Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 30
Það gekk eins og í sögu, því að Górillan leit ekki einu sinni við, og þau voru öll kom- in yfir veginn, áður en hann nam staðar við brunastaðinn. Þremur mínútum síðar voru þau komin niður í dalinn. ,,Mér þykir það leitt,“ sagði Tómas, ,,að við getum ekki verið viðstaddir á bruna- staðnum, en Jósef verður að vera fulltrúi okkar. Segið honum, að hann skuli fara nið- ur í þorpið, og þegar hann hafi heyrt, hvað skeð hafi, skuli hann hlaupa á brunastað- inn, því að þar muni ábyggilega safnast sam- an margmenni. Ef hann notar eyrun vel, og gerir góðar fyrirspurnir, getur hann ef til vill komizt að því, hvað þeir Shamer og Júdas hyggjast gera.“ Marteinn flutti þessi skilaboð til Jósefs, og það hlakkaði í honum. Þegar þeir voru komnir yfir brúna, skildu leiðir, Jósef beygði inn á mjóa veginn, sem lá til þorpsins, en þau hin héldu áfram til hallarinnar, þar sem Konráð beið þeirra við glugann á bakhlið- inni, sem sneri að skóginum. Þegar þau voru komin inn, sagði Konráð: „Það eru komnir tveir ókunnugir menn til þorpsins, sonur veitingamannsins kom hing- að fyrir tuttugu mínútum og tilkynnti það.“ „Við vitum það, Konráð, við vitum það,“ sagði Tómas. „Það er nú það minnsta af því, sem skeð hefur.“ „Hvað hefur skeð?“ spurði Konráð ákaf- ur. „Það getur Jósef sagt yður,“ sagði Tómas. Hann kemur hingað að vörmu spori.“ Þau flýttu sér öll upp í virkið til að vita, hvað sæist, það eina, sem þau sáu, var reykjarstrókur, sem lagði upp úr skóginum, vinstra megin við raufina. „Heldurðu, að þeir haldi eitthvað kyrru fyrir í þorpinu?" spurði Katrín. „Ég hallast einna helzt að því, að þeir muni láta senda eftir bifreið,“ sagði Tómas. „En það getur tekið sinn tíma. Það væri bezt....“ Hann lauk aldrei við setninguna. Einhver kom á harðahlaupum upp í virkið. Það var Jósef með Konráð á hælum sér. Jósef var alveg örmagna og svitinn lak af honum. „Hvað er á seiði?“ spurði Konráð. „Hvað hefur eiginlega komið fyrir?" „Ég gerði eins og fyrir mig var lagf> stundi Jósef út úr sér. „Ég fór á brunastað' inn, en ég stoppaði þar ekkert, því að fað'r Katrínar var þar. Hann talaði við ókunnugu mennina. Ég held einna helzt. . . þó er ekki viss um það ... en ég held endileg3’ að hann hafi boðið þeim heim, boðið þe'^ að vera hér, þangað til þeir hefðu íenté'1 bifreið til að aka þeim til Cruise." Þau störðu hvert á annað. Framh. í næsta blaði- Jón átti leið um dimma hliðargötu að kvöldl3®1, og gengu þá skyndilega í veg fyrir hann tveir msnn' og hinn stœrri sagði kurteislega: „Afsakið, her minn, en þér gætuð líklega ekki lánað mér krónU pening?“ ; „Jú, ætli það ekki," svaraði Jón. „En það er eu laust við að mig langi til að vita, til hvers þér 1 að nota hann.“ ^ „Það er sjálfsagt að segja yður það," svara hinn. „Okkur félögunum kom nefnilega saman u ^ að kasta krónu, til að gera út um lítilf jörlegt ágrelU. ingsmál okkar á milli, en það er, hvor okkar el” að fá úrið yðar og hvor veskið." Tommi: „Ég hitti strák áðan, sem sagði, að e" væri líkur þér.“ Siggi: „Og hvað sagðir þú?“ Tommi: „Ekki neitt, Hann var stærri en eg- „Hamingjan góða,“ sagði kona, sem var í ^el sókn á geðveikrahæli, við umsjónarmanninn. » sú æðislega heift, sem skein út úr augnaráði þessa, ar konu, sem við mættum í ganginum. Er n hættuleg?" „Ojá, stundum," svaraði umsjónarmaðurinn. ^ „En hversvegna látið þér hana ganga lausa ? „Ég get ekki komið í veg fyrir það.“ „En er hún ekki sjúklingur og því undir Y stjórn ?“ _ ,;r „Nei, hún er ekki sjúklingur og heldur ekki un minni stjórn. Hún er konan mín.“ Þrjár heyrnardaufar konur voru á ferð í b®nU „Þetta er nú meira rokið," sagði sú fyrsta. » „Nei, það er fimmtudagur en ekki miðvikudagur> sagði sú næsta. , „Já, ég er líka þyrst," sagði sú þriðja. „Við s';Ug um skreppa einhversstaðar inn og fá okkur eitthv að drekka." 162 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.