Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 4
anum og laufþakið hvelfist yf-
ir mann, grágrænt, grafkyrrt
og þjakandi, eru fyrstu geislar
glóðheitrar Afríkusólarinnar
farnir að verma efstu brúnir
fjallanna. Hið drynjandi öskur,
sem hljómaði gegnum frum-
skóginn, var nefnilega boðberi
þess.
Ægilegt, hvellt og andstyggi-
legt öskur, sem ekki verður
líkt við neitt mannlegt hljóð,
er kveðjan, sem foringi hvers
górilluflokks flytur fyrstu
skímu dagsins. Frumskóga-
negrarnir segja, að þetta sé
fyrsta hljóðið, sem rjúfi hina
djúpu og ægilegu þögn hita-
beltisnæturinnar, og því kalla
þeir hann, þennan risavaxna
skógarmann, sem allir óttast,
N’gagi, „boðbera morgunsins".
En enginn, sem ekki hefur
sjálfur heyrt þetta öskur,
morgunkveðju górillaapans,
getur gert sér í hugarlund
óhugnanleik þessa náttúru-
hljóðs.
Ég hef oft heyrt þetta ösk-
ur, bæði í frumskógum Gab-
uns, Kameruns og Kongos.
Enda þótt það vekti hjá mér
óstjórnlega skelfingu, sérstak-
lega í fyrstu skiptin, sem ég
heyrði það, skelfingu, sem hvít-
ir menn læra fljótt að sigrast
á en negrarnir aldrei, fylgdi
þó skelfingu ' minni í þetta
skipti nokkur ánægja, því að
nú vissi ég, að þetta sjaldgæf-
asta og dýrmætasta villidýr
Afríkufrumskógarins, sem ég
hafði svo lengi leitað að og
vonazt eftir að finna, var loks-
ins á næstu grösum. Nú var um
að gera að yfirgefa náttstað-
inn sem fyrst, án þess að borða
morgunverð, og hraða förinni
í áttina þangað, sem öskrið
heyrðist, því að annars væru
górillurnar brátt allar á bak
og burt, og þá yrðum við enn
að leggja á okkur frekara erf-
iði og baráttu, fleiri daga og
nætur í þessu rökkvaða, loft-
illa skógarvíti.
Injuna, skógarmaðurinn
risavaxni.
Aldrei mun ég gleyma þeirri
stundu, er ég sá górillaapa í
fyrsta sinn. Síðan eru liðin
nokkur ár, en oft dreymir mig
þá stund, þegar ég sef í ein-
hverju gistihúsinu, og þá hrekk
ég upp æpandi.
Ég var staddur í frumskóg-
um Gabuns með skógarhöggs-
mönnum. Dag einn gekk ég inn
í skógarþykknið, til þess að líta
á okoumetrén, sem svonefnd-
ur gabunviður er unninn úr.
Gagnstætt venju minni var ég
vopnlaus. Ég gekk áfram eftir
breiðum veginum, sem rudd-
ur hafði verið, til þess að flytja
eftir stórviðinn, skoðaði trén
og gætti þess ekki, hve langt
ég var kominn, svo brátt var
ég kominn lengra inn í skóginn
en ég hafði ætlað.
Allt í einu sá ég eitthvað,
sem líktist manni inni í grá-
grænu rökkrinu. Ég skyggnd-
ist betur um, þar sem ég hélt,
að mér hefði missýnzt. En það,
sem þar stóð, ef til vill tuttugu
metra frá mér, reyndist vera
risavaxið, hræðilegt villidýr.
Þéttur, grásvartur hárlubbi
lafði niður af öxlum þess. Þeg-
ar augu mín höfðu vanizt skóg-
arrökkrinu nægilega, greindi ég
einnig andlitið. Það starði á
mig, líkast andliti villimanns,
afmynduðu af bræði, nema
hvað það virtist helmingi
stærra. Og nú komst skyndi'
lega hreyfing á þetta kafloðna,
risavaxna vöðvaflikki. Ég greip
til þess eina ráðs, sem ég átti
völ á í þessum kringumstæð-
um, ég sneri við og hljóp 1
áttina til bækistöðva minna-
Og þá var eins og ég heyrði
hljóðlátt fótatak nakinna ilj3
á eftir mér. Ég hljóp eins og
ég ætti lífið að leysa. En þegar
ég leit sem snöggvast um öxli
eftir hérumbil fiínmtíu skref.
sá ég gráan skugga fyrir aftaP
mig, sem gat ekki verið fj®r
en sem svaraði nokkrum metr'
um.
Var til nokkurs að hlaupa •
Það voru tæpast meira en f j°r
ir metrar milli mín og viU1'
dýrsins, og ég bjóst við, að 3
næsta augnabliki mundi þess1
loðna ófreskja ráðast á m1#'
En í því skjátlaðist mér. U111
leið og ég nam staðar, nam
górillan einnig staðar. Stofi
kringlótt og dökk augu, se!fl
illskan leiftraði úr, störðu a
mig. Þarna stóð ófreskjan me^
dinglandi handleggi, vagga11^1
skrokk og geiflaðan kjaftin11'
Ég hörfaði aftur á bak, skre[
fyrir skref, og górillan fylg^1
mér eftir. öskrin, sem hún rak
upp, urðu sífellt háværari
illúðlegri. Ég nötraði af ótta
við að verða kraminn til ba110
af þessum geysidigru han^
leggjum. Ég sneri við í snat’1
og stökk af stað, og ófreskja11
fylgdi mér enn eftir.
Og þá, er apinn hafði rett
náð mér í annað sinn, flau^
mér í hug, hvað orðið gæti me^
til bjargar. Ég sneri við
skyndi, en nú beið ég ekki eft
ir honum eins og í fyrra skipt
ið, heldur gekk til móts við
HEIMILISBLAÐlP
[112]