Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 18
< Mynd þessi af hinum kunna rússneska nóbelsverðlaunahafa L. D. Landau og er tekin í stúdentasamkvæmi í Moskvu s.l. ár. Nú liggur hann rúm- fastur vegna heilasköddunar, sem hann hlaut í bílslysi. í haust sem leið gxúfði eitruð þoka yfir London. í hundraða- tali veiktist fólk af eitrun og um sjötíu manns létust. Einu farartækin sem héldu uppi reglubundnum ferðum voru neðanjaröarbrautirnar. > < í Zlirich hafa lögregluyfir- völdin látið setja upp slíka viðvörunarskápa. Óski einhver að ná sambandi við lögregluna styður hann á hnapp og fær þá samband við næstu lög- reglustöð með hjálp hljóðnema og hátalara. Super Starfighter F-1096-þot- ur er gott framlag til loft- varna NATO-rikjanna. Sjö lönd, þ. á m. Danmörk, munu nota þessa tegund. Starfighter- þotur eiga bæði hraða- og hæðarmetin. > Sjálfur Buffalo Bill hefði star- að undrandi á þetta skot- vopn, sem þýzkur leynilög- reglumaður heldur á. Þetta er heimatilbúin byssa, sem var tekin frá leyniskyttu og er geymd á safni lögreglunnar í Hannover. Gikkurinn er bú- inn til úr auga af skærum, skaftið er búið til úr rúmbretti. Af mjög mikilli hugkvæmni hefur verið komið fyrir vasa- ljósi á byssunni, til að nota í náttmyrkri. > < Það er ekki liðið langt á þetta ár áður en víðs vegar um heim hafa verið kosnar feg- urðardrottningar fyrir árið 1963. Þessi 23ja ára stúlka, Christiane Luro, var kjörin fegursta stúlka Marseille- borgar. ]8 heimilisbla® 0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.