Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 12
F r amtí ðar draumur
Evelynar
Smásaga eftir Jean Bonot.
Evelyn Latour var niðursokkin í dag-
drauma sína, þar sem hún var á heimleið
í sporvagninum.
í huga sér sá hún myndarlega og hug-
ljúfa unga manninn, sem kvöld eitt í apríl
hafði ávarpað hana á Rue de la Paix og
síðan boðið henni góðgerðir á veitinga-
húsi.
Hún minntist þess hversu vel vaxinn
hann hafði verið, hálsbindið hans í sér-
kennilegum lit, fötin samkvæmt nýjasta
sniði, og rödd hans þíð og karlmannleg í
senn, þegar hann hvíslaði að henni þau
blíðuorð, sem lesa má í skáldsögunum.
Þegar hann hafði fylgt henni heim að
húsdyrum hennar, sagði hann um leið og
hann rétti henni höndina í kveðjuskyni:
,,Ef þér gefið mér leyfi til þess, ung-
frú, þá mun ég koma um sexleytið eitt-
hvert næsta kvöld og bíða yðar, þegar
þér komið frá saumastofunni; má ég það ?
. . . Ég heiti Eude Laridelle.“
1 heila viku hafði Evelyn liugsað um
þennan myndarlega, ókunna mann, nótt og
nýtan dag, manninn sem í hennar augum
var öllum þeim dyggðum prýddur, sem hún
gat hugsað sér.
Gjaldkerinn í tízkuverzluninni, þar sem
hún vann, maðurinn sem alltaf var að
stíga í vænginn við hana, — hversu lítil-
sigldur og óaðlaðandi var hann ekki í sam-
jöfnuði við þennan unga mann? Hann hét
Retondu. Og svo var hann alltaf að segja
lélega brandara og gorta af því, að hann
væri mikið gefinn fyrir góðan mat.
Eude Laridelle . . . Hún myndi áreiðan-
lega hitta hann aftur . . . og áður en langt
um liði verða eiginkona hans.
Sporvagninn skrölti áleiðis, á meðan litla
unga saumakonan lét sig dreyma dag-
drauma sína og brosti.
Skyndilega nam sporvagninn staðar,
eins og kippt hefði verið í hann, og Eve-
lyne vaknaði til raunveruleikans á ný.
Hversdagsleikinn birtist henni aftur. —-
Vagngæzlumaðurinn gekk um og tók við
fargjöldum. Ung móðir þaggaði niður í
barni sínu, sem grét. Gamall maður sat
og lagði kollhúfur. Feitur heldrimaður las
dagblað . . .
Ósjálfrátt varð Evelyn litið á þann síð-
astnefnda, eða öllu heldur á blaðið sem
hann las. Augun fögru, sem andartaki fyrr
höfðu mænt dreymandi út í loftið, voru
nú sem fastnegld við dagblaðið í höndum
hins ókunna manns.
Hvers konar alvarleg eða athyglisverð
fyrirsögn, hvaða hneyksli eða hamfarir
náttúruaflanna hafði getað vakið slíka
eftirtekt hjá stúlkunni?
I miðjum spalta á fjórðu síðu blaðsins
hafði Evelyn rekið augun í mynd af Eude
Laridelle!
En hún gat varla trúað sínum eigin aug-
um . . .
Hún hallaðist fram á við, til þess að
geta séð betur. Nei; það var um ekkert að
efast; þetta var hann!
Hún fann fyrir ólýsanlegu stolti. Mað-
urinn, sem hún hafði orðið ástfangin af
við fyrstu sýn, hann var þekktur maður!
Var hann skáld, listamaður, fursti, flug-
maður eða íþróttamaður ? Hann hlaut alla-
vega að hafa afrekað eitthvað, úr því að
hann hafði vakið opinbera athygli. Áður
en langt um liði myndi frægð hans einnig
ná til þessarar óþekktu saumastúlku, sem
hann var reyndar ekki búinn að heimsækja
ennþá, vegna þess að hann ætlaði sjálf-
sagt að gera fyrsta stefnumót þeirra enn-
þá skemmtilegra með því að draga það
eilítið á langinn . . . Nema þá að . . . ?
Skelfingin læstist allt í einu um Evelyn,
því að nú kom henni allt í einu í hug, að
það voru ekki aðeins hetjur, sigurvegarar
og merkismenn, sem fengu myndir af ser
í dagblöðunum. Þar mátti einnig daglega
sjá myndir af glæpamönnum, morðingjum
og innbrotsþjófum, auk þeirra, sem urðu
fyrir bílslysum eða öðru óláni.
232
H E I MI LI S B L A Ð I E>