Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11
að skila litla, týnda bróðurnum aftur til Ju-ju-górillaapans. ' Hvar er apaunginn? spurði ég. - Hann er fyrir utan dyrn- ar, svöruðu tíu raddir. Ég kenndi í brjósti um górilla- ungann, það var ekki útlit fyr- ir annað en hann króknaði út af í skóginum. Fyrir utan dyrn- ar stóðu tuttugu negrar í við- bót í úrhellisrigningunni. I rniðjum hópnum var litli ap- inn, sem starði dapurlegum augum fram undan sér. Ég tók hann upp á handlegginn, og hann bar sig ekki mikið á rnóti. Ég hljóp eins hratt og rnér var unnt, veikinda minna vegna, út í koldimmt skógar- kjarrið. Enginn fylgdi mér eft- rr, en ég fann að fimmtíu hvöss augu fylgdust með hverju skrefi mínu. Litla dýrið þrýsti hlýju and- liti sínu fast upp að brjósti mínu. Ég lét apann varlega á jörðina, og hann sat kyrr og laut höfðinu gegn veðrinu og rigningunni. Ég hafði gert það, sem krafizt var af mér, er margraddað óp gall við frá þorpinu. Það brá fyrir eldingu, og við bjarmann af henni sá ég risavaxinn górillaapa. Hann stóð uppréttur, og leiftrið lýsti upp tennurnar í víðum hvofti hans. Hann var naumast þrjá metra frá mér, örskammt frá litla apanum. Síðan dimmdi aftur, og ég hraðaði mér aftur heim í tjaldið mitt. Ég var reiðubúinn að sverja, að það hefði í raun og veru verið gór- illaapi, sem stóð þarna. Ef til vill hafði mér skjátlazt, er ég hélt, að kvengórillan væri dauð. Þau eru lífseig, þessi dýr, og ef til vill hafði hún raknað við aftur og veitt unganum sín- um eftirför. Hans vegna von- aði ég, að svo væri. Daginn eftir var glaða sól- skin. Reimleikar næturinnar voru um garð gengnir. Eno kom og heilsaði mér vingjarn- lega. Hann sagði, að litli Injun- inn hefði farið burtu með þeim gamla, þeir hefðu fundið slóð þeirra beggja. Nú væri öllum áhyggjum létt af þorpsbúum. Eftir eina viku hafði ég náð mér aftur að mestu leyti. Lækningajurtir töframannsins Enos höfðu haft undraverð áhrif. Þá vildi ég kveða niður draugasöguna um Ju-ju-gór- illaapann. Ég bað Eno því að fylgja mér þangað, sem ég hafði á sínum tíma fellt gór- illaapann. Hann færðist í fyrstu undan því, en þegar ég lofaði að hafa enga byssu meðferðis og reyna ekki að veiða gór- illaapa, lét hann undan. Eftir tveggja stunda erfiða göngu gegnum skóginn kom- um við á staðinn, þar sem við- ureign okkar við górilluna hafði farið fram. Að minnsta kosti sagði Eno, að það væri sami staðurinn, og hann benti mér á tréð, sem ég hafði klifr- að upp í. En hvergi fundum við neinar leifar af hræi kven- górillunnar. Það var því fram- vegis óráðin gáta, hvort móð- irin hefði í raun og veru sótt ungann sinn eða einhver flökkuapi hefði litið inn í þörp- ið á leið sinni. Síðan hef ég oft lent í gór- illa-ævintýrum. Ég hef veitt górillaunga og athugað lifnað- arhætti fullorðinna apa dögum og vikum saman, og skógargór- illa, sem ég veiddi eitt sinn, býr enn hjá einum vini mínum á plantekru í Suður-Kamerun. Bardagi Eela. Eins og ég hef þegar nefnt, líta Babúnóarnir á górillaap- ana sem bræður sína. Ég átti alltaf erfitt með að fá burðar- karla, og það var algerlega úti- lokað, að ég gæti tekið með mér lifandi górillaapa. Ég tók því saman föggur mínar einn góðan veðurdag, útbýtti gjöf- um og lagði af stað með nokkra burðarkarla til lands Pangwe-negranna í Rio Campo. Þar átti ég gamlan veiðifélaga, Pangwe-negra, sem hafði ver- ið á veiðum með mér í Rio Campo fyrir nokkrum árum. Þar er einnig mikið um gór- illaapa, og Pangwe-negrar hafa allt aðrar skoðanir en Babúnó- arnir. Hjá þeim er górillakjöt talið mikið lostæti. Pangwe- negrarnir eru ekki dvergvaxn- ir, heldur stórir og sterkir menn. Ég varð, hvað sem það kostaði, að ná í górillaunga fyrir dýragarð einn í Evrópu. Rio Campo er þrem kílómetr- um sunnar en lögreglustöðin í Ambam, og þar er skógur einn mikill, þar sem meira er af górillaöpum en mönnum, og þar stundaði hinn gamli félagi minn, Eela, veiðar. Frá hon- um ætla ég nú að segja. Þessi risavaxni Pangwe- negri háði bardaga við stóran skógargórillaapa, og munu fáir menn hafa lifað af þvílíka við- ureign. Enginn, sem ekki hef- ur staðið augliti til auglitis við gamlan górillaapa úti í frum- skógi, getur gert sér grein fyr- ir, hvílíkt hraustmenni það hlýtur að vera, sem berst vopn- laus við slíkt dýr og ber sig- ur af hólmi. Eela var allfrá- brugðinn kynbræðrum sínum. heimilisblaðið [119]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.