Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 25
að stilla skap hans, og frá þeirri stundu
var hún honum tryggur förunautur og ráð-
gjafi á lífsleiðinni.
„Mér hafði dottið í hug að flytja þig og
Leó til Waltherhausen og fara svo sjálfur
til Sehömverth til þess að losa heimili mitt
við þennan illa anda,“ sagði hann. „Blóðið
sýður í æðum mér, þegar ég hugsa til þess,
að þessi þrjótur skuli sitja yfir í herbergj-
um frænda míns ems og kærkominn gestur
í staðinn fyrir að umsvifalaust ætti að reka
hann á dyi- með hundasvipunni. — Frændi
minn, marskálkurinn, hefur engu síður ver-
ið dreginn á tálar með falsaða bréfinu en
ég — þrátt fyrir sín hvössu og aðgætnu
marskálksaugu — það er þó töluverð liugg-
un fyrir mig.‘ ‘
Hann hafði óbifanlega trú á réttlætis-
t.ilfinningu gamla mannsins ennþá. En Lí-
ana titraði við tilhugsunina um, hve mikl-
um vonbrigðum hann hlvti að verða fyrir,
þegar hann tæki mál Gabríels að sér, og
frú Schön mætti leysa frá skjóðunni.
„Ef ég segði honum þegar frá öllu, mundi
hann bara hlæja að mér og krefjast órækra
sannana,“ hélt Mainan áfram. „En ég verð
að fara öðruvísi að — heyrðu Líana, hversu
þungt sem mér fellur það, þá verðum við
að umgangast livort annað á sama hátt og
áður fyrst í stað. Geturðu fengið af þér
að takast á hendur húsmóðurstörfin aftur
á morgun, eins og ekkert hafi í skoriztf1
„Eg ætla að rejma það — þú veizt, að
ég er samverkamaður þinn og félagi.“
„Ónei, félagsskapurinn er nú úti með öllu
— sá samningur, sem við gerðuni fyrsta
daginn, er nú fyrir löngu roþinn út í veður
og vind. En ég sltal gæta þín og víkja ekki
frá ldið þinni fyrri en búið er sjá fyrir
ránfugli þeim, sem vofir yfir fyrirhugaðri
bráð sinni hér.“
Þjónustufólkið, sem fám mínútum síðar
mætti lionum í liallarganginum, grunaði sízt,
að trúlofunarkossinn brynni enn á vörum
hans, og að síðari konan réði nú yfir öllu,
sem tilheyrði honum ... Og þegar hirð-
presturinn klukkutíma síðar, þrátt fyrir
hrakviðrið sveimaði kringum höllina, sá
hann skugga Mainans bærast fram og aftur
í vinnustofu hans, og niðri í salnum sat
unga konan við skrifborðið. Það leit því
ekki út fyrir, að þessar tvær manneskjur
hefðu fundið þörf hjá sér til að talast við.
V.
Óveðrið sem hafði stöðugt verið að auk-
ast um kvöldið, hélzt fram yfir miðnætti.
Fæstir af íbúum hallarinnar höfðu gengið
til hvílu.
En nú hvolfdist himininn lieiður og hlár
yfir héraðinu, er hann hafði leikið svo liart
kvöldið áður; en í eldhúsinu var fólkið far-
ið að stinga saman nefjum um, að frú
Schön liti út eins og afturganga — hún
hafði vakað alla nóttina í indverska húsinu,
og þar hafði þakið blátt áfram fokio ofan
af höfðinu á henni, og það var ekki einu
sinni hægt að gera við það, því indverska
konan lá fyrir dauðanum.
Líana hafði einnig vakað fram undir
morgun. Stormurinn hafði ekki haldið fyrir
henni vöku, en henni var órótt innan brjósts
— það var svo óviðjafnanlega unaðslegt að
hugsa til þess, að hún var elskuð. Hún hafði
ekki verið lengi að taka upp úr litlu ferða-
töskunni og koma öllu á sinn stað aftur,
þar sem það átti að vera framvegis, eins
og hún átti sjálf að hvíla við lijarta síns
ástkæra eiginmanns! Enginn skyldi komast
að því, að hún hefði verið í þann veginn
að flýja. . . . Hún hafði skrifað Úlrikku og
sagt henni með fjöri frá öllum þrautum
sínum og baráttu allt til hamingjustundar
sinnar, þegar allt snerist við.
Hún var miklu hressari eftir morgun-
dúrinn, Og þegar herbergisþernan dró
gluggatjöldin upp virtist ungu konunni luin
aldrei hafa séð himininn jafnheiðan og
bjartan, og að morgunglærinn hefði aldrei
leikið jafnhlýlega um hana, jafnvel ekki í
Rúdisdorf, þar sem hún hafði ætíð verið ein
á morgnana með sínum ástfólgnu systkin-
um. Hún klæddist af ásettu ráði bláum kjól,
sem Úlrikka liafði sagt að færi henni vel,
því nú var hún farin að halda sér til. Hún
v'ildi að manninum sínum litist á sig.
Hún leiddi Leó við hönd sér, þegar hún
kom inn í borðsalinn, eins og hún var vön.
Þegar hún kom inn hlaut hún að minn-
ast fysta morgunins, sem hún hafði dvalið
í Schönwerth. Marskálkurinn sat við ofninn,
HEIMILI8BLAÐIÐ
245