Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 10
Hveitibrauðsdagar í Mexíkó „Þau eignuSust 11 börn fyrsta hjúskaparári&.“ Þegar Marjorie Marshall kom í listaskól- ann í Boston, hitti hún Charles Furr, sem eins og Marjorie lagði stund á málaralist. Charles var 25 ára, en Marjorie aðeins tví- tug, þegar þau gengu í heilagt hjónaband í júnímánuði 1953. Þau fóru í brúðkaupsferð til Oaxaca í Suður-Mesxico, sem er drauma- bær allra málara, með kölkuðum múrveggj- um, aragrúa af vínviðarekrum og heitu og dásamlegu loftslagi. Þar komu þau sér fyrir í kofa, og í flunkunýrri bifreið, sem þau fengu í brúðargjöf óku þau um héraðið og námu staðar, þar sem þau höfðu löngun til. Dag nokkurn höfðu þau numið staðar til að gera fjalllendi í nágrenninu ódauðlegt, þar sem berfættur indíánadrengur gætti fjár. Charles veitti því eftirtekt, að drengur- inn hafði skorið sig í fótinn, og bólga var að hlaupa í sárið. Hann skýrði drengnum á sinni bjöguðu spönsku frá því, að hann yrði að láta hreinsa sárið og binda um það. Daginn eftir, þegar þau komu til að ljúka við myndir sínar, tók Charles eftir því, að sárið var í sama ásigkomulagi. Það var orð- ið eldrautt af bólgu og skítug tuska lafði utan um það. Hann kallaði á drenginn: „Toledo, hefur þú ekki sagt mömmu þinni, að hún verði að þvo sár þitt?“ „Jú, herra, en hún er ekki móðir mín. Hún er patrona (matmóðir) mín, og hún hefur annað að gera en að hugsa um fjár- hirði.“ Charles tók drenginn upp í bifreiðina og ók af stað til að hafa tal af patronu hans. Hann fann hana á bæ skammt frá — fáfróða, harðneskjulega konu með grófan málróm og Ijótt útlit. Henni stóð nákvæmlega á sama um fót Toledos. Hún hafði gert samning um vinnukraft þessa tólf ára drengs við foreldra hans, sem bjuggu hærra uppi í fjöllunum, fyrir utan það hafði hún ekkert af honum að segja. Harmi lostinn lyfti Charles drengnum upp í bifreið sína og ók af stað til læknis í Oaxaca. Að því búnu lagði hann hann upp í rúm sitt heima í kofanum, og Marjorie lét hann ekki fara á fætur, fyrr en sárið v^j alveg gróið. Um leið notaði hún tækif®1'1 til að baða Toledo og klippa hár hans, maður hennar keypti nokkrar stuttbuX111' og skyrtur handa honum — og fór að kenU3 honum að lesa og skrifa. Marjorie varð þrumu lostin, þegar Char les lýsti því yfir, að þau skyldu láta dreité inn búa hjá þeim — hugsa sér að fá fóstur son, sem aðeins var átta árum yngri en hi;l! sjálf! „Hvar ætti hann annars að vera?“ spul Charles. Ungu hjónin fengu mánaðarlega seP smáfjárupphæð frá föður Charles — nog 1 þess, að þau gátu framfleytt lífinu, þ311^ til að Charles færi sjálfur að afla peninS® En það takmark átti langt í land. Hann ekki ennþá búinn að gera það upp við s ! hvort hann ætti að gera það að lífsstar sínu að mála, eða hvort hann ætti að ta sér annað fyrir hendur. ^ Dag nokkurn kom maður frá nærliggU11 j þorpi til að tala við þau. Með hattim1^. hendinni og ótal afsakanir á vörunum saí hann: „Herra Furr, ég er hér með lJt* munaðarlausan dreng. Eiginlega ætti ha^ að fara að vinna fyrir sér sjálfur eins aðrir drengir á hans aldri, en hann er ^ skynsamur. Mér fyndist, að hann setti læra að lesa og skrifa. Því miður hoiu við naumlega í okkur og á, og það er held' ur enginn skóli í þorpi okkar. Má hann hjá ykkur og læra að lesa og skrifa? C° Guð mun launa ykkur.“ , Þannig vildi það til, að Jósafat, H fluttist inn í kofa Charles og Marjori6 varð leikfélagi Toledos. ,-^f Þegar Israel, 14 ára, stakk skömnW sl höfðinu inn um kofagættina og spurði hu eislega, hvort hann gæti fengið fæði, u næði og kennslu, ef hann ynni fyrir " urðu ungu hjónin svo snortin af hævel SJ hans, að þau gátu ekki neitað honum- lsl fluttist inn. jf Nú var fjölskyldan orðin of stór ^ 142 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.