Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 27

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 27
Svo varð honum hugsað til síns eigin vandamáls. Hann vissi, að þessi gamla kona hafði enga hugmynd um það, að hann hafði legið andvaka alla nóttina án Þess að komast að niðurstöðu í því sem °Uu máli skipti. Og hvílík freisting var þotta allt ekki fyrir hann! „Hún hefur ekki hugrnynd um það,“ hugsaði hann, ,,að kannski fer ég til New York á morgun °g verð gerður að aðstoðar-bankastjóra. ég geri það, nær Footsy kannski aldrei longra en að eignast tvo flutningabíla. ^ér í Lennox hefði ég hinsvegar aldrei ^omizt áfram án hjálpar Footsys. Sameig- mlega getum við komizt anzi langt. Myndi það vera óheiðarlegt og ódrengilegt af mér snúa baki við honum núna? Væri það sama og að svíkja hann?“ Hann hugsaði til vara-bankastjórastöð- Unnar; að sitja við maghonyskrifborð all- an daginn — myndi honum falla það vel 1 geð? Hann var ekki svo viss um það. »Mér myndi finnast ég vera sníkjudýr,“ ^ugsaði hann. „Ég myndi aldrei framar ^a að sjá Footsy eða ömmu hans. Ég myndi aWrei framar fá tækifæri til að sjá Peggy F°garty.“ Hann nam staðar við þessa hugsun, því að Footsy gekk inn, en síðustu orðin sem hann hafði sagt við sjálfan sig héldu aHam að bergmála í undirvitund hans — að hann myndi þá aldrei geta fengið að Mtta Peggy Fogarty. Og það var harla éþægiieg tilhugsun. >iFootsy,“ sagði hann. „Nú verðið þér að taka að yður að sjá um framkvæmd- lna á hótelflutningnum. Ég hef gert minn hluta af því sem gera þarf. Ég hef vissu fyrir því, að þér getið gert það sem eftir er- Ég lagði áætlunina fyrir Judkin og sannfaerði hann, en þér eruð maðurinn, sem hefur reynsluna til að koma áætlun- !Uni í framkvæmd. Héðan í frá hvílir þetta allt á yður.“ »Hvað . . . ?“ tautaði Footsy. . »Það eruð þér, sem gefið fyrirskipan- lrhar.“ »Hva . . . ?“ tautaði Footsy aftur, en svipur hans breyttist. Öll framkoma hans °S fas breyttist, og minna mátti sjá en það, að hann var harðánægður og fullur sjálfstrauts. Dagurinn leið sem aðrir dagar. Fyrir hádegi keyrðu þeir út varning fyrir hús- gagnafyrirtækið; í eftirmiðdaginn fyrir einkaaðila. Við kvöldverðarborðið var Og- den Pieter aftur á móti óvenju þögull, og strax er þau voru búin að borða, hafði hann sig afsakaðan og fór. Enn var skammt liðið á kvöldið, og hann vissi að Peggy Fogarty var enn ekki farin á Pá- fuglinn. Hann hraðaði sér þangað sem hún bjó og hringdi dyrabjöllunni. Húsmóðirin kallaði upp stigann, og stuttu síðar kom Peggy niður. „Gott kvöld, hr. Van Stael,“ sagði hún í yfrið kurteislegum tón, sem honum féll ekki alls kostar við. „Afsakið . . . ?“ sagði hann. „Þér eruð hr. Van Stael, er ekki svo?“ spurði hún. „Ennþá?“ „Peggy —“ sagði hann. Hún skipti um tón. Framkoma hennar varð óhátíðlegri, og hún leit á hann nánast með blíðuljóma í augum. „Það er svo sem ekki yður að kenna,“ sagði hún. „Ekki getið þér gert að því, þótt þér séuð hér. Van Stael. Það er nú einu sinni svo. Við því er ekkert að gera.“ „Ég vildi óska, að Brandt hefði aldrei rekizt hingað,“ sagði hann, og vonbrigði hans leyndu sér ekki. „Þá hefði bara einhver annar komið,“ sagði hún. „Fyrr eða síðar hefði einhver komið og staðið augliti til auglitis frammi fyrir yður með nákvæmlega sömu spurn- ingar. Þér hefðuð jafnvel komið með þær sjálfur einn góðan veðurdag.“ „Eigum við ekki að fara í smá göngu,“ sagði hann. „Þér verðið að vera mér hjálp- leg.“ „Yður kemur víst ekki til hugar, að ég hafi nóg að gera með sjálfa mig — að hjálpa mér sjálfri?“ sagði hún, en hann var of niðursokkinn í sinn eiginn vanda til að veita raunverulega athygli því sem hún sagði. „ Það gæti nefnilega hugsazt,“ hélt hún áfram, „að ung stúlka hefði stöku 11E IU I L I S B L A Ð I Ð 247

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.