Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1963, Page 8

Heimilisblaðið - 01.01.1963, Page 8
hökunni og braut heilann. Svo leit hann upp. „Reyndu heldur að tala um það við konuna mína,“ sagði hann. „Hún er miklu vitibornari en ég. Hún er aldrei ráðalaus, og viti hún það ekki, þá er það af því, að það er engin leið. Þú getur komizt hérna í gegn.“ Hann lyfti hlera í afgreiðsluborð- inu og lét ungu stúlkuna smjúga í gegn. „Og svo bara þarna upp stigann.“ Hún lagði höndina á handlegginn á hon- um. „Barling," sagði hún, „ef þér gætuð talað mínu máli við Gunnar — á einhvern hátt. . . ég á við .. .“ „Ég skil. Ég skal gera það, sem ég get,“ sagði gamli maðurinn og kinkaði kolli. „Þakka þér fyrir.“ Hún brosti. „Mér er farið að líða eins vel og ég væri allt að því gift.“ „Þú skalt samt ekki panta brúðarkjól- inn strax,“ sagði Charles gamli. Svona veik því við, að bíllinn hennar Míu Tinker stóð svo oft fyrir utan litla húsið hans Barlings, að þorpsbúar veittu því athygli. Stundum saman var unga stúlkan hjá frú Barling, og þær óku oft út í sveit til fólks, fólks, sem bjó æði langt í burtu. Heila viku var hún í dularfullri heimsókn í stórborginni. Winkler, sem ók áætlunarbílnum, nam staðar eins og vant var fyrir utan járn- vörubúðina til að ræða um umferðarvanda- mál og segja fréttir. „Þessi Zilinski er alltaf á höttunum eftir Melg lækni,“ sagði hann, „af því að hann tók fótinn af drengn- um. Zilinski sver það, að hann skuli ná sér niðri á honum. Um daginn fékk lækn- irinn kúlu gegnum skyggnið á bílnum sín- um.“ „Veslings manninum er vorkunn," sagði Charles gamli, „sé þess gætt, hvað hann er ægilega fávís. Það er erfiðast að sannfæra fólk, sem veit ekkert og þekkir ekkert. Læknislyst er eins konar galdrar í augum manns eins og Zilinskis. „Já, það kann að vera,“ sagði Winkler. „En ekki ætti læknirinn að gjalda þess. Væri ég í hans sporum, færi ég varlega í það að aka allt of afskekktar leiðir, sér í lagi að nóttu til.“ „Skyldir þú rekast á hann, máttu segja honum að mig sé að finna hérna á bekkn- um fyrir utan búðina mína,“ sagði CharleS gamli. T-vEGAR LEIÐ á daginn, sá gamli járnvöi'U' * salinn lækninn unga koma gangand' yfir brúna til sín. „Góðan dag, Barling,“ sagði hann. „Góðan dag, læknir. Hvernig líður sjúk' um, höltum og blindum?“ „Þeir eru allt of margir,“ sagði Gunna Melg og hló, „en þó ekki það margir, a ég geti keypt mér ný tæki.“ „Læknir, sem hefur kúlu gegnum höfuö' ið, þarf engin tæki,“ sagði Charles. (( Læknirinn brosti. „Þér hafið frétt þa^ „Ég sem borgarstjóri í bænum gæti e- t. v. sett Lilinski undir lás og slá,“ Charles Barling, „eða látið vísa honuffl al byggðinni.“ ^ , ,,'Ég hef gert mannanganum nóg 11 meins,“ sagði ungi læknirinn og hristi h0 ' uðið. „Frá hans eigin sjónarmiði er halllj í fullum rétti. Slíkt verður að sætta sl® við, þegar maður er læknir í svona a kima.“ „Hann þarf ekki að vera fábjáni fyrl það,“ sagði Barling. „En ég ætti e. b að tala við hann í alvöru.“ „Já, já. Það getið þér vel,“ sagði Gunna Melg. „Nú verð ég að halda áfram-“ ,j „Gefið þér yður nokkurn tíma stuud að hugsa, læknir?“ „Um hvað?“ i „Um það, hvað tíminn líður hratt. HVíl hann er hraðfleygur. Þeir, sem mael. þekkti í bernsku, eru allt í einu orðh manni ókunnugir. Það á við jafnt uni stu ur og pilta. Telpa, sem var ekki annaö e telpukríli í gær, er orðin kona daginn ef 1 ‘ Já, annað var það ekki, sem ég vildi se£J læknir.“ „Ég held ég skilji yður ekki almeI1111 lega, Barling.“ „Nei, það hygg ég ekki heldur,“ ^ * Charles gamli. „En e. t. v. ef þér f0311 að hugsa málið nánar ...“ (AGINN EFTIR var breytt veður. Þuð ' komin rigning og slydda. StormUr r D fór eins og súgur um dalinn, og vöxtui y* kominn í ána fyrir kvöldið. Stormu11 -Jí 8 HEIMILISBúAh

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.