; það ber vott um vinsældir blaðsins. Nokkrir eiga þó eftir að innleysa póstkröfur sínar og væntir blaðið að þeir geri það sem fyrst. F. h. Heimilisblaðsins. J. H. Síðasta smurning. Ef þér eruð einn þeirra, sem bera sig upp undan hinni blindu tilvilj- un örlaganna og hinu óendanlega ranglæti í lífinu, þá skuluð þér minnast vesalings Jacks gamla frá Texas. Hann hafði leitað alla ævina að olíu, árangurslaust, þangað til hann andaðist í hárri elli, bláfá- tækur og kengboginn af striti. Ætt- ingjar hans, sem ekki voru margir, skutu saman fyrir svolitlum jarð- arbletti, til þess að hægt væri að koma karltötrinu í gröfina, en graf- ararnir höfðu naumast stungið skófl- unum í jörðina fyrr en fram spratt óendanlega dýrmætur flaumur af þykkri olíu, sem við lá að hrifi kist- una burt úr höndum þeirra. Það gerir ekkert til . . . Enski leikritahöfundurinn Noel Coward heldur því fram, að það fólk, sem nefna mætti „heldra fólk á heimsmælikvarða“, taki aldrei eft- ir því, sem sagt er við það, og hann færði nýlega sönnur á, að hann hefði rétt fyrir sér. Hann mætti of seint í afar fínt kvöldboð, og þegar hann kom, gekk hann beint til hús- móðurinnar, sem var greifaynja, heilsaði henni og sagði, grafalvar- legur í bragði: - Ég bið yður fyrir- gefningar á því, að ég skuli koma svona seint, en ég varð að kyrkja hana frænku mína gömlu áður en ég fór, og það tók miklu lengri tíma en ég hafði búizt við, vegna þess, hve mikið hún brauzt um. - Hafið þér engar áhyggjur af því, svaraði greifaynjan og brosti kump- ánlega. Það gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til! Aðalatriðið er, að þér skylduð geta komið, herra Coward! Apríl í Portúgal. Fyrir níu árum samdi Portúga' inn Raul Ferrao lítið ástalag til konu sinnar á silfurbrúðkaupsdaginn þeirra. Lagið var gefið út, en vakú litla athygli og gleymdist brátt þangað til nótnaforlag á Spáni ga það út á nýjan leik. Frá því 'e' ekki á löngu, unz lagið hans Ferrao5' „Apríl í Portúgal", var sungið ulT> heim allan. En höfundinum auðn^ aðist ekki að njóta ánægjunnar sigri sínum, því að einmitt þeSaT lagið hans var að komast á a^r‘, varir, dó konan hans, og þ® ^r° hann sig í hlé frá umheiminum, Y^ir kominn af sorg. Nýlega reyndi ame rískt nótnaforlag, sem var ta að skulda Ferrao allmikla pening9, að setja sig í samband við hann' en fékk þetta svar, sent af einU^ vina hans: Raul dó af harmi í fyr^ — síðasta dag aprílmánaðar Portúgal. Ekki er það betra annarsstaðar! Japanska símafélagið tilkynnti fyrir skemmstu, að áður en langt liði yrði hafizt handa um að afgrel gamlar símapantanir. Elzta P°ntU.í- in, sem fyrir lá, var frá árinu 1 Pu pP1 iðf> Hve gott og fagurt og indælt er • Ung hjónaefni í smábæ í Suðu ^ Frakklandi höfðu beðið prestinn gefa sig saman í hjónaband strax sunnudagsmessu lokinni. Þegar stundin rann upp, sagði prestu — Þau, sem vilja giftast, gerl vel að koma hingað til mín! varð uppi fótur og fit í kirkjunni, rinn: i svo pað og fimmtán konur og einn karlmaðu^ skunduðu samstundis upp 8

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.