Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 18

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 18
Spddómurinn EFTIR INGER BENTZON MYNDIRNAR TEIKNAÐl MARIE HJULER Hjá Hreiðari bónda bjó gamall maður, Ánn að nafni, sem gat stundum skyggnzt inn í framtíð- ina. Kvöld nokkurt sagði hann, að sonur Hreið- ars, Sveinn, mundi fá dóttur Haraldar jarls fyrir eiginkonu. Á eftir mundi hann ekki, hvað hann haíði sagt, en Hreiðar talaði við konu sína um málið. Og þar sem Sveinn var kominn á giftingar- aldur, og þau gátu gefið honum góða heiman- fylgju. geðjaðist þeirn vel að spádóminum og stungu upp á því við hann, að hann færi suður á bóginn til bústaðar jarlsins. Sveinn var einnig fús til þess. Hann fékk langskip og góð klæði og sterka menn með sér, og Hreiðar ákvað að fara sjálfur með honum. Þeir fengu góðan byr og heiðskírt veður og ferðin gekk vel, og þegar þeir komu tii bústaðar Haraldar jarls, fengu þeir lilhlýðilegar móttökur. Þeir sátu nokkurn tima um kyrrt í jarlsgarði, og einn mannanna fleipraði þvi út úr sér, hvers vegna þeir væru komnir. Loks komst jarlinn á snoðir um malið og kallaði Hreiðar fyrir sig og sagði honum, að dót.tir sín væri þegar lof- uð öðrum manni. Sveinn hafði á meðan hitt stúlkuna nokkrum sinnum. Hún hét Hclga, og þó að hún væri falleg, geðjaðist honum ekki að henni, svo að hann varð ekkert leiður, þegar faðir hans sagði honum, að ekkert yrði af hjónabandinu. Hann furðaði sig aðeins á því, að Ánn garnli heíði birt honurn ósannan spádóm, þvi að það hafði aidrei kornið fyrir áður! En Hreiðar sagði, beiskur i bragði, að það gæti svo sem verið þvaður, sem kæmi af gömlum vörum, og að hann sæi eftir, að þeir skyldu hafa farið að heiman. Þeir dvöldust þó um tima hjá jarlinum og leið vel á allan hátt, og fengu þeir góðar gjafir, er þeir héldu á brott. Sveinn hafði séð og lært margt og sá ekki eftir neinu. Mennirnir höfðu einnig keypt mikið af varningi, og þeir komu viða við á heimleiðinni og verzluðu með vörurnar, sem þeir höfðu keypt. Þess vegna var farið að líða á árið, þegar þeir tóku stefnuna heim fyrir al- vöru, og veðrið var ekki lengur ljúft og gott, en sjór og vindur var á móti. 238 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.