Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 16
EYÞÓR ERLENDSSON
Föp í Þjórsárdal
VORIÐ 1934 datt mér og
Erlendi bróður mínum í
hug að taka okkur einbverja
skemmtilega ferð á hendur,
ferð, sem okkur báðum gæti
orðið minnisstæð og til ein-
hverrar ánægju. Stungum við
upp á ýmsum nafnkunnum
stöðum, sem við aldrei höfð-
um séð, en bæði lesið um og
heyrt aðra, sem þar höfðu
komið, láta mikið af, sakir
fegurðar. Loks varð það svo
úr, að við akváðum að fara
austur í Þjórsárdal, einn feg-
ursta og einkennilegasta stað-
inn, sem til er a landi voru,
og var ferðin ákveðin fyrsta
dag júlímánuðar.
Ég hugsaði með sívaxandi
tilhlökkun til þessarar ferðar,
enda er það mín allra bezta
skemmtun að ferðast um
ókunna staði, á góðum hest-
um, og virða fyrir mér hina
dásamlegu fegurð, sem alls
staðar blasir við í náttúrunni.
Klukkan fimm að morgni
hins ákveðna dags lögðum við
svo af stað í yndisfögru veðri,
ásamt Ólafíu systur okkar, og
héldum sem leið liggur austur
eftir þjóðveginum, alla leið að
Ásólfsstöðum. — Er víða fag-
urt um að litast á þessari leið,
og getur að sjálfsögðu margt
að líta, sem athyglisvert er og
gefur ferðinni aukið gildi.Eink-
um verður svipmót náttúrunn-
ar laðandi, þegar austar dreg-
ur. Til hægri handar streymir
Þjórsá með síjöfnum þunga,
en handan við hana laugar
Landsveitin sig í dýrðlegum
sólarljóma, blómleg og bú-
sældarleg. 1 suðaustur ber
Heklu við blátt himindjúpið,
krýnda skínandi fannahjúp, og
aðrar stórfenglegar jökulbung-
ur gnæfa yfir allt annað lengra
í suðri, en framundan blasa við
tvö svipmikil fell, Hagafell og
Búrfell.
Á Ásólfsstöðum stönzuðum
við lítið eitt, fengum okkur öl
o. þ. h. Bóndinn þar, Páll Stef'
ánsson, léði okkur þá af árbók'
um Ferðafélagsins, sem ein-
ungis fjallar um Þjórsárdal, og
eru þar ýmsar góðar upplýs'
ingar um leiðir og örnefni í
dalnum.
Er við fórum frá Ásólfsstöð'
um, var komið fram yfir há'
degi, og höfðum við stanzað
þar nálega eina klukkustund-
Héldum við nú inn með Skriðu-
felli, og blöstu þá vjð hinh
svonefndu Vikrar, en það er
geysimikil flatneskja, þakin
samfelldri vikurbreiðu, sem
þangað hefur borizt í Heklu'
gosum fyrr á öldum. Stingur
auðn þessi mjög í stúf við hlíð'
ar Skriðufells og Vatnsásinn
svonefnda, sem eru klædd
blómlegum skógi. — En svo
herma gamlar sagnir, að land-
flæmi þetta, sem þarna er graf'
ið og drepið í dróma undir
heljarfargi vikurs og auðnar,
hafi um eitt skeið átt fífil sinn
fegri. Oss er tjáð, að allt hafi
það verið gróðri vafið. Þá var
öll þessi auðn fjölbyggð sveit,
ein hin fegursta á landi voru-
En voldug náttúruöfl (þ- e-
Heklugos) gjöreyddu allri þess-
ari blómlegu byggð á skömm"
um tíma, og fátt eða ekkert
vita menn um örlög þeirra
manna, sem þá bjuggu þar-
Endurminningin um þessa
byggð er nú að mestu horfin
í rökkurmóðu liðinna alda, og
[124]
HEIMILISBLAÐIP