Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 26

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 26
 plötuna, spratt svo á fætur og hljóp þvert yfir dansgólfið í áttina að búningsklefan- um sínum. Brandt mændi á eftir henni grallarlaus og hrópaði: „Hvað í ósköpunum hef ég gert, úr því hún var svona reið við mig?“ XI. ÁVEGAMÖTUM Daginn eftir var Ogden Pieter kominn niður til morgunverðarins á undan Footsy. Gamla konan tók við tæmdum grautar- diskinum hans og setti fyrir hann kaffi- bolla ásamt hveitisnúðunum. ,,Ég er að hugsa um hann Footsy minn,“ sagði hún í trúnaði. „Hann er dugnaðar- piltur á sinn hátt, en hann vantar allt það sem kallazt getur framtak.“ „Sjálfsagt er þetta rétt,“ svaraði Ogden Pieter, „en samt hef ég mætur á honum.“ „Er það svo?“ spurði amman. „Já, ég segi það og meina,“ svaraði Og- den Pieter. „Þér hafið þetta, sem hann skortir. Og það mun koma yður svo langt, að Footsy mun aldrei geta fylgt yður eftir. Þér hafið til að bera hæfileikann til að geta sann- fært fólk. Þér getiö útvegað vinnu og við- skiptavini, sem Footsy myndi aldrei geta látið sig dreyma um.“ Hún þagði við and- artak. „En það er að sjálfsögðu ekki allt, sem máli skiptir, Pieter Van. Maður verður líka að geta útvegað sér þetta á hinn rétta og heiðarlega hátt.“ „Við hvað eigið þér?“ spurði Ogden Pieter. „Þér eruð ágætis maður, enda þótt það sé alltaf eitthvað dularfullt við yður,“ svaraði hún. „Samt. er það eitt, sem þér skuluð gæta yðar á og hafa hugfast.“ „Og hvað er það, frú Mertz?“ „Það er að vera ekki o/ sjálfsöruggur," svaraði hún rólega. „Já, ungi maður. Þér hafið tilhneigingu til að halda, að þér getið verið bæði hér og þar og jafnvel á þriðja staðnum að auki.“ Ogden Pieter hugleiddi þessi síðustu orð um stund. Honum var ljóst, að amman gamla hélt ekki uppi þessari viðræðu til þess eins að spjalla um daginn og veginn. Hann vissi, að það var einhver tilgangur með öllu því sem hún sagði. „Ég á líka til minn metnað fyrir Foot- sys hönd,“ sagði hún. Nújá, þarna kom hún með það. Hún hafði áhyggjur hans vegna. Þetta hafði sterk áhrif á Ogden Pieter. Hann skildi, hvað henni leið. „Eftir því sem mér tekst að vinna mig upp,“ sagði hann í einlægni, „þá mun Foot- sy fylgja mér eftir.“ „Ef hann getur þá haldið yðar gang- hraða,“ sagði amman. „Vélin er til einskis gagns,“ svaraði hann, „ef maður fjarlægir einn mikilvæg- asta hluta hennar. Ég skil hvert þér eruð að fara, frú Mertz, og þér hafið á réttu að standa. Footsv skilur vel sitt starf. Það geri ég ekki. Hann veit hvernig á að stjórna vinnufólki sínu og bjarga sér, þeg- ar eitthvað kemur fyrir í starfinu. Hann er sá sem reynsluna hefur.“ Amman sagði: „Ég heyri, að þér kunnið bæði að starfa og leggja saman.“ „Til dæmis viðvíkjandi þessum hótel- flutningi,“ sagði hann. „Ég get útvegað vinnuna, og nú hugsa ég að hyggilegast se að láta Footsy sjá um að fá hana fram- kvæmda.“ „Já, ef þér eruð hygginn, þá farið þér einmitt þannig að því,“ sagði amman. „Ég er yður þakklátur,“ sagði Ogden Pieter. „Ég þarfnaðist þess að fá viðvör- un sem þessa.“ „Ef Footsy hefði á tilfinningunni, að þér treystuð á hann,“ sagði hún, „þá myndi hann strita sig dauðan fyrir yður, því meg- ið þér treysta. — Hann er duglegur á þv1 sviði sem er hans rétta svið.“ „Héðan í frá,“ svaraði Ogden Pieter, „látum við eitt yfir báða ganga sem jafn- réttháir félagar. Þótt við komumst svo langt einn góðan veðurdag að eignast hundrað flutningavagna og stærsta flutn- ingafyrirtæki í öllu fylkinu, þá eigum við Footsy það allt sameiginlega og höfum jafn mikið að segja. Eruð þér ánægð með það?“ „Já, með það er ég ánægð. Og borðið nu hveitikökurnar á meðan þær eru heitar.“ 246 HEIMILISBLAÐI®

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.