Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 23

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 23
BORINN TIL AUÐS EFTIR Clarence Buddington Kelland. Amman fann, að stundin var nógu alvar- feg til að leggja frá sér prjónana um hríð. >>Þér sannfærðuð forstjórann um, að við Wiyndum geta séð um flutninginn á — á atta klukkutímum — og þar að auki að nóttu til? Hef ég heyrt það rétt?“ »Já, frú Mertz. Hótelið græðir á því sem stórri auglýsingu. Það hefur kveðjusam- sæti um kvöldið í gamla húsnæðinu og býður í morgunkaffið á nýja staðnum. Það Verður talað um það út um allt. Og þetta Verður stórkostleg auglýsing fyrir okkur,“ Sagði Ogden Pieter. >,0g forstjórinn sá arna var nógu barna- ^egur til að leggja trúnað á annað eins?“ „Ég fullvissaði hann um, að þetta væri hægt,“ svaraði Ogden Pieter. „Já, það er aíveg ljómandi," sagði Foot- sy. „En reynið bara, hvort það er fram- kvæmanlegt!" „Og hvað eigum við svo að fá í aðra hönd?“ spurði amman. „Hreinn ágóði okkar,“ svaraði Ogden Pieter, „verða tíu þúsund krónur.“ „Já, það verður ekki mikill vandi fyrir °kkur að græða þau tíu þúsundin,“ sagði Éootsy. „Þetta verður svo sem enginn Uutningur að ráði. Aðeins nokkrar bíl- ferðir með smáfarm!“ Pieter gerði honum grein fyrir því, hversu mikið flutningsmagn væri um að ræða. „Og við erum með tvo bíla,“ sagði Foot- sv kaldhæðinn. „Það segir, að við hlöðum ^hinn, ökum honum bæinn á enda, afferm- þfti hann og keyrum aftur á sama stað- mn -— allt á einum tíu mínútum." „Það verður um að ræða endalausa röð af flutningavögnum, sem verða á sífelldri keVrslu, fermingu og affermingu — upp á lrunútu samkvæmt áætluninni,“ svaraði Ogden Pieter. Það verður framkvæmt eins E I M I L I S B L A Ð I Ð og á heræfingu. Með sömu stundvísu ná- kvæmninni. Þegar síðasti bíllinn í röðinni er fullfermdur við gamla hótelið, verður búið að afferma fyrsta bílinn við hið nýja, sem þá er reiðubúinn til að snúa við og fara aftur til að taka við nýju hlassi.“ „Gott. En tveir bílar eru engin endalaus röð af bílum,“ sagði Footsy. „En tíu bílar eru það,“ svaraði Ogden Pieter. „Hvaðan ætlið þér að fá hina átta? Ætl- ið þér að búa þá til sjálfur úr vindlaköss- um og vírþráðum?“ spurði Footsy. „Við leigjum þá og bílstjórana og burð- arkarlana líka.“ „Hann talar skynsamlega, en samt er ekkert vit í því sem hann segir,“ sagði Footsy. „Haltu þér nú saman, Footsy. Ég er viss um, að hann hefur reiknað þetta allt út af mikilli nákvæmni. Þetta er allt skipu- lagt í smæstu atriðum — er ekki svo, Pieter?“ „í smæst.u smáatriðum,“ svaraði Ogden Pieter. Amman rétti sig aftur eftir prjónadót- inu sínu. Footsy hristi höfuðið og ætlaði aftur að leggja eitthvað til málanna, en amman sagði: „Nú vil ég ekki heyra þig segia fleira um þetta, Footsy. Þú segir já og tekur svo þátt í því að flytja hótel Lenox á átta tím- um eins og Pieter segir — ég vil ekki heyra neinn mótþróa í því máli. Þú gerir bara eins og ég segi og lætur þér vel líka; ann- ars veiztu hvar þú hefur mig að hitta.“ „Já, amma mín,“ sagði Footsv hlvðinn og bljúgur. „IJr því að þú segir bað. bá skal ég vera með í því. Og ég ska.1 gera mitt bezta til þess að allt standist sam- kvæmt áætlun.“ Svo hrifinn og glaður var Ogden Pieter 243

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.