Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 41
< Leopold, fyrrverandi kon- ungur Belgíu, og kona hans, Liliane prinsessa, óska að fá að lifa í sátt við almennings- álitið. Leopold leggur áherzlu á þetta í tilefni af fregnum, sem hafa að undanförnu birzt í heimsblöðunum um hann og fjöiskyldu hans. Hin heimsfræga sópransöng- kona, Renata Tebaldi, sem að margra áliti er raddfegursta kona heims, hefur nú snúið aftur til óperusviðsins, frískari og grennri en áður. Að undan- förnu hefur hún ekki komið fram opinberlega vegna slyss, sem hún varð fyrir. > < Það eru þrjátíu ár á milli þessara tveggja búninga. T. v. sést flugmaður frá fyrstu dög- um flugsins, þegar flugvélarn- ar komust rétt yfir 200 km. á klst. Hann er í venjulegum ferðafötum með fallhlífina hangandi niður á fætur. Hinn er flugmaður á nútíma þotu, sem fer tíu sinnum hraðar en flogið var fyrir þrjátíu árum síðan. Þetta er apinn Toby á reið- hjólinu sínu, sem er smíðað sérstaklega handa honum. Hann er mjög vinsæll skemmti- kraftur í ensku fjölleikahúsi. > < Á síðustu kvikmyndahátíð í Feneyjum voru „stjörnur“ víðsvegar að úr veröldinni. Þessi mynd er af rússnesku leikkonunni Bolotova, sem er að baða sig í sólinni á einni baðströndinni í borginni. Nú hefur Frakkland ekki leng- ur tvenns konar franka, gaml- an og nýjan. Núverandi franki samsvarar 100 gömlum frönk- um. Það verður auðveldara fyrir frúna á myndinni að verzla eftir þessa breytingu. >

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.