Heimilisblaðið - 01.01.1963, Side 23
EIMilisblaðið
< Sue Lynn, hin 16 ára gamla
stúlka, sem varð fræg fyrir að
leika Lolitu í samnefndri kvik-
mynd, sem mjög hefur verið
rætt og ritað um. Hún á að
leika í kvikmynd, sem gera á
um Marilyn Monroe. En
myndatökunni verður að
hraða, þar sem amerískir sér-
fræðingar halda því fram, að
Sue Lynn verði orðin 80 kíló
áður en hún verður 19 ára.
Ný skartgripaverzlun hefur
verið opnuð í Paris. Eigandinn
er Fred Wander, sem þekktur
er fyrir kunnáttu sína í að
hlaða eðalsteina radiovirkum
geislum, til að fá þá til að
skipta litum. Unga stúlkan á
myndinni er að reyna eina
dýrustu hálsfesti verzlunar-
innar, sem metin er á 80
milljónir franka. >
< Margrét prinsessa og maður
hennar, Snowden lávarður,
sjást oft á viðhafnarmiklum
góðgerðardansleikjum. Hér
sjást þau svífa í dansi.
Prá Ameríku er þessi hent-
uga tízka komin, hattar, sem
nota má hvort sem vill sem
höfuðfat eða hárkollu. Unga
stúlkan notar hann sem hatt,
um leið og hún gerir tilraun
með, hvernig úr hattinum má
gera hinar fallegustu hár-
skrýfingar. >
< Þetta fallega par hér á
myndinni er Peter Burrows og
hin fagra kona hans, Valerie,
sem hafa nú i þriðja sinn
varið sinn brezka meistaratitil
í tvímenningshlaupi á skaut-
um.
Lundúnabúar eiga sinn perlu-
móðurkóng, og í föt hans og
f jölskyldunnar þarf ósköpin öll
af perlumóðurhnöppum. Hér
sést dóttir kóngsins, Linda
prinsessa, vera að sauma
knappa í búning sinn. >