Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 18
Gjáin. hrepps- og Skeiðahreppsafrétt. Þá beygðum við til vinstri handar og fórum með girðing- unni, skáhallt upp á Stangar- fell. Þegar upp á fellið kom,blasti við okkur mikið og frítt útsýni til allra hliða. Fjölbreytni fjallanáttúrunnar var undur- samleg. Hinn fagurgerði jök- ulkúfur Heklu, sem nú var óð- um að færast til suðurs, gnæfði hár og kuldalegur upp í him- inblámann, með miklum f jalla- klasa til beggja hliða. Lengra í suðri blöstu við Tindafjalla- og Eyjafjallajökull, auk ýmissa fella annarra og hæða.Til norð- urs og austurs opnuðust víð- lendur óbyggðanna, þar sem öræfakyrrðin drottnar ár og síð. Við héldum nú áfram til norðvesturs og námum hvergi staðar, svo heitið gæti, fyrr en við komum að Háafossi. Fyrir neðan Háafoss fellur Fossá í stríðum straumi fast við Stangarfell, og urðum við að krækja dálítinn spöl niður með ánni og fara svo upp með henni aftur undir fellinu, sem er frekar örðug leið. — En þegar við svo loksins vorum komin alla leið að fossinum, blasti við okkur tilkomumikil sjón. Þarna stóðum við and- spænis meira en hundrað (121.6) metra háum fossi, sem steyptist með ægiþunga niður [126] í sitt hrikalega hamradjúp' Gljúfrin beggja megin við foss- inn eru býsna mikilúðleg °S setja tröllslegan svip á hina stórbrotnu náttúru staðarins- Sjálfur er fossinn hinn tígU' legasti, og hinir dunandi bassa- tónar hans færa þreyttum veg' farandanum frið og gleði. Það er eins og þreytan og erfiðiú hverfi úr sögunni,og ferðamað- urinn finnur til einhverrar óljósrar sælukenndar í návist þessara undraradda náttur- unnar. En mannleg orð fá eig1 lýst þeim tilfinningum, þær eru háleitari en svo. Er við höfðum dvalið góðan tíma hjá fossinum og virt hann fyrir okkur, vel og rækilega’ héldum við til baka, fram með Stangarfelli og fylgdum Fossá- Var þar víða slæmur vegur og reyndist hestunum næsta örð' ugt að komast áfram, enda gekk ferðin að sama skap1 seint. En brátt sáum við, a^ vegurinn myndi vera öllu betri hinum megin við ána, og þótt> okkur því ráðlegast að segja skilið við þessa leiðina, fara yfir ána og svo fram með henn1 þeim megin, og það gerðum við. Var nú vegurinn miklu greiðfærari, eins og við höfð' um búizt við, og gekk ferðin ágætlega úr því. Klukkan mun svo hafa verið um það bil tíu, þegar við kom' um móts við Ásólfsstaði aftur- Þangað fórum við heim, feng um okkur mjólk og kökur og hvíldum okkur lítið eitt. Að þv’ búnu héldum við af stað þaðan heimleiðis, sama veg og v1^ komum, enda ekki um aðra leið að ræða. HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.