Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 30
Og nú veit ég, hvernig það má verða. Hvenœr eruð þér búinn á sjúkra- húsinu ? - Um miðjan október, ef ég verð ekki rekinn áður! - Ágœtt! Þá skuluð þér ferðast burtu og lyfta yður svolítið upp. Ferðalagið mun brátt hrista þessa ástardrauma út úr höfðinu á yður. Ég er viss um, að þér verðið orð- inn heilbrigður á mánuði. Og svo . . . - Hvað svo? - Þá er ég tilbúin að taka á móti yður. - Ég skil það ekki. - Jú, það er áformað, að ég fari til Edinborgar. Það hefur ekki verið tilkynnt opinberlega ennþá, en það er þegar afráðið. Ég mun starfa þar á sjúkrahúsi og fæ auk þess til afnota rannsóknarstofuna við Wall- ace-stofnunina. Og auk þess fæ ég að velja mér starfsfélaga, sem á að aðstoða migvið rannsóknir mínar. Svipur hans fylltist viðbjóði. - Rannsóknir! Líkhús! Hamingjan góða, hvað ég hata það! - Verið nú ekki að gera yður hlægi- legan. Ég hef talsverð áhrif á fram- kvæmdastjórnina. Ef til vill get ég útvegað yður stöðu sem lektor í sjúkdómafræði. Hugsið yður, að verða deildarlæknir á yðar aldri! Og hvað haldið þér, að Overton mundi segja um það? - Hvers vegna talið þér alltaf til þess versta í mér? spurði hann. - Af því að þér eruð fasteign mín, kæri, góði Duncan! Hún brosti stríðnislega. Nú fremur en nokkru sinni áður! - Þér eruð sá síngjarnasti og djöf- ullegasti kvenmaður, sem ég hef kynnzt! Hún kæfði geispa og leit á úr sitt. - Já, þegar um vísindin er að ræða, þá er ég það. Og við göngum bæði undir merki þeirra. Að síðustu horfði hún kuldalega í áttina til hans. - Sofðu rótt, litli skógarhöggsmað- ur. Dagar æskuástarinnar eru liðnir. Um leið og hún gekk í áttina til dyranna tók hún upp bréfin. Þegar hún kom heim til sín, bjó hún vand- lega um pakkann. Hún brosti ann- arlegu brosi um leið og hún stakk honum niður í eina af skrifborðs- skúffum sínum. rwUNCAN átti í miklu hugarstríði ” síðustu vikurnar á Victoria- sjúkrahúsinu. En loksins voru þess- ar vikur á enda. Veðrið var orðið kalt og napurt. Það gekk á með snjóéljum og frosti, svo að jörðin var orðin gaddfreðin. Seint um kvöld, þegar hann kom heim af sjúkrahúsinu, hringdi sim- inn i herbergi hans. Hann bjóst við, að það væri deildarhjúkrunarkonan, en svo var þó ekki. Röddin, sem talaði, kom úr fjarska, marga kíló- metra leið í burtu. Allt í einu varð honum ljóst, að það var Jean Mur- doch. Hann rétti úr sér. - Það er pabbi. Hann varð að fara í rúmið. - Hvað er að honum ? - Það er lungnakvef. Hann var sóttur þrjár nætur i röð fram í dals- mynni, og þá ofkældist hann. Hann vildi ekki vera inni, en nú neyðist hann til þess. - Hvernig gengur þá læknisstarf hans? - Ég hef áhyggjur af því. Það eru mikil veikindi hér. Hann gat ímyndað sér ástandið í hinu afskekkta héraði, Strath Lin- ton: Sjúkur læknir, héraðið á kafi í snjó og langt á milli bæja. - Þið hafið þörf fyrir aðstoðar- iækni ? - Já, eins fljótt og mögulegt er. Vitið þér um nokkurn? Hún hikaði ofurlítið, en svo sagði hún áköf: - Ó, Duncan, það skyldi þó ekki vera, að þér gætuð komið og verið hér eina eða tvær vikur? Hann hafði þegar tekið ákvörðun. Og hefði honum ekki orðið sundur- orða við Murdoch, mundi hann hafa boðið henni að koma, áður en hún bað hann um það. Hann var fljótur að hugsa. Undir slíkum kringum- stæðum mundi Inglis áreiðanlega lofa honum að fara nokkrum dög- um fyrr af sjúkrahúsinu. - Hvenær fer síðasti bíllinn ? spurði hann Jean. - Klukkan níu, frá gamla torginu. - Ég hugsa, að ég nái honum. Þá getið þér búizt við mér um tíu- leytið. Svo hringdi hann til doktor Inglis. Hann sagði honum með fáum en [138] skýrum orðum frá veikindum Mur- dochs, og fékk hann strax leyfi t'l þess að fara. Hann hafði ekki tíma til þess að búa um dót sitt. Hann setti á sig hálsklútinn og fór í frakk- ann, dró hattinn niður fyrir augu og þaut niður tröppurnar. Hann hljóp í einum spretti eftir mann- auðum götunum og stökk upp 1 gamla vagninn, sem var um þa® bil að leggja af stað frá torginu. 7. kapítuli. Læknir úti á landi. VENJULEGA var áætlunarbíllinn yfirfullur, en þetta kvöld voru aðeins tveir farþegar, auk Duncans- Annar þeirra var ungur maður, 8 að gizka tuttugu og fimm ára, með greindarlegt andlit. Hann sat niður- sokkinn í skáldsögu. Hinn maður- inn, sem sat við hlið Duncans, kom Duncan óþægilega úr jafnvægi, Þe®' ar hann hafði áttað sig á, hver hann væri, þessi holdugi miðaldra maður, með poka undir augunum og þunnt, gljáborið hár. Það var Heiðarlegi-Jói Overton. Maðurinn sýndi það brátt, að hann hafði heldur ekki gleymt Duncan. - Eruð það þér? tautaði hann. Hvað eruð þér að gera hér á slíku kvöldi sem þessu ? - Hvað eruð þér að gera her • spurði Duncan hvasst. - Ég? sagði Heiðarlegi-Jói. var að heimsækja son minn. mundi ekki sitja í þessari bölvaðr* líkkistu, hefði bíllinn minn ekk* bilað. Viðgerðarmaðurinn heima skal sannarlega fá að sjá í tvo heim- ana! Hann tók vindil upp úr vasa sW' um, beit framan af honum og spurð*. um leið og hann kveikti í: - Eruð þér að fara langt? - Til Strath Linton. - Sei, sei, sagði sessunauturinn og varð allt í einu fullur áhuga- Þér ætlið niður í þann blessaða dal- Ég neyðist til að dvelja í nánd við þennan eyðilega stað. Ég vinn að þVI mesta verki, sem ég hef nokkru sinni tekið að mér — virkjuninW við Loch Linton. Ég hef yfir þúsund manns í vinnu. Allir vinir yðar u* bæjarráðinu í Levenford standa með mér að verkinu. Frh- HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.