Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 9
er þeim í blóð borin, og þeir
hafast aldrei lengi við á sama
stað í einu.
Við þurftum heldur ekki að
Sanga lengur en í klukkustund,
byí þá gaf Eno mér merki um,
að við skyldum leggjast niður.
^rátt kom ég auga á górilla-
móður rétt hjá okkur, sem
Var að baða barnið sitt í læk.
^arnið var hrætt við vatnið
°g barðist á móti með hönd-
Um og fótum. En að lokum var
moðirin ekki lengurmeð neinar
vifilengjur, frekar en menn-
lrnir, þegar þannig stendur á,
heldur kaffærði krakkann. Auk
bessarar górillamóður sá ég
tvaer aðrar, sem voru að fást
Vlð börnin sín. Karlaparnir sá-
^t hvergi, og féll okkur það
R'ður en svo miður. Þeir voru
e>nhvers staðar í nágrenninu
að kýla vömbina.
Eno benti mér að bíða. En
sn bið var alls ekki skemmti-
^eg. Við lágum í kjarrinu og
^nattum ekki hreyfa okkur, til
bess að gera ekki hávaða.
fj°ksins, eftir tvo eða þrjá
blukkutíma, héldu górillaap-
arnir burtu, að undanskilinni
e'nni apynju, sem var enn að
^eika við barnið sitt á lækjar-
bakkanum. Nú virtist mér
retta tækifærið, til að fram-
kvaama ætlun mína. Ég þreif-
a^i gætilega og hljóðlaust aft-
Ur fyrir mig, til þess að taka
byssuna úr hendi burðarkarls-
1Ils, því að ég varð að vera
Vlðbúinn því, að górillamóð-
lrin léti barn sitt ekki átaka-
^aust af hendi. Þegar ég tók
Urn byssuskeftið, sem var enn
volgt úr höndum dvergsins,
^annst mér, að nú væri það ég,
Sem ráðin hefði. En Eno hafði
gefið mér nánar gætur. Þegar
^ElMILISBLAÐIÐ
ég ætlaði að rísa upp og grípa
górillaungann, sem var að
skoppa um rétt hjá mér, stökk
hann á fætur, rak upp hátt
öskur og hljóp beint í áttina
til apynjunnar. Það, sem því
næst skeði, stóð aðeins yfir
í fáeinar sekúndur.
Górillan hafði ekki fyrr
heyrt hljóðið en hún stökk til
ungans síns. En þar sem hann
varð hræddur við manninn,
sem allt í einu birtist, og hið
skyndilega viðbragð móður
sinnar, flýði hann og lenti
beint í höndunum á mér. Enda
þótt hann væri í mesta lagi
tveggja ára gamall, varðist
hann af æðisgengnum ákafa
og hinu mesta afli. Ég hafði
misst byssuna og gat hvoruga
höndina losað, til að taka hana
upp. Og þá sá ég apynjuna, á
að gizka tveggja metra háan
beljaka, tvö skref frá mér. Ég
sleppti apaunganum og stökk
aftur á bak. Apynjan stóð rétt
hjá byssunni minni og öskraði
heiftarlega. 1 sama bili heyrði
ég Eno kalla: - Herra, upp í
tré! Ég litaðist um. Rétt hjá
mér var ungt tré, á að gizka
fimm metra hátt. Ég klifraði
upp í það í snatri og kom um
leið auga á Eno, sem kleif upp
annan trjástofn eins og api.
Þegar ég var kominn hálfan
þriðja metra frá jörðu og upp
á neðstu greinina, nam ég
snöggvast staðar og litaðist
um. Tæplega fimmtíu senti-
metra frá mér sá ég hrikaleg-
ar, loðnar hendur, sem fálm-
uðu eftir mér. Og á næsta
augnabliki tók tréð að rugga
til, eins og í stórviðri. Það var
apynjan, sem hristi tréð og rak
um leið upp gjallandi, æðis-
gengin reiðiöskur. Ég varð að
halda mér, til þess að hrapa
ekki niður. Mér heppnaðist
með erfiðismunum að klifra
einum metra ofar, þangað sem
laufið skýldi mér. Dýrið ham-
aðist þarna í um það bil þrjár
mínútur. Þá heyrði ég allt í
einu, að hún þrammaði burtu.
Um leið heyrði ég há og gjall-
andi öskur, sem ég fyrst í stað
vissi ekki, frá hverju stöfuðu,
en mér skildist þó brátt, að
það væri rödd górillaungans.
Ég gægðist niður um laufkrón-
una og sá þá Eno, sem var
að hverfa eins og örskot inn
í kjarrið með górillaungann á
handleggnum. Apynjan sá það
ekki, en hljóp eins og fætur
toguðu í áttina þangað, sem
kveinstafir ungans heyrðust.
Eno hafði bjargað lífi mínu,
og nú varð ég að bjarga lífi
hans. Ég flýtti mér niður úr
trénu og að byssunni minni. En
um leið og ég greip hana, sá
ég apynjuna koma í áttina til
mín. Hún sá mig ekki, en nú
gall aftur við öskur ungans
bak við mig.
Ég veit ekki, hvort eðlishvöt
eða umhugsun réði næsta við-
bragði mínu, en ég stökk af
stað, fyrir augunum á æðis-
gengnu dýrinu, og hljóp aftur
að trénu. Ég heyrði bresta í
greinum að baki mér. Skyldi
ég komast að trénu í tæka tíð ?
Nú var ég kominn að því. Ég
hugsaði mig augnablik um,
hvort ég hefði tíma til að
skjóta, en þá lenti þungt högg
á öxl minni, svo að ég féll til
jarðar. Ég skaut hálfmeðvit-
undarlaus á grábrúna ófreskj-
una, sem stóð yfir mér og bjóst
til að tæta mig í sundur með
klósterkum gripfótunum.
Skotið virtist hafa drepið
[117]