Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 4
Húslestrarbækur eru teknar og heimilis- guðsþjónusta haldin. í kvöld er hún eitt- livað hátíðlegri en önnur kvöld, því ljósin mörgu og sögurnar, sem mamma hefur sagt, hafa opnað hugi hmna ungu fyrir lielgi stundarinnar. Og fátæklega baðstofan verð- ur að höll. Jesús, barnavinurinn bezti, er kominn. Hátíðamatur kemur, liver fær sinn af- mælda verð, svo er eitthvað fallegt lesið, smáleikir háðir. Leikföng eru fá og smá, fuglar og dýr tálgað úr tré eða ýsubeinum eru til og svo kögglar úr khidafótum, sem tákna ær og lömb. Ljósið á lampanum logar alla nóttina. Það, vitaf fyrir sig, gerir þessa liátíð svo sérstaka og er vissulega notað af þeim, sem kunnu að lesa. Og þegar mamma er að hátta síðust allra, eins og vant er, signir rúmin og litlu kollana sína með léttu bænastefi. Kannslce þessu: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni -- Pimmt er í lieimi liér liættur er vegurinn, ijósið þitt lýsi mér lifandi Jesú minn. Færist ró og friður yfir og svefninn sigr- ar, enda þótt löngun sé til að njóta ljóssins sem lengst. En það logar á litla lampanum og lýsir yfir sofandi fólkið þó enginn horfi á það. Það minnir á Guðs vökulu augu, sem alls og allra gætir og „vakir daga og nætur yfir þér“. Þessar minningar verma liuga og hjarta þess, sem langa leið er búinn að ganga og margt hefur séð og reynt, og horfir nú fram á leiðarenda. Enn eru haldin jól, en mjög eru viðhorf manna til þeirra ólíkt því er var. Má segja, að í þeim efnum sé allt orðið nýtt, þótt aldrei breytist né gleymist „eilífa lagið við pílagrímsins sigursöng“. Þótt allt sé þannig breytingum háð og sumt, sem sett er í samband við jólin sé naumast í samræmi við þeirra sanna gildi, en helzt of mikið glys og glingur, eru þau samt hátíð ljóss og fegurðar og margt er gert til að færa ljós og yl þangað sem skugg- ar og kuldi ríkir, og sjaldan eru kirkjur eins vel sóttar og á aðfangadagskvöld. Guði sé lof fyrir það. En of hátt lætur þó við- skiptaæðið, glys og glamur meira en hóf er að. Um of fjárfrekar venjur fyrir flest meðalheimili eru komnar í öfgar. Grundvöllur helgra jóla er barnið í jöt- unni, frelsarinn, sem heiminum var gefinn í fyllingu tímans, og mikil blessun er það hverjum manni að geta átt helgar mhining- ar frá æskudögum, minningar um móður, sem kenndi betur en aðrir „um hið eilífa stóra, kraft og trú og gaf svo guðlegar myndir“. Drottinn blessi allar helgar minn- ingar, og blessunarríkra jóla og komandi árs bið ég þeim, sem þessar línur lesa eða heyra. Já, landslýð öllum, í frelsarans nafni. EINAR SIGURFINNSSON Haustsól Eftir Ernfrid Hedman Nú sefa haustmild sólarljóð þá söngva lieiðu þrá, sem letrar blómum lífsins slóð með Ijósi hœðum frá. Og þegar blómin þrosJca ná mun þverra sorg og tál, en göfgi og trúin glœðast á — Jiið góða í mannsins sál. Nú gyllir haustsól Jiaf og storð með heiðum geislabrag, svo tendra þessi atlot orð og œsJvuþrungið lag. Við syngjum gleði og Ijósi lof svo Ijóma slœr á fjöll og samfellt verður sólguðsJiof um síðir jörðin öll. Jóliannes Benjamínsson þýddi. 224 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.